Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 2

Verkalýðsblaðið - 01.07.1976, Blaðsíða 2
AHÐRÆNDIR OGKÚGAÐIR ALLRA LANDA SAMEINIST l vmmímim málgagn einingarsamtaka kommúnista imarx-leníhistai RITSTJ. OG ABM.ALBERT EINARSSON. Z VERKA |M mi ■ mm Mlnim VERKALÝÐSBLAÐIÐ BARATTA EÐA UPPGJÖF EIK(m-l) fordæmir samn- inga þá sem íslenska ríkis- stjórnin og tiresku heims- valdasinnarnir gerðu sín í milli um veiðar Bresta inn- an 200 mílna fiskveiðilög- sögu Islands. Samningarnir hljóða uppá áframhaldandi veiðar Breta þegar ljóst er að um eins mánaðar veiðar fylla endan- lega kvótann sem íslenskir fiskifræðingar töldu leyfi- .legt að taka af íslenskum miðum allt árið 1976. LEIÐARI Með íslenskri rányrkju og hreskum veiðum er því ljóst að rányrkja á Islandsmiðum vex fremur en minnkar. Gegn þessu standa kröfur verkalýðs og vinnandi al- þýðu: - að varinn sé réttur Is- lands til nýtingar eigin náttúruauðlinda og honum heitt í J)águ alþýðu. - raunverul-ega fiskverndun og baráttu gegn rányrkju erlendra stórvelda jafnt sem rányrkju íslenskrar stórútgerðar. - að engir samningar um veiðiheimildir séu gerðir við erlend ríki og full yfirráð verði yfir 200 mílum í verki. - barist sé fyrir fiskvernd- un - gegn rányrkju erlendra stórvelda jafnt sem rán- . yrkju ísl. stórútgerðar. En engin ríkisstjórn getur bari-st fyrir þessum kröfum - aðeins alþýðufjöldinn. EIK(m-l) hefur gert margar tilraunir til skipulagningar fjöldabaráttu og stofnunar virkrar baráttufylkingar £ þessu máli. Það starf mun halda áfram eftir svika- samningana. Baráttan er rétt hafin. Meginorsök stefnu ísl. ríkisstjórnarmnar og hús- bóndanna úr hópi einokunar- auðvaldsins er að finna í gróðasókn auðvaldsins og útþenslu þess. Ríkisstjóm- in vildi að bókun 6 í tolla- samningi Efnahagsbandalags- ins og Islands tæki gildi. Samningurinn hljóðar upp á vænleg kjör fyrir útflutn- ingsaðila, svo sem auðhring- ana SH, SIS og íslenska ríkisauðvaldið. Bókun 6 átti ekki að taka gildi fyrr en "viðunandi"lausn fengist í fiskveiðideilunni. Síðan ætlar EBE-auðvaldið að gæta hagsmuna breskra stéttar- bræðra við nýja samninga um næstu áramót. Þannig seldi íslenskt auðvald hluta af lifibrauði alþýðu fyrir hag arðræningjanna og út- flutningsbraskaranna. Að auki er svo borgarastéttin og ríkisvaldið lafhrætt við vaxandi. baráttu og andstöðu verkalýðs og vinnandi alþýðu, Vaxandi andstaða við HATO og bandaríska herinn er þeim þyrnir í augum. Samn- ingana varð því að gera til að bjarga því sem bjargað varð-um stund. Allar blekk- ingar um "sigur Islendinga" og viðurkenningu Breta á 200 mílna - lögsögunni hrökkva þó skammt. Stefna stjórnarandstöðu- flokkannar er stefna upp- gjafar og þingsalagaspurs. Þeir hafa kæft allar fjölda- skipulagningu og baráttu I pappírs og nefndarfargani. Þeir hafa dregið fólk á asnaeyrum, hvatt til and- stöðu en setið aðgerðar- lausir með hrópum um nýja "vinstri" stjórn. En sú síðasta slíka stóð einmitt í samningamakki við Breta. Útifundurinn á Lækjar- torgi 2.júní, sýndi ljós- lega að fjöldinn hefur yfir- gefið sjálfskipaða alþýðu- vinina , enda fundurinn hald- inn eftir samningsgerð. Allt stórskotalið stétta- samvinnunnar gat dregið 2000-3000 manns á Lækjar- torg. Þeim mun fækka. EIK(m-l) hélt innifund 29.maí. Þar mættu um 40-50 manns. Undirbúningsnefnd að stofnun liðsmannasamtaka í landhelgismálinu varð til á þessum fuiidi og hélt annan fund 3.júní, þar sem enn bættist við folk. Þetta er vísir að fjöldabarátt- unni. Er þess skammt að bíða að undirbúningi ljúki - þá sigra framsæknir -ein- staklingar andstæðinginn með samfylkingu sinni. Styðjið fjöldahreyfinguna. Baráttan á hafréttar- ráðstefnúnni hefur afhjúpað drottnunarstefnu heimsveld- anna og gróðakapphlaup. Risaveldir., Bandaríkin og Sovétríkin, eru andstæð baráttu okkar - óvinir sjálfræðis, frelsis og sjálfsbjargar. Þau sækjast eftir yfirráðum yfir hafinu, rányrkju náttúruauðæfa, arðráni á alþýðu og beita aðferðum styrjalda og undir- róðurs. Barátta okkar fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu og landhelgi er því barátta gegn íslenskri borgarastétt gegn breskum heimsvalda- sinnum og gegn risaveldunum. EIK(m-l) leggja sitt af mörkum til að sameina verka- lýð og vinnandi alþýðu á samfylkingargrunni gegn ó- vinunum. Undir leiðsögn marx-lenínismans/ kenninga Mao Tsetungs og forystu öreiganna - er fjöldinn ósigrandi. - Gegn samningum við Stóra- Bretland og EBE - Bresk skip úr fiskveiði- lögsögunni - Island úr NAT0 - herinn burt - Eining og barátta gegn heimsvaldastefnu og risa- veldunum. Myndin sýnir eina járnblendiverksmiðju ELKEM-SPIGER- VERKET.Bæði mökkurinn og yfirráð auðhringsins eru hættuleg verkalýð og vinnandi alþýðu(Klassekampen'76) ELKEM * STÓRIÐJA Eitt þeirra einokunar- fyrirtækja sem boðið er velkomið til að stunda rányrkju á íslenskum auð- æfum er norska auðfyrir- tækið Elkem-Spigerverket. Auðhringurinn Union Carb- ide hefur hætt þátttöku sinni í fyrirhugaðri málmbræðslu í Hvalfirði, vegna slæms útlits á sölu kísiljárns, að eigin sögn. 1 raun er það vegna þess að U.C. sér ekki fram á að geta háfað inn hámarks- gróða á stuttum tíma, vegna þess að nægar birgð- ir eru fyrir hendi á mark- aðnum, sem afleiðing af kreppuviðbrögðum auðvald- sins. Elkem-Spigerverket er vaxandi auðhringur, , sem spilar djarft um leið og hann hefur baktryggingu I olíuauð- æfum Noregs,þar sem hann getur matað krókinn. Elkem-Spigerverket er 3 stærsti auðhringur Noregs og ört vaxandi auðhringur. E-S er hluti svokallaðs Astrups-hóps en í honum eru flest stærstu auðfyrirtæki Noregs. Umsvif ES eru mikil og milljarðavelta árlega. ES rekur fjöl- mörg dótturfyrirtæki og er stór hluthafi í enn fleiri fyrirtækjum bæði í Noregi og öðrum löndum. Hvað sækir ES hingað til lands? ES er boðið það sama og öðrum erl- endum auðhringum. Ödýr orka og ódýrt vinnuafl. Varla er hægt að tala um sölu á raforku til málmbræðslu hérlendis, nær er að tala um að orkan sé gefin. Pordæmið er orkugjöfin til Alvers- ins. Vinnuafl hérlendis er með því alódýrasta sem til er í Evrópu. 1 samanburði við Noreg er ísl. vinnuafl hrein gjöf til ES. Stéttasamvinna ASl-forystunnar er sú trygging sem ES hefur gagnvart því að ekki minnki gróðinn við að kaupið hækki. Þar hefur ES langa reynslu til að dæma um. HOLLENSKT EIN0KUNAR- AUB v ALD 0G BLÖMARÆKT. Jarðhiti er ein þeirra orkulinda sem enn hefur ekki' verið nýtt að ráði til iðnaðar. Nú eru uppi áætlanir um að reisa stóriðju sem byggir á þessari orkulind. Hér eru einnig erlendir ein- okúnarauðhringar á ferð og hyggjast auka gróða sinn-á'því að nýtaþessa orku til blómaræktar. Hollenskir auðhringir með einokunarauðhring- inn Phillips í fararbr- oddi eru boðnir velkomnir af íslensku einokunar- auðvaldi og ríkisvaldi þess, til þess að færa sér 1 nyt íslénska orku- gjafa. - - Hér er ekki um að ræða íslenska stóriðju frekar en fyrirhuguð málmbræðsla í Hvalfirði eða Álverið í Straumsvík, heldur erlenda. stóriðju á Islahdi. Það eina sem lagt er af mörkum hér- lendis er ódýr orka og ódýrt vinnuafl. Öll full- vinnsla og þar með stæ- rsti hluti verðmætasköp- unarinnar fer fram í verksmiðjum auðhringanna erlendis, allur markað- urinn er erlendis og honum ráða einokunarauð- hringirnir. Það verða því einokunarauðhring- imir sem hirða gróðan og íslenska einokunar- auðvaldið fær að sjálf- sögðu eitthvað fyrir sinn snúð - fyrir að selja landið. EFLUM BARÁTTUNA GEGN ERLENDRI STGRIÐJU Á IS- LANDI - LÁTUM EKKI IS- LENSKA EINOKUNARAUÐVALD- IÐ KOMAST UPP MED AD SELJA LANDIÐ OKKAR. Á síðustu árum árum hefur andstaða alþýðunnar gegn'gegndarlausri rán- yrkju á fiskistofnunum magnast svo að nú vantar aðeins herslumuninn á að víðtæk baráttusamfylking alþýðu fari af stað til verndar gegn allri rán- yrkju á fiskistofninum. Þar ber tvennt til. Rán- yrkjan hefur höggvið mjög svo nærri rótum sjálfs tilverugrundvallar íslen- sku alþýðunnar og and- stæðingurinn hefur gerst áleitnari en nokkru sinni áður og vakið alþýðuna til baráttu. Við sjáum afrak- stur rányrkjunnar í horfn- um síldartórfum án þess þó að rányrkjan hafi fært alþýðunni betri kjör, heldur eru það íslenskt og erlent auðvald sem hefur hirt eróðan, En fiskistofnamir I hafinu eru ekki einu' nát túruauð 1 ind imar sem við íslendingar eigum. Orkulindir í ám og jarð- hita eru líka náttúru- auðæfi. Þegar aúðæfi hafsins nú þverra óðum vegna rányrkju auðvalds- ins, snýr það sér að orku- auðæfum landsins og ísle- nska einokunarauðvaldið er ekki seint að sjá að þar er opinn möguleiki á að græða stórfé á að selja erlendum auðhringj- um afnot af íslensku orkulindunum. Þeir er- lendu auðhringir sem hingað sækja ódýra orku og ódýrt vinnuafl gera það með sama hugarfari og breskt og v-þýskt út- gerðarauðvald sækir skjót- fenginn gróða á fengsæl fiskimið. Með því að selja er.lendum auðhringjum afnot af landi okkar er íslenska einokunarauðvald- ið og ríkisvald þess að selja þeim yfirráð yfir landinu okkar og yfirráð yfir íslensku vinnuafli. Hvoiugt nýtist íslenskri alþýðu til uppbyggingar sjálfstæðs efnahagsís- lenska þjóðríkisins, sem þó er ein forsenda þess að íslenska alþýðan verði einhverntíma herra í eigin húsi. Islenska einokunar- auðvaldið slær fram tölum um miljarða hagnað af landsölunni. Þetta gerir það til þess að kasta ryki I augu alþýðunnar, til þess að telja henni trú um mikinn hvalreka fyrir "þjóðarbúið". Þetta er einber blekking eins og allir landhelgissamn- ingar sýna, eins og sam- ningurinn um Álverið sýnir. Samt skulum við ekki loka augunum fyrir því að hér eru milljarð- ar á ferð. Islenska ein- okunarauðvaldið hefur aldrei þurft að óttast að tapa á landsölunni, fyrir hana fær það miljarða. Samningarnir við breta og v-þjóðverja, samningar- nir við erlendu áuðhring- ana um afnot af náttúru<- auðlindum okkar, lýsa ekki undirlægjuhætti íslensku ríkisstjórnarinnar né ís- lenska einokunarauðvald- sins, heldur eru þessir samningar gerðir I fullri vissu um vænlegan gróða. Þetta segir okkur að í baráttunni gegn rányrkju, hvort sem er á fiskistofn- unum eða öðrum náttúruauð- lindum, eigum við ekki í höggi við lyddur sem lyppast niður sé á þær ýtt heldur hagsmunahóp sem sér sér hag í að selja erlend- um auðhringjum afnot af náttúruauðlindum okkar. Þessi hagsmunahópur er fyrst og fremst íslenska einokunarauðvaldið og bandamenn þess I ríkis- valdinu íslenska. Gegn þeim verðum við að beina spjótum okkar. ÞAD VERDUR AÐ STÖÐVA landssöluna; 1 ★ ARÐRÆNDIR OG KtíGAOIR ALLRA LANDA SAMEINIST! MÁLGAGN EININGARSAMTAKA KOMIVIÚNISTA IMARX-LENÍNISTAI ÁSKRIFTARVERD ER: Heilt ár - 6oo kr. 1/2 ár - 3co kr. LAUSASALA: 100 kr. UTGEFANDI: Einingarsamtök kommúnista(marx-lenínista) PÖSTFANG: Pósthólf 5186 - Reykjavík AÐSETUR: Laugavegur 178 - 2.hæð sími 8421o/359o4 frhafblsl. VERKFALL.. . almennra launavinnumanna. Utkoma síðustu kjarasamn- inga þýddi fyrir þá kyrr- stöðu í krðnutölu að meðaltall og stórfelldar krónulækkanir fyrstu 2 árinT Þessu veldur það algjöra neyðarástand sem er á samningsmálum iðn- nema, en þau eru falin - ASl - VSI til einhliða ráðstöfunar, án fyrirvara um samþykki iðnnemafél- aganna. Samningsréttur iðnnema er núll komma enginn. Ástandið breytist ekki nema með eigin baráttu iðn- nema - í einstökum fél- ögum og á einstökum vinnustöðum. EIKCm-l) ÖKRIFSTOFA SAMTAKANNA ER . NU AÐ LAUGAVEGI 178,2.hæð. SlMINN ER: — 84210 — ★★★★★★★★★ I SUMAR VERÐA OPNUNAR- Námsstarf EIK(m-l) í TlMAR SEM HER SEGIR: marx-lenínismanum er Föstudagar: kl.17 - 19. undirstaða undir bar- áttu.' SKRÁIÐ YKKUR .' Laugardaga: kl.14 - 16 LESENDUR: ARIÐANDI ■.. TILKYNNÍNG FRÁ VERKALtDSBLAÐINU: Þetta tbl.VERKALTDSBIoAÐSINS er tvöfaltjþ^e. júni og júll-blöðin saman.Orsökin fyrir þessu er tvíþætt,að- setursskipti og sumarleyfi starfsmanna.Blaðið biðuí' lesendur og áskrifendur velvirðingar og vonar að dráttur á útkoinu sé bættur með fjölbreyttu og miklu efni.Við minnum ákrifendur á að greiða áskrift,ef . þeir skuldá'hana,með. póstávisun eða á gíró 12200.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.