Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 5

Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 5
27.ágúst 1079 VERKALÝÐSBLAÐIÐ 5 land þess tiryggis sem nú er best viö vinnslu olíu úr hafs- botni og þess sem í húfi er ef slys kæmi fyrir, þá er það greinilegt aö meö því aö stefna aö olíuvinnslu t.d. fiér viö land er öllum fiski- stofnum viö ísland stefnt f voða. Allt lífríki hafs og stranda er sett aö veði í gróðaspili þar sem vinnings- líkurnar eru næsta litlar. Þaö hefur hvergi í heiminum tekist aö vinna olíu úr hafsbotni án þess aö alvar- leg slys hafi komið fyrir. Alls staðar eru aðstæður þó margfalt betri en á hugsan- legu olíuvinnslusvæði við Island. Hvers vegna er olíuve] ö rússaolfuunar miðaö við Rotterdammarkaðinn? Því er haldið fram aö það sé gert vegna þess að um það hafi verið samið í olíusamningum viö rússa. Þetta er alls engin skýring. Það eru margar viðmiðanir sem má nota aðrar en Rotterdam. T.d. má nota viðmiðun viö verö þaö sem OPEC-ríkin á- kveöa á hverjum tíma sem markaðsverð fyrir olfu. Af hverju er það ekki gert? Einar Kar] Haraldsson rit- stjóri Þjóðviljans nefnir OPEC-viömiðun sem hugsanleg- an möguleika, en afskrifar hann með því aö viö hrá- olíuverðið veröi að bæta kostnaði við hreinsun olí- unnar og við hvað ætti þá aö miða. Já, Einar Karl, við hvað skyldu vinir þín- ir rússakommarnir miða? Þeir skyldu þó ekki yfir- borga mannskapinn í olíu- hreinsdnarstöðvunum þegar "íslandsolían" færi í gegn. Eða skyldu þeir stunda það UPPSKRIFT RÍKISVALDSINS: Hverjar aðgerðir ríkis- valdsins veröa í orku- og olíumálum umfram það sem orðið er, mun liggja fyrir innan skamms. Víst er að helstu atriðin verða: • • ákvörðun um erlendar lántökur. •• Stórfelldur niðurskurð- ur, bæði á framkvæmdum og þjónustu. •• Mjög auknar skattaálög- ur. Bæði verður um aö ræða hækkun beirtna skatta og enn me.iri hækkun óbeinna skatta, svo sem tolla, vöru- gjalda og söluskatts. Aðgeröir þær sem rfkis- valdið mun velta yfir okkur eru ti1 þess ætlaðar að iétta atvinnurekendum byrð- ina, þ.e. að gera þeim kleyft að reka fyrirtæki sfn áfram og halda gróðanum ó- skertum. ]>að fé 'sem til þessara hluta er tekið er sótt ofiui f vasa vinnandi að selja dýrt, borga lítið kaup og stinga gróðanum í eigin vasa? "Samningarnir við Sovét- menn um aö miða olíukaup við Rotterdam-skráningu voru gerðir fyrir milli- göngu olíufélaganna og ráð- uneytisstjórana í viðskipt- aráðuneytinu í umboöi og fyrir áeggjan rfkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar." Þarna er Einar Karl búinn aö finna sökudólgimi- þaö er Geir Hallgrímsson, sem ásamt olíufélögunum græðir á þessu braski. Satt er það, en varla nema hálfur sannleik- urinn. Skyldi rússunum vera skítsama um það við hvaöa verð er miðað? Varla. Sjálfsagt voru þeir sammála legátum Geirs um að nota þá viðmiðunarskráningu sem gaf báðum mestan gróða. Við- brögö ríkisstjórnar Geirs og ríkisstjórnar Einars Kar].s sýna að stefna braskaranna var rétt - báðir fengu gróða og það mikinn og gróðinn var sóttur í vasa alþýöunnar. alþýðu. Kjarni málsins er sá að til þess að geta haldið þessu óréttláta og gegnum rotna þjóðfélagskerfi sínu gangandi, veröur auðvaldið aö sækja æ dýpra niður í vasa alþýðunnar. Það kref- ur hana um vinnuafl hennar, en skammtar henni æ minna til daglegra nauöþurfta. Enda þótt það takist aö sýna fram á það með visku- legum útreikningum að launa- fólk haldi "óbreyttum kjör- um" þá segir daglegt líf þess allt annað. Hvað svo sem líður útreikningum hag— spekingum ASÍ og VSÍ, þá fá þeir ekki staðist þegar hver og einn einasti launamaður sér og finnur fyrir því að hann fær minna fyrir það sem í launaumslagið er látið hvcrju sinni. Það er sú staða sem snertir okkur, en ekki hvað þeir rcikna í nefndum og ráðum. Alþýðan borgi olíuvandann Grófti stærstu olluféiaga heims hefur aukist jafnt og þétt frá 1977. Taflan sýnir veltu- aukningu þeirra í miljörftum dollara.

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.