Fálkinn


Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 49

Fálkinn - 04.07.1966, Qupperneq 49
Donni gefur vinsælustu plötuna frá Hljóðfæraverzlun Sigríöar Helgadóttur sxJ* Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einljvcrs staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem hann velur sér eftir listanum liér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Drcgið verður úr réttum Iaúsnum. Vinsælar plötur í dag: 1. Like a Baby — Len Barry. 2. You Are a Better Man Than I — Yardbirds. 3. Instant Party — The Who. 4. Cheating — The Animals. 5. I Cant Let Go — The Hollies. Platan er á blaðsíðu Nafn:................................... Heimili: ............................... Ég vel mér nr............. Til vára nr. Verðlaun úr 20. tbl. hlaut: Halldór Sighvatsson, Otrateig 12. VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. • Leikið fjórhent Framh. af bls. 46. hverju-kvöldi svip; hvasst. Hún var líka mjaðmamikil, of mikið bakkelsi með bridginu. Svo þeg- ar hún sagðist ekki muna nafn- ið þitt i svipinn, væri það ekki Johnson eða eitthvað þess hátt- ar, þá ríghélt ég mér saman:“ „Það var rétt. Þakka þér fyr- ir.“ Margie var hugsi. „Veiztu hvað, það gæti verið eitthvað á bak við þetta, Milly. Einhvers konar fjölskylduerjur, til dæmis. Hún gæti verið ættingi Cory- fjölskyldunnar sem enn hefði horn í síðu Mansons fyrir að giftast inn í auðœfjn, sem Cory lét eftir sig. Eða hún gæti ver- ið gömul virikona Corys — fyrri eiginmannsin’s á ég við.“ „Leit hún út fyrir að vera kona af því tagi, sem Cory leggði lag sitt við? Það er sagt að Bruce Cory sé iifandi eftirmynd bróður síns. Var hún þess hátt- ar kona, sem líkur væru til að maður eins og Bruce Cory myndi — líta á?“ „Eftir því að dæma sem ég hef séð af honum, myndi ég svara neitandi — og það með hraði. Fötin hennar voru ekkert betri en mín. Það var ekkert at- hugavert við hana, skilurðu, en hún hafði ekki þá framkomu sem búast mætti við af konu, sem væri í tygjum við Cory eða Man- son. En það er ekki alltaf gott að reikna út pilta eins og Cory eða Manson." „Hvílik skarpskyggni," sagði MiIIy full aðdáunar. „Stórkost- legt!" Hún' tók fæturna niður af bókahillunni. „Rúmlega ellefu. Ég ætti að fara að leggja af stað.“ ! „Æ, bíddu. Ég á kaffi. Það er a hitaplötunni." Með kaffinu borðuðu þær kleinuhringi, sem brögðuðust betur en fjögurra hæða súkku- laðiterta vegna þess að þeir voru úr bréfpoka. Klukkuna vantaði tiu mínútur I tólf þegar Marge læsti búðinni á eftir þeim. Þær gengu saman að horninu og skildu þar. Mar- gie stóð eftir á gangstéttinni og horfði á Milly ganga mannlausa götuna og stefna á skemmti- garðinn. Granvaxin vera í regn- kápu með stórá regnhlíf, sem hvarf I mistrið og þokuna. Rign- ingin var orðin að sveimandi úða. Marge fór og reyndi að muna hvar hún hefði séð konuna, sem hafði áhuga á ungum hjúkrunar- konum. Þessi kona var komin á heilann á henni... Hún var ekki viðskiptavinur, sem rekizt haíði inn í eitt skipti, hugsaði Marge ákveðin. Það er ég viss um. Ef til vill einhver sem var nýfhitt til LarchviIIe. ein af þess- um konum sem standa við hlið- ina á manni í matvörubúðinni. Ef til vill. Græn kápa og hattur. Hvar sem steini væri hent út um glugga þetta árið, myndi hann lenda á sams konar kápu og hatti. Milly opnaði fyrir sér sjálí. 1 fordyrinu lifði á einu ljósi, Ijós- inu, sem þau létu alltaf loga þegar hún var úti. Það var merki til hennar um að festa keðjuna á dyrnar. Það þýddi að allir væru komnir heim. Hún hag- ræddi keðjunni, slökkti ljósið og læddist upp stigann. 1 efri ganginum voru dyrnar allar lokaðar. Nema dyrnar að herbergi Mrs. Manson, sem var fremst. Út úr þeirri dyragætt lagði Ijósbjarma, daufan, beinan geisla á dökka gólfábreiðuna í ganginum, eins og stíg í gegnum skuggana. Hún staldraði við í snyrtiherberginu og burstaði tennur sínar úr vatni einu sam- an, vegna þess að hún gat hvergi fundið tannkremið sitt. Regnið lak af kápunni hennar og regn- hlífinni svo hún hengdi þær á snyrtiherbergishurðina. Emma sat sofandi í stól sín- um við kulnaðan eldinn, en hún hafði lokið sínu vanastarfi við glerhurðina og skerminn. Milly brosti að skerminum, sem studd- ur var með stól og sessu. Eitt- hvert kvöldið myndi Emma nota kommóðuna líka. Hún gekk að rúminu. Mrs. Manson var vakandi, glaðvak- andi. Andlit hennar var hvítt og augun gljáandi. „Hæ,“ sagði Milly blíðlega, „hvað er nú á seyði?" Þá mundi hún að dyrnar fram á ganginn stóðu opnar og fór til að loka þeim. Hér á eftir að verða smávegis einhliða rifr- ildi sagði hún við sjálfa sig, en við þurfum ekki að láta allt hús- ið hlusta á það. „Hæ,“ sagði hún aftur, „þér hefur versnað i kvöld. Hvers vegna líður þér svona illa, elskan — Mrs. Manson á ég við?“ Mrs. Manson horfði í augu hennar. „Bíðum nú við,“ sagði Milly. „Eitt í einu. Það er eitthvað sem þér er illa við. Það sé ég. Jæja, við skulum sjá um það, við fleygjum því út, hvað sem það er. En fyrst verðum við að telja æðaslögin." Hún dró kaldar hendurnar upp undan ábreið- unni og hélt um annan máttlaus- an úlnliðinn. Það var eiris og ský drægi fyrir augun; síðan urðu þau aftur gljáandi. Þau gljáðu eins og augu í dýri, sem er fest í illa spenntri gildru. Milly hafði einu sinni séð íkorna ... Æðaslátturinn var of hraður. Hún hélt um kaldar hendurnar. „Þú ert hrædd,“ sagði hún. Ég veit það. En nú er allt búið. Milly er komin. Ég skil þó ekki hvers vegna þér ætti að vera svona kalt á höndunum, þú hef- ur nóg af ábreiðum og herberg- ið er alveg mátulegt. Kvíðin út af einhverju? Svona, svona, þú mátt ekki vera það.“ Hún sat á rúmbríkinni og talaði blíðlega og sefandi. „Ég er nokkurn veginn viss um hvað hefur gerzt,“ sagði hún. „Þig hefur dreymt illa. Og vegna þess að þú ert veik og tiltölulega ósjálfbjarga, þá gaztu ekki hrundið draumnum af þér. Þegar mig dreymir illa þá mun- ar engu að ég sparki sjálfri mér út úr rúminu og vakni æpandi. Það er óþægilegt, finnst þér ekki? En þetta kemur fyrir alla öðru hvoru, heillin — Mrs. Man- son, meina ég, þú ert ekki ein um það.“ Nei, ekki var það þannig. Að dæma eftir augum Mrs. Manson þá var það ekki draumur. Þau sögðu það, jafngreinilega og orð. Þau sögðust hafa séð eitthvað. Milly fann hroll niður eftir bakinu. Nú ertu búin að koma mér á lagið. Ekki svo að skilja að ég hafi ekki verið að búa mig undir það. Bein í kössum ... Ég þyrfti ekki mikið til að þora ekki að líta um öxl núna, jafn- vel á Emmu. Hún neri hendurnar gætilega. Þær voru jökulkaldar, en á enni Mrs. Manson perluðu svitadrop- ar. Gerðu eitthvað, sagði Milly við sjálfa sig. Reyndu að kom- ast til botns í þessu, en láttu hana ekki sjá að þú sért óróleg. Hún gat ómögulega hafa séð neitt. Það var ekkert að sjá. Ef til vill hefur hún heyrt... EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR (•hp&ko Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, FALKINN 49

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.