Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Side 35

Fálkinn - 04.07.1966, Side 35
^bankstt Viftan yfir eldavéiina Hreint og hressandi. Það er gaman að matreiða í nýtízku eldhúsi, har sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hugmyndaflugið — og matarlykt og gufa sétjast ekki í nýlagt hár- ið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting. Með Bahco Bankett fáið þér raunverulega loft- ræstingu, því auk þess að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Soggetan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð. Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla 1 viftunni. Bahco Bankett er sennilega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á sium. Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfn- ast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bankett hefur engar slikar, en heldur alltaf fullum af- köstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfriu stáli. Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varan- legar fitusíur úr ryðfríu stáli, sem ekki einungis varna því, að fita setjist innan í útblástursstokkinn, heldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innhyggt Ijós og rofar. Lögun Bahco Bankett skapar 6- þvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilega lýs- ingu og rofarnir fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stilhrein og vönduð — fer alls staðar vel. Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin i dag, og er sænsk úrvalsframleiðsla frá einum stærstu, reyndustu og ný- tizkulegustu loftræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRl. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslu- stofnana nágrannarikjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfald- lega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum iétta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulcga’loftræstingu og heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Vcljið Bahco Bankett. Komið, skrifið eða útfyllið úr- klippuna og fáið allar upplýs- ingar um Bahco Bankctt, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: .......................................................... Heimilisfang: ................................................... Föm SÍMI 2442D. SUOURGÖTU !□ HVAD GERIST ÞESSA VIKU Hrúturinn, 21. marz—20. avríl: Áður en þú tekur mikilvægar ákvarðanir ættir þú að leita álits annarra meðlima fjölskyldunnar, sem hefðu ýmislegt hagstætt til málanna að leggja. Stutt ferðalög eru heppileg og þú ættir að fagna heimsókn vina þinna. NautiO, 21. apríl—21. maí: Það er ýmislegt sem bendir til að ferða- lög muni verða hagstæð, sérstaklega ef einhverjir skemmtilegir félagar taka einnig þátt í þeim. Varastu þó að vekja of mikla athygli, sem gæti hæglega verið misskilin. Tviburarnir, 22. maí—21. júnl: Verðir þú á ferðalagi, sem búast má við, þá ættir þú að gæta sérstakrar varkárni í mataræði að öðrum kosti yrði ferðin ekki eins vel heppnuð og efni standa annars til. Nýir möguleikar í fjármálum kunna að skjóta upp kollinum. Krabbinn, 22. júní—23. júlí: Leggðu áherzlu á að ljúka nauðsynlegum verkefnum, því þú mátt búast við að þu fáir tækifæri til að sinna persónulegum málefnum þinurn og vinna að hagstæðum framgangi þess sem þig hefur lengi langað til. LjóniÖ, 2j. jiilí—23. át/úst: Þú mátt búast við að fá nú uppfyllingu vona og óska og fá tækifæri til að fram- kvæma Það sem metnaður þinn hefur lengi staðið til. Þó ættir þú að gæta þess að hafa nóga hvíld og gæta heilsunnar. Meyjan, 2h. ágúst—23. sept.: Þótt heppilegt sé fyrir þig að treysta þínum eigin hugmyndum, þá munu vinir þínir og kunningjar verða þér sérstaklega vinveittir og hjálpsamir og ættir þú að þyggja ráðleggingar þeirra. Þú færð tæki- færi til að auka vinsældir þínar. Vogin, 2h, sept.—23. okt.: Éf þér býðst tækifæri til að skifta um starf þá er nauðsynlegt fyrir þig að at- huga allar aðstæður vel, sérstaklega ef um mikilvæga stöðu er að ræða. Ferðalög eða sambönd við útlönd eru hagstæð þessa viku. Drekinn, 2h. okt.—22. nóv.: Þú munt verða upptekinn við að skipu- leggja og fara í ferðalög þessa viku, svo Þér geíst ekki mikill tími til að sinna öðrum málum. Forðastu að blanda kunningjum þinum of mikið í áform þin. BoamaOurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú þarft að nota þennan tíma til að sinna sameiginlegum fjármálum því þetta er hagstæður tími, scm skynsamlegt er að nota vel. Búast má við að þetta kunni að verða til þess að maki þinn eða félagi mót- mæli harðlega en haltu þínu striki. Steinpeitin, 22. des.—20. janúar: 1 þessari viku ætti vinnan að skipa fyrsta sæti, en ef þú hefur tíma til þá er ekkert á móti því að lyfta sér dólílið upp. Þér mun allavega ganga bezt ef þú ert sam- vfnnulipur og tekur tillit til vilja annarra. Vatnsberinn, 21, janúar—19. fébrúar: Éyddu ekki tímanum í að brjóta heilann um málefni, sem eru langt frá þínum verka- hring. Notaðu frekar timann til að endur- skoða starfsaðstöðu þína. Þú ættir að um- gangast sem mest þér yngra fólk. Fiskarnir, 20. febrúar—20. marz: Þú munt leggja mikla áherzlu á að skemmta þér sem bezt þessa viku enda er það hagstætt. Þó gæti farið svo að deilur innan fjölskyldunnar kæmu í veg fyrir hag- stæðan árangur. Fyrir þá sem ókvæntir eru er von um skemmtilegt ástarævintýri. FALKINN 35 Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. F 22

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.