Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 3

Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 3
I4<tbl. l4.-27.ágiist 1979 VERKALÝÐSBLAÐIÐ 3 GERUM STÉTTARFÉLÖGIN AÐ BARÁTTUTÆKJUM —Viötal viö Guönýju óladottur VAR SAGT UPP MED EINS DAGS FYRIRVARA Gangastúlkuj sem ráöin var til afleysinga £ einn mánuð á deild 8 á Landspít- alanum, var fyrir skömmu sagt upp fyrirvaralaust, þótt sá tími sem hún réði sig til vjeri ekki liðinn. Verkalýðsblaðið hitti hana að máli og innti hana eftir aðdraganda uppsagnarinnar. - Ég var ráðin til afleys- inga £ einn mánuð og átti að vinna til 18. ágúst. Ég hafði einnig hug á að vinna þarna lengur fram á haustið ef eitthvað losnaði. Þegar ég fékk ekki kaupið mitt fyrir júlx fór ég og talaði við forstöðukonuna, Þá sagði hún að ég yrði að hætta, ég ætti að vinna næsta dag og hætta svo. Hvernig var ráðningarsam- ningi þínum háttað? — Það var skriflegur sam- ningur og ekkert nefnt við mig að ég mætti eiga von á þessu, fyrr en sama daginn og mér var sagt upp. Þá sagði forstöðukonan mér að komutilkynning mín hefði verið send til baka. Hvernig brást samstarfsfólk þitt við? - Ein konan á deildinni fór t.d. fyrir mig og talaði við AOalheiði í Sókn. Ég vil taka það fram, að ég var mjög ánægð með vinnustaðinn og móralinn þar og þðtti því sleemt að vera látin hætta. Var þá fækkað á deildinni með því að segja þér upp? - Nei, það var önnur mann- eskja látin taka við af mér. Hún var áður a skuröstofunni og búin að vinna f mánuð. HÚn átti að vinna þangað til konan sem ég leysti af kæmi úr fríinu. Fær hún þá að halda áfram þarna? - Ég býst ekki við þvx en hún hafði áhuga á að fá vinnu við spítalann. Hún verður sennilega látin liætta þegar hin konan kemur. á að fækka á deild 8 bar sem þú vannst? - Það er talað um að draga saman .en það hefur ekkert verið gert ennþá. Finnst bér að bað megi fækka? - Síður en svo. Á þessar.i deild þarf oft að sitja yfir sjúklingunum og það er aðeins ein gangastúlka á vakt. Það er algjört lág- mark eins og það er núna. Hvað ætlar bú að gera núna. hefur þú fengið aðra vinnu? - Nei, ég hef ekkert fengið ennþá. Ég ætla að fara og tala við þær hjá Sókn til að komast að þvx hvaða rétt ég hef. Ég var ráðin. til á- kveðins tíma en sxðan sagt upp fyrirvaralaust. Auk þess hef ég ekki enn fengið kaupið mitt en ég hef heyrt að það eigi að borga mér tfmavinnu, sem þýðir að ég fæ ekki greidda þá frfdaga sem hinir fá. Ég held að það sé ekki rétt að láta traðka svona á sér. Frá ritstjáf'n Sú meinlega pólitfska villa slæddist inn f myndatexia með annars ágætri grein, að níu menn (rfkisstjómin) réðu ríkisvaldinu. Þetta er alvarleg villa, sem er á ábyrgð rit- nefndar, en ekki höf- undar greinarinnar. Ríkisvaldinu ráða að sjálfsögðu ekki neinir níu einstaklingar. Væri það svo, væm kenni kenningar Allaballa rétt- ar um l,friðsajnlega11 þingpæðislega leið til sósíalismans. Rfkisvald- inu ræður auðvaldið, og það telur allnokkru meira en þá einstakl- inga, sem sitja f rfkis- stjóm hverju sinni. Þetta leiðréttist hér með, skv. aðsendri ábend- ingu. Ritnefnd. 21 • águst- hreyfingin lögð niður* Fimmtudaginn 2. ágúst sl. var haldinn fundur í 21. ágúst-hreyfingunni. A dagskrá var aðallega eitt mál - hvort leggja bæri hreyfinguna niður. Við höfðum samband við Trausta Hauksson f stjórn hreyf- ingarinnar og spurðum hann, hvað hefði verið ákveðið. Hann sagði okkur að það hefði verið samþykkt að leggja hreyf- inguna niður. Ástæðurn- ar fyrir því kæmu fram í samþykkt, sem gerð hefði verið á fundinum. Bað hann okkur að birta hana orðrétt. Fer hún hér á eftir. Samþykktin Liðsfundur 21. ágústhreyf ingarinnar, haldinn 2. ágúst 1979, ályktar að hreyfingin sé lögð niður. Jafnframt skorar fundurinn á alla liðsmennhreyfingarinnar og stuðningsmenn að taka þátt í að gera fyrirhugaðar aðgerð- ir Samtaka herstöðvaandstæð- inga 21. ágúst n.k. sem glæsilegastar. Tékkóslavnesk alþýða hef— ur ekki sfður þörf fyrir stuðning nú en fyrir 11 ár- um. Um leið skorar fundurinn á alla andheimsvaldasinna að ganga til liðs við Samtök herstöðvaandstæðinga f starfi þeirra, enda em sam- tökin einu andheimsvalda—inn sinnuðu fjöldasamtökin hér- lendis. Liðsfundurinn samþykkir að þær eignir hreyfingarinn— ar sem Samtökum herstöðva- andstæðinga kann að verða að gagni verði afhentar samtök- unum. Hvað er félagsdómur? Nú er félagsdómur bú- inn að fá deilu farmanna og skipafélaganna í sfnar hendur á nýjan leik. Þegar þetta er skrifað, er dómur ekki fallinn, en út frá samsetningu dómsins er hægt að gera sér í hugarlund, hverjar niðurstöður hans muni verða. S dómarar eiga sæti f Félagsdómi. Hæstirétt- ur tiluefnir tvo og síðan þrjá aðra og af þeim til- nefnir félagsmálaráðherra einn. Síðan er einn full- trúi atvinnurekenda og einn frá viðkomandi stétt - arfélagi eða félagasambandi. Hlutföllin eru því einn á móti fjórum. Hvers vegna segjum við það? Jú orsökin er sú, að rfkis- valdið er stéttadrottn- unartæki og fulltrúar hæstaréttar og ráðherra eru allir fulltrúar þess. Eða þarf einhver vafi að leika á afstöðu ríkis- valdsins í málinu, sem setti bráðabirgðalögin á farmenn? Auk þess má benda á að þessir full- trúar eru hluti yfir- stéttarinnar og eiga sam- stöðu með henni bæði and- lega og efnalega. Þegar um er að ræða túlkun á lögum eins og f þessu tilviki, er ekki vafi á, hver niðurstaðan verður. Þrátt fyrir lög um 40 stunda vinnuviku, verði farmenn skyldaðir til að taka yfirvinnu eins og skipaeigendur krefjast. Vinnuvikan er 40 stundir, en samt.. Félagsdómur kvað ein- róma upp úrskurð um það að farmenn skyldu vinna. Þessi niðurstaða dómsins hlýtur að leiða til þess að fólk efist um gildi laganna um 40 stunda vin vinnuviku. I bókinni Vinnuréttur segir m.a. um yfirvinnu: lrUm almenna vinnumarkað- inn er ekki að finna nein ákvæði, hvað þessu við- kemur, hvorki f lögunum um 40 stunda vinnuviku né f lögunum um öryggis- ráðstafanir á vinnu - stöðum. Ljóst er að þar sem almennt er samið um yfirvinnu í kjarasamningu er gert ráð fyrir því að yfirvinna geti verið fyrir hendi. Almennt er hins vegar ekki kveðið á í kjarasamningum um skyldu starfsmanna til að vinna yfirvinnu þegar þess er óskað. Ekki mun Félagsdómur hafa dæmt í slíku máli.......11 Um skyldur starfsmanna rfkisins segir ma. að l,Starfsmanni sé akylt að vinna þá yfirvinnu sem yfirboðarar 'telji nauð- synlega." Þá segir einnig að telja verði “ að yfirvinnu- skylda geti verið fyrir hendi ef um fasta yfir- vinnu er að ræða samkvæmt samningi eða venju.1" Nú hefur félagsdómur kveðið upp þann úrskurð að yfirvinnuskylda sé fyrir hendi. Það er því ljóst, að í augum yfirstéttarinnar, eru lögin um 40 stunda vinnu- viku fyrst og fremst papp- írsgagn. Það er í meira lagi vafasamt af félagsdómi að skylda farmenn til yfirvinnu á þeim for- sendum, að yfirvinna sé bundin f samningum þieirra. Þessum samningum höfðu farmenn sagt upp og krafist annarrar vinnu- tilhögunar (vaktavinnu- fyrirkomulags), en voru þvingaöir til að vinna áfram samkvæmt þeim eftir bráðabirgðalög "alþýðu- stjórnarinnar". Þessi niðurstaða félags- dóms er túlkun á lögum og þetta er túlkun í þágu yfirstéttarinnar, með öðrum orðum stéttardómur. Farmenn hafa lýst megnri óánægju með niðurstöður dómsins og samþykktu nauð- beygðir að falla frá yfirvinnubanninu. Þeir bentu einnig á að kjara dómur hafi gengið alger- lega framhjá þeirri grein bráðabirgðalaganna, sem fjallaði um, að tillit skyldi tekið til sérstöðu þeirra sem sjómanna. Það hefði vafalaust verið miklum erfiðleik- um háð fyrir farmenn að halda yfirvinnubanninu til streitu og krafist algjörrar samstöðu. Staða þeirra er erfið því auðherrunum hefur tekist, með aðstoð hlaupa- snata sinna f stjórnmála- flokkunum og fjölmiðlum þeirra að koma £ veg fyrir stuðning almennings við réttláta baráttu þeirra. Farmenn hafa beðié stundarósigur. En vfst er að þeir munu hefja’ baráttu á nýjan leik. Farmenn sýndu öcru vinn- andi fólki gott fordæmi. Þvingunarlög ríkisstjórnar- innar og úrskurður fél- agsdóms eru hugsuð sem aðvörun af hálfu yfir- stéttarinnar til verka- fólks, um að því sé eins gott að fara ekki að taka upp baráttu fyrir kjörum sfnum og réttindum.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.