Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Síða 38

Fálkinn - 04.07.1966, Síða 38
Eiríksson úr Strandasýslu, er átt hafði barn við Ragnhildi Tómasdóttur, hálfbróðurdóttur sinni, og henni drekkt. Kol- finna hét kona Ásbjarnardóttir úr Kjós; hún hafði átt barn við giftum manni, er Ketill hét Jónsson Narfasonar, og myrt það, henni drekkt. Ketill strauk, svo hann náðist ekki undir rétt.“ 1708 er Hallfríði úr Múlaþíngi drekkt á alþingi. 1738 er feðginum, Sigmundi Guðmundssyni og Halldóru, úr ísafjarðarsýslu, dæmt líflát á alþíngi fyrir barneign. 3. Þannig hirti Drekkingarhylur líf kvenna framundir það er al- þíngi var lagt niður á Þingvelli við Öxará. Aðrar kynsystur þeirra voru á sama tima kæfð- ar hér og þar um landið, og enn aðrar voru sendar til þrælk- unar í Danmörku fyrir sakir sem á mælikvarða Stóradóms þóttu eitthvað vægari. Og sam- tímis voru brotlegir bræður þeirra að eingjast til lífláts hér og þar um helgasta reit íslands í gjótum og milli kletta: í Brennugjá austan við vellina, á Höggstokkseyri niðri á völlun- um og í Gálgaklettunum í Stekkjargjánni innan við Öxar- árfoss. Uppúr þessari þján- íngamóðu gnæfa feiknstafir réttlátrar reiði Jóns biskups Vídalíns einsog blys í myrkr- inu: „Því svo segja Móseslög, að þjófurinn skuii gjalda fjóra sauði fyrir einn sem stolinn er. Nú er þó straffið hert af kristnu yfirvaldi, eftir því sem glæpirnir vaxið hafa. En þess væri óskandi, að hinir stóru þjófarnir létu eigi hengja þá smáu, einsog hvalfjskarnir gleypa litlu fiskana. Ef öll slík varmenni ætti undir gálgann að draga, þá mundi böðla.vanta, þá mundi snörulaust verða, svo að göngumaðurinn fengi varla það hann kynni að vefja um tötur sín.“ Á þessum tíma var blær hyls- ins mikla í Almannagjá breytt- ur frá því er þær Þóra yngri og Þóra eldri gengu þángað með léreft sín; Stóridómur hafði tekið hann í sína þágu, Þíngvöllur í tign sinni og fjöl- breytileik var orðinn helzti kvalastaður snauðra og um- komulausra á íslandi. (Helztu heimildir: Hauk- dælaþáttur; Matthias Þórðar- son: Þingvöllur; Guðbr. Jóns- son: Sjö dauðasyndir; Annál- ar 1400—1800; Saga Islend- inga V.; o. fl.). • Hellir Framh. af bls. 31. ar og Bjarna Pálssonar. Komu þeir að hellinum sumarið 1756, en voru vanbúnir til að kanna hann. Hellirinn liggur í gili því er hann dregur nafn af og eru 2 km. að honum í austur frá Fljótsdal, innsta bæ í Hlíðinni. 1793 kom Sveinn Pálsson landlæknir og náttúrufræðing- ur í hellinn og kannaði hann. Hafði hann til þess bæði ljós og vað. Hann fór inn í botn á hell- inum og gaf á honum skil- merkilega lýsingu. Guðmundur kom fyrst í hell- inn haustið 1946, en þorði þá ekki inn í hann. Var vanbú- inn líkt og þeir Eggert og Bjarni. Réttu ári seinna kemur hann aftur í hellinn og fer enn á sömu leið fyrir honum, en haustið 1959 kemur hann tví- vegis í hellinn og hefur þá bæði mannslið og útbúnað til könn- unar. Hér fer á eftir lýsing Guðmundar á hellinum og til glöggvunar kort af honum og ljósmyndir: Eins og sjá má á 1. mynd, liggur hellirinn í austurvegg gilsins því nær í sömu stefnu og gilið, og er þar á kafla að- eins þunnt bergþil á milli. Á þessu þili sunnanverðu er hellis- munninn, lítið þríhyrnt op og heldur ógreitt inngöngu. Berg- bríkin, sem þar verður að klofa yfir, var nú í haust 65 cm. há yfir hellisgólfið fyrir innan. Hellirinn er alls 15 m langur (í stefnu N 8° A—S 8° V) og skiptist í þrjá hérumbil jafn- langa, en ólíka kafla: framhell- inn, miðhellinn (brekkuna) og innhellinn. Framhellirinn er með flötu, sléttu klappargólfi, JA3§t:S iSOJVD - JA3ÍES BOND - JAMES BO XD Njósnarinn og kvennagullið JAMES B0ND 007 - 007 í nýrri sögu: I þjónustu hennar hátignar JAMES BOND sögurnar seljast nú meira um allan heim en nokkrar njósnarasögur. I þjónustu hennar hátignar er komin i bókaverzlanir um allt land. JAMES BOJXD - JAMES BOJXD - JAMES BOJXD sem er þó hulið þunnu, vikur- bornu sandlagi í suðurendan-. um. í miðhellinum er gólfið: einnig slétt klöpp, en með. bröttum halla inneftir. Innst í honum er einkennilegur gúll upp úr klöppinni, líkur vel hálfri kúlu að lögun og um Vá m að þvermáli. Af honum er þverhníptur stallur, 2 m hár, niður innhellinn. Þar niðri er nokkurn veginn flatt gólf. En það er ekki úr klöpp, heldur lausagrjóti, sem líkist mest grýttri áreyri. Steinarnir virð- ast lítið eitt ávalir og brúnir þeirra slævðar rétt ámóta og í lækjaraurnum fyrir utan hell- ismunnann. Sams konar aur er einnig á smábletti í slakkan- um ofan við steingúlinn innst í miðhellinum. Um miðbik inn- hellisins er þessi grýtti aur hul- inn sandi. Það er þungur, svartur basaltsandur, vikurlaus að því er mér virðist, hreinn á yfirborði, en leirborinn þegar neðar kemur. Ekki gróf ég nið- ur úr honum, og er það raunar ágizkun ein að grýtti aurinn sé þar alls staðar undir. Hellisþak- inu hallar í aðaldráttum líkt og. gólfinu, nema í framhellinum, þar sem þakið lækkar til suð- urendans, svo að þar verður lágt undir loft. Veggir eru alls- staðar því nær lóðréttir næst gólfi, en ganga að sér þegar of- ar kemur og verða smám sam- an að þaksúð án nokkurra marka þar á milli, og koma súðirnar víðast saman í hvassri burst, svo að þversnið af hell- inum verður líkt og af bát á hvolfi. í suðurendanum er þak- ið þó hvelfdara. Yzta berglag- ið í öllum innveggjum hellis- ins, að meðtöldu þaki og gólfi, hefur bersýnilega bráðnað af hita eftir að sjálft hellisholið var til orðið. Blásvört, og gljá- andi bræðsluskán þekur bók- staflega allt fast berg inni í hellinum. Bráðið berg hefur dropið úr þakinu, runnið í taumum niður súð og veggi og hnigið undan halla á gólfinu (6. mynd). Sveinn Pálsson líkir rennslistaumum í þakinu við sperrur undir súð. En niður úr þeim hanga dropasteinar, sem allir eru stuttir og fremur ó- lögulegir, margir flatvaxnir. í framhellinum sér þess merki, að hálfbráðnaðar dropasteinstotur hafi slitnað úr þakinu, dottið niður og klesstst við gólfskán- ina. í innsta hluta hellisins skaga ávalir gúlar útúr hellisveggj- unum og hanga einnig niður úr þakinu, og einn, sem þegar er getið, liggur á gólfinu innst í miðhellinum, Þessir gúlar eru 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.