Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 6

Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 6
0 VERKALÝÐSBLAÐIÐ ÞORVALDUR ÁRNASON HEPUR TEKIÐ ÞÁTT I AÐ UNDIRBUA STOFNUN SAMEYLKINGAR UM ALÞtÐUMENNINGU Vidtal vidþorvald Arnason sp.: Hvaða starf haf- ið þið verið að vinna undanfarið Þorvaldur? .ÞÁ: Við höfum verið að imdirhúa stofnun hreyfingar, sem myndi efla alþýðumenningu. Við höfum í því skyni rætt mikið um menningu og list og m.a. reynt að finna út hvers konar menning þetta er sem okkur er boðið upp á og í hvers þágu hún er. Við álítum, að mikið af þessari menningu sem haldið er að okkur þjáni ekki hagsmunum alþýðu. Oft er þessi menning alþýðunni fram- andi og yfirleitt er boðskapurinn eða inni- haldið þess eðlis, að arðránsþjóðfélag það sem við nú búum viöý er tekið sem sjálfsagð- ur og óhjákvæmilegur hlutur. Þannig réttlætir pessi menning áframhald- andi kúgun alþýðufólks með pvi að útbreiða hug- myndir og siði kúgarans og spoma við frumkvæði hinna undirokuðu. Svo verður alþýðufólk yfir- leitt að borga fyrir pennan ósóma af takmörk- uðum fjárráðum sínum. Það er ]pví mjög brýnt að fólk bindist samtökum til að berjast gegn þess konar mennihgardrottnum, og fyrir vexti og fram- gangi alþýðumenningar. sp.: Er pá einhver alþýðumenning til? ÞÁ: Áður fyrr fyrir tilkomu nútíma fjölmiðla átti alþýðan sína menn- ingu, sem hún skóp sjálf í eigin þágu til að gera lífið bærilegra og ekki síður sem vopn í baráttu hennar gegn bæði erlendri og innlendri kúgun. sp.: ER þá þessi menn- ing liðin undir lok? ÞÁ: Nei en hún á vissu- lega í vök að verjast. Sú menning sem er drott- nandi núna, er ekki sköp- uð af alþýðunni sjálfri, heldur framreidd tilbúin og seld sem hver önnur vara og troðið upp í fólk með allskyns aug- lýsingarstarfsemi. Hinn gamli alþýðumenn- ingararfur er ennþá lif- andi meðal fólks, en kemur í allt of litlum mæli fram í dags- ljósið, heldur einangr- ast hjá einstaklingum og smærri hópum, einkum eldra fólki. Þetta ástand hindrar mjög, að hin gamla alþýðumenning get- ur þróast með þjóðfélag- inu og haldið gildi sínu sem menning alþýðunnar í dag og verið hvatning til samstilltra átaka við mörg knýandi vanda- mál nútímans og gefið alþýðunni sjálfstraust og gleði. sp.: Geturu nefnt dæmi um eitthvað úr gam- alli alþýðumenningu, sem mætti endurvekja og efla? ÞÁ: Rímurnar gætu verið eitt dæmi. Þær hafa verið óspart not- aðar af alþýðu hér áður fyrr, en nú er nær ein- göngu gamalt fólk, sem kveður rímur og lista- menn okkar kynslóðar gefa þessu varla gaum. Eg held að hvorki popp né synfóníur geti komið £ stað rímnanna. Rímsn er aðgengilegt form og auðvelt að flytjavið allskyns aðstæður, t.d. við vinnu. En það væri alls ófullnægjandi að fara að kveða gamlar rímur um gamlar hetju- sögur. Það þarf að yrkja um það sem skiptir máli fyrir okkur alþýðufólk í dag.,Eg nefni rímur- nar bara sem dæmi, ég gæti eins vel hafa nefnt revíur, þulur, alþýðu- bókmenntir O.fl. Svo má vissulega nota ýmsa hluti úr þessari menningu, sem verið er að troða upp á okkur núna og mörg okkar hafa tekið talsverðu ástfóstri við, þó að hún sé óheppileg og skaðleg alþýðu £ heild sinni. Eg tel að það megi t.d. nota margt úr popptón- listinni, ef henni er gefið innihald, sem sam- rýmist hagsmunum okkar alþýðufólks. sp.: Hvers vegna hef- ur menningin ekki verið meira notuð £ landhelgis- baráttunni, kjarabarátt- unni og gegn hernum og NATO núna upp á siðkast- ið? frh.bls.7 Plestir Islendingar nota 5 - 10 ár ævi sinnar til þess að fá sér þak yfir höfuðið. Húsnæðisþörfin virðist alltaf vera fyrir hendi, hvað mikið sem byggt er. Ný hverfi spretta upp með ofsahraða £ útjaðri borgarinnar, miðbærinn tæmist smám saman af fólki. Þess f stað koma skrif- stofur og verslanir, að ógleymdum hraðbrautunum. Af hendi yfirvalda er þessum framkvæmdum yfir- leitt hrósað hástöfum. Al- drei heyrir maður orð um hvernig lffskjör almennings versna jafnt og þátt, hvern- ig vandamál af ýmsu tagi vaxa innan steinsteypueyði- merkurinnar, ekkert um hvernig fólk vinnur sig hálfdautt við að fá upp húsið, - borgandi víxil með vfxli o.s.frv. Ekkert er ininnst á húsmæður sem þurfa að lifa allan daginn innanum kassana, með börnum og öðrum húsmæðrum. Ekkert um alla þá kflórnetra sem fólk'þarf að fara til vinnu, eða £ verslanir eða £ bfó o.s.f'rv. En stundum má heyra undrunarorð, og skammaryrðum um steinsteypu- eyðimörkina fjölgar. Það heyrist helst frá þeim, sem ekki þurfa ennþá að búa. þarna, en fyrr eða sfðar lénda þeir þar lfka. Hús- næðisskortur og fjárskortur gerir það fyrr eða s£ðar að verkum, að fólk er neytt til að flytja út £ svefn- hverfin. En cr vöxtur nýs borgarhverfis. er aðeins ein hlið þess skipulags, sem rikir f okkar borgar- samfélagi og þjóðfélaginu yfirleitt. Til þess að skilja hvað er f raun og veru að gera.st, verður að skilja hvaða öfl ráða £ þjððfélaginu. Hvaoa lögmál gilda um húsabyggingar og sfstækkandi borgir hjá okkur, eins og alls staðar f auðvaldsþjóðfélögum? Þvf verður reynt að svara í þessari grein og í grein- um sem birtast munu í næstu tbl. Verkalýðsblaðsins. Pyrst skulum við snúa okkur að forsendum ört stækkandi borgar og hlutverki hús- . bygginga f auðvaldsskipu- laginu. Á sama hátt og kapítalisminn átti upptök r;fn f borgum, verður borgir. nauðsynleg fcrsenda þess að kapítalíska þjóðfélagið geti dafna.ð áfram. Eftir að borgarasl'.éttin ryður sér til rúrns f íslensku þjóðfélagi og verður hin Hðsnædismák Eftirspurn orsök húsmeðisskorts? ráðandi stétt, færast .fram- leiðslutækin yfir á fárra hendur, og aðalathafna- sviðið verður í borginni. Þangað þarf fólk að sækja til þess að fá sér vinnu, þar verður fó.lk að búa. Auðherrarnir þurfa á vinnu- afli ver'kanannsins að halda. Á sama tfma og auðmagnið fær- ist yfir á æ færri hendur, stendur verkalýðurinn uppi og á ekkert nema sitt eigið vinnuafl að selja. Verka- fólk þjappast saman f stór- borgum, í kringum verk- smiðjurnar, sneytt eignum á landi og yfirráðum yfir framleiðslutækjum. Til þess að geta selt vörumar er nauðsynlegt fyrir auðherr- ana að til sé markaður og einhverjir til að kaupa þær, svo nefndir "neytendur", verkafólkið sjálft verður a.ð kaupa vörumar,sem það hefur framleitt,á okurverði. Þessir flutningar fólks til borgarinnar, sem eru þeir stærstu í sögu íslands, ganga á engan hátt, hömlu- laust fyrir s,ig. En ríkis- valdið er tækið sem ein- okunarauðvaldið notar til þess að gera lffið á mörgum stöðum á landsbyggðinni ill- þolanlegt. Eyrr eða síðar neyðiot æ fleira fólk til að hætta að búa og flytja til bæja, vegna "byggða- stefnu" ríkisvaldsins. Sam- þjöppun fólks £ þéttbýli hófst á Islandi uppúr alda- mótvm og hefur sfðsn þróast þannig að í dag búa um 60c/o íslensku þjóðarinnar á Stór-Reykjavfkursvæðinu. Ríkisvaldið notar margar leiðir til þess að þvinga fólk til flutningar af landsbyggðinni til þétt- býlisins, og þessi"stefna" þess tekur oft á sig ein- kennilegar myndir. Opin- berir aðilar hafa t.d. reiknað út, að 3.eggja beri niður Strandir. Þeir segja að svæðið "borgi sig ekki" lengur, skólar og vegir séu of dýrir fyrir svona fátt fólk. Engu að sfður er það þetta fólk, sem framleiðir rnest á einstakling á Islandi, Ekki er hugsað um hvað flutningurinn muni kosta, etv. vegna þess að þá byrði verður fólkið sjálft að bera. Enn fremur er notaður alls konar áróður til þess að sýna fram á ágæti þétt- býlisins og þá einkum Reykjavíkur. Hér er menn- ingarlíf, vöruval, frelsi o.s.frv. Allt þetta hefur einn tilgang, að blekkja almenning, fyrst vegna þess að auðherramir þurfa ódýran 'vinnukra.ft, og síðan fólk, sern getur keypt vörurnar, því kjami og uppihald "fagurs lffs" er vörur, nóg af vörum, auglýsingabrallið er skýrasta dæmi þess. Eólk verður sem sé að sækja vinnu sína í verksmiðjurnar og þjónustugreinar stór- borgarinnar og þetta er forsenda 'örrar þróunar borga nútímans. En lífskjör almennings versna við það, að vísu smám saman, en jafnt og þétt. Nú verður sagt frá, hvaða hlutverk húsbyggingar hafa I kapítalískri fram- leiðslu. Hús eru ein -af þeim vörum, sem framleiddar eru í kapítalísku þjóðfél- agi. En húsin lúta nokkuð öðrum lögmáluin en flestar vörur. Ilúsbyggingar eru enn á frumstigi hvað snertir tæknivæðingu við gerð þeirra Eramleiðendur húsbygginga nota mikið af hreyfanlegu vinnuafli. Húsaframleiðsla dregst saman á krepputlmum eins og t.d. á Islandi í £ dag. Þetta er ein þeirra greina, sem fyrst tekur að bera á atvinnuleysri f. Stærri verksmiðjur, senr frainleiða aðrar vörur, lúta ekki sömu lögmálum. Á Irepputímum geta þær ekki dregið úr framleiðslunni, nema í mjög litlu magni, en ef í hart fer, fara þær á háusinn. Svo er ekki um byggingariðnaðinn. Hann hefur þann eiginleika, að geta fylgt nokkuð sveifl- unum í atvinnulífinu, hann vex hratt á þenslutímum, en minnkar á krepputímurn. Það er þess vegna mikil- vægt fyri.r auðherrana að halda byggingariðnaðinum á lágu stigi tæknivæðingar, .sem einum af öryggisventl- unum. Hann gegnir mikilvægu hlutverki við að skipa kapítalfska þjóðfélaginu öruggari' sess. Með þetta í huga er líka hægt að skilja af hverju þe.ð er alltaf húsnæðis- skortur. Ef byggt yrði nóg af húsurn, mundu hús- byggingar brátt vera í lágmarki, þær er þá ekki hægt að nota til að taks á móti kreppum, sem eru óhjákvæmilega i auðvalds- skipulaginu. Það er hægð- arleikur einn að framleiða nóg af íbúðum, en það verð- ur aldrei gert meðan líf- dagar þessa skipulags eru ekki taldir. Afleiðing húsnæðisskorts er há húsaleiga og dýr hús. Það er stundað hús- næðisbrask, fasteignaskrif- stofur spretta upp, eitt snfkjudýr nútfmans. Jafn- frarnt því, sem byggingar- framkvæmdir gegna mikilvægu, hlutverki, eru þær höfuð- verkur auðherranna. Hús eru farin að verða einstaklega endingargóð og traustbyggð, þau verða 100 ára og j.afn- vel eldri. Þess vegna eru gróðamöguleikamir á þessu sviði takmarkaðir. Til þess að gera hús að vöru á borð við aðrar vörur þyrfti miklu hærra stig tæknivæðingar, þ.e. að framleiða hús f •fjöldaframleiðslu í verk- smiðjum, en það mundi aftur stangast á við það-hlutverk sem byggingaiðnaðurinn á að gegna: að taka á móti sveiflum - og svo koll af kolli. Þetta eru í stuttu máli helstu forsendur fyrir hröðum vexti þéttbýlisins á fslandi í dag, ,ásamt nokkrum orðum um hlutverk húsbygginga f auðvaldsskipu- laginu. Hér er um að ræða óumflýjanlegt lögmál þess þjóðfélags og verður ekki breytt fyrr það er afnumið.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.