Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 7

Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 7
LANDHELGISMÁLIÐ Rett eda rangt? KPl/ML/KSMl lætur líta svo út a5 samtökin hafi haft ranga stefnu t.d. í landhelgismálinu - en samt rétta grundvallarafstöðu til marx-lenínismans. Vegna sjálfsgagnrýni á röng atriði, hafi samtökin aldrei haft alvarlegri galla en rekja má til "lítill- ar þekkingar", "reynsluleysis", "lítilla tengsla við gamlar baráttuhefðir" 'o.fl. Hér er dæmi um stefnu KSML í einu aðalbaráttumáli íslenskrar alþýðu og verkalýðs: (úr Stéttabaráttunni) Feb. 1972 - Borgarastéttin færir ut einokunarsvæði sitt. Mai 1972 - Um égnun þjóð- legs sjálfsákvörðunarréttar Islands er ekki að ræða í landhelgismálinu. April 1972 - Afstaða okkar .. er I samræmi við utan- ríkisstefnu Kína .. við tak- mörkum stuðning okkar við að styðja hinn þ;;óðlega rétt islendinga til útfærsl- unnar. Mars 1973 - Með kröfunni um náttúruvernd á verkalýður- inn að hafa vit fyrir borg- arastéttinni og vernda þann- ig sjálfstæða tilveru hennar og arðránsmöguleika. Apríl 1973 - Landhelgisút- færslan er barátta borgara- stéttarinnar ;fyrir auknum gréða. Vemdun fiskimiða - éhugsandi í auðvaldsþjóð- félaginu. Maí 1973 - Landbelgismálið sem barátta milli heims- valdastefnu og alls þorra alþýðu..eru svik. Sjálfs- ákvörðunarrétturinn er 6- viðkomandi landhelgismál- inu..baráttan stendur um niðurrif auðvaldsins.og stofnun alræðis öreiganna. Feb. 1974 - Vígorðin Island úr NATO - berinn bur't eru . .andstæð alþjóðahyggjunni. Ágúst 1974 - Grein um af- stöðu Kína til landhelgis- málsins, ekki orð um KSML. Júni 1975 - Krafa um sxuðn- ing við 200 mílurnar frá Akureyri í umræðudálki Stéttabaráttunnar. Okt. 1975 - Tillaga að á- lyktun stofnþings KPI/ML um heimsvaldastefnu - ekki or^ um landhelgismálið. Des. 1975 - Viðbót við til- löguna. Stuðningur við 200 mílna fiskveiðilögsögu og 200 mílna landhelgi. Maí '73 - .iúní x75 - Ekki orð um landhelgismálið og KSML. ■Sem sagt:1972 - 73 er afstaða KSML greinilega alröng og glæpsamleg. Frá miðju ári '73 - ársloka 1975 er þögn ríkjandi í aðalatriðum. 1 stefnuplaggi KFI/ML stendur hins vegar: "Þessi afstaða er svo leiðrétt þegar baráttan fyrir 200 mílunum hefst og þá tekin rétt afstaða". (bls.23) Baráttan fyrir 200 mílunum hefst fyrri hluta árs 1975. EIK(m-l) studdi hana réttilega á réttum for- sendum. KSML þagði. Rétt afstaða KSML verður til um áramótin 1975 -'76 á pappírnum. En skipulagning fjölda- baráttu í málinu er afstaða EIK(m-l) einna í ársbyrjun. Félagar í KFl/ML, ber ofangreint vitni um að grund- völlur KSML hafi verið marx-lenínisminn? KSML hafa nú stofnað flokk sinn - KFl/ML og sent frá sér stefnuyfirlýsingu. I fréttatilkynningu EIK (m-1) um stofnunina segir að KEI/ML sé ekk.i marx- lenínískur kommúnistaflokkur og ekki stofnaður til framgangs marx-lenínismans á Islandi. Nýi flokkur- inn segir nú EIK(m-l) "berjast gegn flokki verka- lýðsins", stunda "einangrunarstefnu", "skemmdar- verkastarfsemi" og"rógsherferð" gegn flokknum. Allt stafar þetta af því að EIK(m-l) og Kommúnistasam- tökin sameinuðust ekki um flokksstofnun. Hver er orsökin? Hún er höfuðatriðið. Hún er pólitísk og stefnuleg. Það er þetta sem skiptir höfuðmáli, ekki hneykslunaróp, þau eru hin sömu og Alþýðubanda- lagið viðhefur við KSML eða EIK(m-l), Alþýðuflokk- urinn við Alþýðubandalagið o.s.frv. I nýútkomnu stefnuplaggi KFl/ML segir að ekki hafi getað orðið úr sameiningu EIK(m-l) og KSML vegna "alæmra starfsaðferða" EIK(m-l). Hvílíkt og annað eins - hvað er nú orðið um allan' ágreining- inn? En KFI/ML mun takast illa að fela sannleik- ann um undanfara flokksstofnunarinnar. Auk þess sem hér fer á eftir mun EIK(m-l) birta öll bréf samtakanna,er varða flokkinn, I RAUÐLIÐAUUM - tímariti EIK(m-l). AFSTAÐA EIKIm-ll: HINN NÝI FL0KKUR 1. Skilyrði flokksstofnunar EIK(m-l) setti sem skil- yrði að samtökin næðu grund- vallareiningu í fræðikenn- ingu marx-lenínismans. ein- ingu varðandi skipulag flokksins og grundvö'll bar- áttustefnu dagsins í aðal-' atriðuro (samfylkingaraðferð- ina). Við'þetta skyldi miða dagsetningu og undirbúning flokksstofnunar. Að auki skyldi flokkurinn hafa tengsl bið framsæknasta hluta verkalýðsins og sam- eina íslenska marx-lenínista við stofnun. KSML neitaði þessu og þar við sat. KSML mið'aði ekki starf sitt við þetta, heldur eigin hag. Slikt er og var hentistefna, andstæð lenínisma og réttri flokksbyggingu. 2. Saga KSML og EIK(m-l) EIK(m-l) hafa aldrei viðurkennt KSML sem marx- lenínísk samtök. I fyrsta lagi ráku KSML alranga bar- áttu stefnu í tæp þrjú ár (þau viðurkenna það). Slík samtök geta ekki haft rétta afstöðu til marx-lenínism- ans. I öðru lagi telja sam- tökin sig einmitt hafa verið marx-lenínísk frá upphafi og EIK(m-l) þar með"klofn- ingssamtök"(1975). Afstaða KSML til stéttanna, s.jálf- ræðis landsins, samfylking- araðferðarinnar o.s.frv., var alröng og "vinstri" endurskoðun á marxismanum. Réttlæti einbver þá endur- skoðun á grundvallaratriðum sem "marxisma" er hann hentistefnumaður og endur- skoðunarsinni hvaðr sem hann kann að segja annað, apa eftir öðrum eða finna út sjálfur. KFl/ML fetar í fótspor KSML og miðar EIK (m-1) afstöðu sína við það. 3. Samher.jar og andstæðingar Stéttgreining - þ.e. at- hugun á því hverjir eru samherjar verkalýðsins og hverjir ekki - er undir- staða langtímar-og skammtíma stefnu flokks. Fyrstu drög eru óhjákvæmilegur hluti stefnuskrár. Þau verða til við mat á baráttureynslu og beitingu marx-lenínism- ans á þióðfélagsþróunina. EIK(m-l) og KFI/ML (KSML) voru og eru ósammála um hvað er verkalýður og hvað ekki - t.d. halda KSML þeirri firru fram að skrif- stofuþrælar, afgreiðslu- fólk, fólk af tegund póst2- bera o.s.frv. (10-20þús. manns) séu ekki verkalýð- ur. KFI/ML sleppir stétt- greiningu í stefnuskrá sinni. En að miða flokks- stofnun við að ná samstöðu um nothæfa stéttgreiningu SEM EIK(m-l) RÆÐUR YFIR var"ekki mögulegt" skv. KSML. Nýi flokkurinn fjall- ar heldur hvergi um ein- okunarauðvaldið sem höfuð- andstæðing verkalýðs og vinnandi alþýðu. Hann fjallar ekki um baráttuna gegn endurskoðunarstefn- unni í eigin röðum eða utan þeirra I stefnuskránni. En bandalagi vinnandi alþýðu undir forystu verkalýðsins, sem"klofningssamtökin" EIK(m-l)stofnskrárbundu, er hampað'. sem grundvallar- atriði KFl/ML. Þessi þrjú atriði eru, voru og verða höfuðatriðin í baráttu EIK(m-l) fyrir sameiningu íslenskra marx- lenínista. Geri KFl/ML sjálfsgagnrýni og geri upp við hentistefnu og endur- skoðunarstefnuna sem í þeim fel.st, nær marx-lenínisminn yfirhöndinni I samtökunum. Fylkingin á biðilsbuxum /fýEKK/l Fvlfe FCje. 1' V EfteFALi.) VB'VjiVA V B-A-ö - hf-Vn/ 'ik M-'crru Au.9- Ty\.-p V/VlNOt' 2. 'pg Lo lerk uu M Ú(l N^I6T/\ FykiaJótíaj- T(L P1 0L/./VAJÚ í ) I® v ITI í> - <5 o's (4Liá m/a/a/ ee Alþjóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku (WFDY) heitir klúbbur nokkur sem stjórnað er af flokkum sem styðja kerfi undirokunar og arðráns í Sovétríkjunum. Þar er stórum hópum æskufólks beitt til að fá "fjöldastuðning" við fals- anir Kremlverja á marx- ismanum og heimsvaldast*- efnu: Meðal afreksverka WFDY er að styðja inn- rásina í Tékkóslóvakíu 1968 og ögranir Sovét- manna á landamærum Kína og Sovétríkjanna. Öðru hverju heldur WFDY heimsþing. Þá er mikið um dýrðir og blygðunarlaus áróður um "frelsi, frið og fram- farir" I Sovétríkjunum og fylgiríkjunum slær glýju í augu fólks. Alþýðubandalagið er ákaflega hrifið af WFDY, en Fylkingin slær því þó við. Fylkingin er nefnilega aðili að WFDY og þiggur nú boð um að senda 5 manna sendinefnd á þing í Póllandi. "Bar- áttusamtök kommúnista" sóma sér áreiðanlega vel innan um hálf-fasísk sam- tök á borð við æskulýðs- samtök téMeneska "kommún- istaflokksins" - enda lýsti Björn Arnórsson félagi Fylkingarinnar og Alþýðubandalagsins því yfir á liðsfundi herstöðv- aandstæðinga, að rétt væri að "styðja innrás Sovét I Tékkóslóvakíu, að því marki sem hún verði ávinn- inga Októberbyltingarinnar". Allar byltingar hafa í raun feykt trotskistum úr augsýn, svo aS það er alveg eins gott fyrir Fylkinguna að eiga góða að. frh af bls 6 Viðtal.... ÞÁ: Ætli það áe ekki vegna þess að samfylk- ing um alþýðumenningu er ekki tekin til star- fa ennþá. Reyndar hefur aðeins borið á því að fólk beiti menningunni í þessum bai’áttumálum en þaðvantar samtök til að efla þá viðleitni. Framsækin alþýðumenning, sem örfar markvisst bar- áttufólks fyrir betra þjóðfélagi, hefur verið í mikilli lægð undanfarið og ég álít að samfylk- ing um alþýðumenningu geti ráðið þar bót á. sp.: Hvemig verður starfseminni háttað? ÞÁ: Aðalstarfið verður unnið í hópum, sem taka fyrir ákrveðin verkefni eða verksvið. og vinna væntanlega að rannsóknum, gagnrýni og gerð tillaga til úrbóta og listsköp- un, allt eftir efni og ástæðiun. Síðan verður stjðm sem sér um nauð- synlega samræmingu og skipulagningu. sp.: Hvað er svo fram- undan? ÞÁ: Það er búið að gefa út fjölritaðan bækling með drögum að stefnuskrá fyrir samfylkinguna og greinagerð méð henni. Nú þegar hefur hluti þess fólks, sem vann að gerð stefnuskrárdraganna, stofnað tvo starfshópa og verða stofnaðir fleiri þegar fleiri koma til starfa. Annar hópurinn mun fjalla um barnabæk- ur, en hinn um tónlist og jafnframt munu þessir hópar vinna að því að undirbúa formlega stofnun samfylkingarinnar, sem á að gerast í haust. Eg við hvetja alla þá, sem vilja vinna að fram- gangi framsækinnar al- þýðumenningar að koma til starfa. Undirbúnings- hópurinn heldur fund á Bræðraborgarsfíg 1 efstu hæð, þrið jugaginn 2o júlí kl 20.30. þangað em allir velkomnir sem áhuga hafa Októoer SENDIÐ PANTANIR; 0KTÖBER F0RLAGIB, PÖSTHÖLF 541 AKUREYRI EDA PÖSTHÖLF 5186 REYKJAVIK. KYNNIÐ YKKUR ÚTGÁFUEFNI OKTÓBER FORLAGSINS 1. Samþykktir fyrstu sam- eiginlegu ráðstefnu nor- ænna marx-lenínista. 2. Afstaðan til Stalín. 3. Gegn trotskisma og "vinstri"-róttækni. 4. Fangelsisdagbók - ljóð Ho Chi Minh. 5. HVAÐ BER-AÐ GERA? - Bæklingar. Ut eru komnir tveir: Sá fyrri fjallar um stefnu EIK(m-l) í kjara- málum,sá síðari um si.einu EIK(m-l) í landhelgis- Baráttuleið alþýðunnar er málinu. uppseld hjá forlaginu og 6. Fram til stofnunar verður bókin endurútgefin Kommúnistaflokks íslands - eftir ítarlega yfirferð. Hvað vill EIK(m-l)? Álykt- END.RÚTGÁFAN ER VÆNTAN- anir 2.1andsþings EIK(m-l).LEG I ÁGÚST. 7. Tímaritið RAUDLIÐINN - fræðilegt málgagn EIK(m-l). Þeir sem kaupa allt efni OKTÓBER-forlagsins fá 20% afslátt.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.