Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 34

Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 34
BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT BRENNIMERKT traust á þér, eða vegna þess að hún var hrædd og eygði enga áðra útleið, veit ég ekki. En hennar vegna verður þú að stunda hana þangað tii hún verður útskrifuð. Og eitt smá- atriði enn: Hún var sofandi þegar ég kom inn í skurðstof- una. Hún var sofandi þegar enni var ekið út. Hún veit ekki að ég var þarna niðri. Og ég vil ekki að hún fái nokkurn tíma að vita það. Skilurðu hvað ég á við? — Ég verð að sjálfsögðu við ósk þinni enda þótt ég skilji ekki tilganginn með henni, sagði Hoff- mann. Hann stóð á fætur. — Ég þekki þig nógu vel til að vita, að þú átt til að vera mjög viðkvæmur, Stenfeidt. Fyrr eða síðar mun koma að því, að þú ferð að brjóta heiiann um hvort það hafi verið rétt eða nauðsynlegt að eyðileggja mig. Leyfðu mér að gefa þér nokkra hughreystingu fyrir þá stund. Ég ætla ekki að halda því fram, að mér sé beint þægilega innan- brjósts þessa stundina. En mér líður að minnsta kosti ekki verr en mér hefur liðið siðustu fimmtán árin. Ég er farinn að verða of gamall til þess að lifa með lyginni. Nei — ég hef enga löngun til að sitja í gapastokkn- um. Til þess að þola ærumissi þarf miklu meiri kjark en ég á yfir að ráða. En innst inni hlakka ég til að byrja að nýju og þurfa ekki að þykjast vera annar en ég er. Ég fer inn til hennar núna. Ef þú vilt láta við ósk þína um þagmælsku, þá skaltu ekki dveljast hér á deild- inni að nauðsynjalausu. Það eru augu og eyru alls staðar... Með það fór hann og iokaði dyrunum hljóðlaust á eftir sér, og þetta var í síðasta skipti sem Stenfeldt sá hann. 13. KAFLI. Klukkan hálftólf þann 15. febrúar gekk Grete út úr sjúkra- húsinu. Veðrið var grámyglulegt og snjóél i lofti, en samt fannst henni krapblaut gatan og slett- óttir bílarnir vera eins og sumar- landslag. Vikurnar á sjúkrahúsinu höfðu verið henni sífelld sveifla milli vonar og ótta. Þegar hún kom frá Sviss og mætti á lækninga- stofunni hjá doktor Hoffmann hafði hún aðeins verið hrædd. Hann sagði henni heldur ekkert, sem aukið gæti skilning henn- ar. 1 uppnámi sínu samþykkti hún að gangast undir uppskurð án þess að vita gerla hvað um væri að ræða. Er hún hafði þá setið and- spænis doktor Hoffmann hafði 34 FÁLKINN hún furðað sig á þvi, að hún var ekki lengur hrædd við hann. Hin gamla, óskýranlega hræðsla hennar við lækna í hvítum slopp- um, virtist hafa þurrkazt út við atburðina niðri í Niederjoch. En það stafaði ef til vill einnig af því að Hoffmann var ekki leng- ur eins ógnvekjandi í framkomu. Hún varð þess greinilega vör, að hann gerði allt sem hann gat til að vinna traust hennar, til þess að hún samþykkti upp- skurðinn. Morguninn sem aðgerðin átti að fara fram, fékk hún róandi sprautu, og þegar henni var ek- ið niður í lyftunni, fann hún ekki til ótta. Það ver þegar sig- inn á hana höfgi, þar sem enginn var til nema hún og Lars, og af þessum draumaheimi vakn- aði hún aftur í einkastofu sinni og fékk að vita að aðgerðinni væri lokið og allt hefði gengið að óskum. Nú þyrfti hún ekki um annað að hugsa, en að liggja sem mest hreyfingarlaus næstu daga. Orðið hreyfingarlaus hafði bókstaflega merkingu á sjúkra- húsinu. Sérhver minnsta hrær- ing vakti vanþóknun Hoffmanns, en hún reyndi sem hún gat að gera honum til geðs, þar sem hún fann æ sterkara til þess að góður árangur af aðgerðinni væri honum jafnmikilvægur og henni. Dag eftir dag lá hún á bakinu og horfði upp í loftið og átti til- gangslaus en innileg samtöl við Lars. Þegar hún að viku liðinni fékk að fara á fætur, kom óþol- inmæðin yfir hana, hún minntist bréfsins, sem hún hafði skrifað honum í Niederjoeh. Hann hafði ekki látið heyra frá sér. Það gat stafað af því að hann vissi ekki hvar hún væri niður kom- in. Það gæti einnig stafað af því að hann væri orðinn þreytt- ur á henni og duttlungum henn- ar. En hvorugu vildi hún trúa. Hún hafði byggt allar vonir sín- ar á því að hann myndi virða ósk hennar um að fá að leysa vandamál sitt ein og ótrufluð. Nú fann hún, að hún var á réttri leið, og sérhvert uppörvunarorð frá doktor Hoffmann var eins og eldiviður undir vonarloga henn- ar. 1 dag hafði hún verið útskrif- uð og átti meira að segja klukkustundar viðtal við Hoff- mann. Það hafði valdið umróti í innstu fylgsnum sálar hennar. I dag hafði hann skýrt henni frá hlutum, sem henni skildist að hann hefði ekki getað sagt henni fyrir aðgerðina vegna þess að honum hefði ekki verið kunnugt um þá. Nú vlssi hún allt um þann kvilla, sem hafði þjáð hana og hvað gert hefði verið í skurð- stofunni til þess að breyta henni í heilbrigða konu. Það hafði verið henni óhugnanlega sárt að vera neydd til að lifa upp aftur alla sorglegustu atburði lífs síns, en þegar þau höfðu rætt út um málið, fann hún til léttis. Nú hafði hún vissu. Vissan myndi hjálpa henni að hafa vald á skuggum fortíðarinnar. Og Hoff- mann hafði virzt einlægur þegar hann gaf henni góðar vonir um bata. Hún gekk inn í blómaverzlun sem stóð skáhallt hinum megin við götuna og keypti nokkur blóm sem hún bað um að yrðu send til hans. Síðan tók hún leigubíl heim til sín. Hún hafði gefið sjálfri sér mánaðarfrest. Að honum liðnum myndi hún annað hvort leita Lars uppi eða fara af landi brott. Tilkynning um að Henrik Hoff- mann yfirlæknir hefði tekið sér frí frá störfum í sex mánuði af óviðráðanlegum ástæðum, kom fyrir læknaráðsfund um miðjan marz. Lars Stenfeldt frétti þetta hjá einum starfsbróður sínum, og það gekk þegar orðrómur um að Hoffmann ætlaði sér að segja upp störfum. Það var talið að hann ætlaði að opna lækninga- stofu í einhverju hinna suðlæg- ari landa, þar sem lækningar gátu orðið arðbær atvinnugrein ef menn sáu aðeins um að fá sjúklinga, sem gátu borgað. En enginn áfelldist hann — sérhver aðstoðarlæknir vissi aðeins of vel að sænskir læknar báru oftast lítið úr býtum efnahagslega fyrir margra ára kostnaðarsamt nám og erfiðan vinnutíma. En Stenfeldt hugsaði ekki lengur um Hoffmann frekar en hann hefði aldrei verið til. 1 stað þess beið hann í ofvæni, viku eftir viku, eftir lífsmarki frá Grete. 1 hvert skipti sem síminn hringdi, tifraði hann af spenn- ingi. Einn daginn gerði hann sér erindi til gamla sjúkrahúss- ins til þess að lita í sjúkra- skýrslu Grete. En Hoffmann hafði ekkiískrifað neitt í hana frá eigin bbjósti. Hann hafði að- eins gert ivenjubundnar, stutt- orðar innfgerslur og í síðustu línuna á spjaldinu var færð skoðun — án athugasemda. Lars Stenfeldt hélt þvi áfram að bíða og bjó sig hálft í hvoru undir það að Grete kæmi ekki aftur inn í lif hans. Hann reyndi að ímynda ‘ sér ástæður hennar: Hann hafði ekki tekið nægan þátt I erfiðleikum hennar og ekki veitt henni þann stuðning sem hún þarfnaðist. Eða: Hún hafði þrátt fyrir allt aðeins lað- azt að honum vegna þess að hann var læknir og gæti ef til vill orðið henni að liði. Nú var hún heilbrigð og þarfnaðist hans ekki lengur. Sennilega væri mað- ur, sem ekki vissi greinarmun á plástri og sárabindi, eini rétti maðurinn fyrir hana nú. Hann reyndi að sætta sig við orðinn hlut. En það tókst ekki. Með hverjum degi sem hann beið árangurslaust eftir lifs- marki frá henni, magnaðist þrá hans eftir að fá að sjá hana aftur, fá að heyra rödd hennar, finna snertingu hennar, jafnvel þótt ekki væri nema i handa- bandi. Hann varð að taka á öll- um sínum viljastyrk til þess að bíða ekki fyrir utan ferðaskrif- stofuna um lokunartíma til þess að fá þó að minnsta kosti að sjá hana tilsýndar. Blaðsíðan í simaskránni þar sem nafn henn- ar var skráð var komin með hundseyru eftir öll þau skipti sem hann hafði setið með síma- númer hennar fyrir framan sig og barizt gegn freistingunni að hringja. En hún hafði beðið hann um að leita sín ekki og spyrjast ekki fyrir. Hún hafði áskilið sér rétt- inn til að eiga frumkvæðið að frekari samskiptum þeirra á milli. Skrifaðu í örvæntingu og til- finningamoldviðri, já. En þetta var ósk hennar, og hann ætlaði að virða hana ... Síðdegis dag einn um fimm- leytið, rauf hann ásetning sinn og hringdi á ferðaskrifstofuna. Án þess að kynna sig bað hann um að fá að tala við ungfrú Rosenberg. En stúlkan við síma- borðið tilkynnti honum, að Grete Rosenberg hefði hætt störfum þar... Hingað til hafði bið hans ver- ið blönduð spenningi og voninni um farsælan endi. Nú fann hann aðeins til angistar. Og hann setti sjálfum sér frest: Til fyrsta júní. Þangað til voru rúmir tveir mánuðir. Hann ætlaði að þrauka þangað til. En eftir það skyldi hann, ef þörf gerðist, setja himin og jörð á hreyfingu til þess að ná aftur sambandi við hana. Grete fann, að hún var komin í sjálfheldu, sem var svo aumk- unarleg, að hún gat ekki annað en hlegið að henni. Eða að sjálfri sér. Þegar hún gekk heim til sín á kvöldin, undir fölbláum apríl- himninum, var henni létt um hjartaræturnar, og hefði hún að- eins getað leyst þennan nýja hnút, myndi hún hafa verið al- sæl. Framh. á bls. 41

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.