Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 7

Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 7
14-tbl. 14--27.ágúst 1979 VERKALÝÐSBLAÐIÐ 7 SKERFUR LESENDA Sóknarkona skrifar: Aðveratölurá blaði Það mátti svo sem við ýmsu búast þegar stjóm Ríkisspítala setti á stofn sérstaka nefnd til að '•kanna leiðir til sparn- aðar" eins og það heitir svo fint. Enginn bjóst þó við að nefndin sú fyndi neinar nýjar leið- ir. - Það varð heldur ekki raunin. Fækkun starfsfólks um 3-400 manns £ fullu starfi, niðurskurður á aukavinnu, að ógleymdri hinni frægu vinnutíma- styttingu, sem á lúsar- legan hátt átti að krækja £ yfirvinnugreiðsluna, sem vaktavinnufólk fær fyrir að sleppa kaffi- tima sfnum! Sem betur fór brugð- ust viðkomandi stéttar- félög hart við þessu sfðasta, svo spamaðar- nefudin mátti renna á rassinn með það - að svo stöddu. En það verður tæpast lengi frið- ur. I byrjun næsta mánað- ar og fram i október fer starfsfólki á deildum Ríkisspítalanna að fækka. Þeir iem ætla að skipta um vinnu, fara £ skóla, hætta að vinna vegna skólabarna, þeir gera það núna. Og þá er semsé dagskipun sparnað- arstjórnar ma: Enginn skal ráðinn £ staðinn! Þetta getur þýtt allt að helmingsfækkun á ýms- um deildum þar sem inanna- skipti eru ör. Svo er t.d. á Kópavogshæli þar sem ég vinn. Um sfðustu áramót var einmitt sett ''vona þumalskrúfa á Kópavogshælið og hélst hún fram £ jún£. Þá var orðið algjört neyð- ar ástand á staðnum. Deildimar gengu á aukavöktum. A deild með 12-14 vistmönnum var daglegt brauð að 2-3 starfsmenn væm á morgun- vakt og 2 seinnipartinn, og flest af þessu fólki langþreytt af yfirvinnu, allir þreyttir vegna þess álags sem það er að standa uppi með skjól- stæðinga sem maður getur hvergi nærri veitt þá umönnum sem skyldi og sem "kerfinu" - þeim sem ráða er skftsama um, fyrir þeim eru vistmennirnir aðeins tölur á blaði. Það emm við starfsfólkið lika, og það tölur sem alltaf em of háar i augum ráða- manna! Þetta er sú varnarstaða sem starfsfólk Rfkisspit- alanna er sifellt £ þó nú keyri um þverbak. Astandið er misjafnt eftir stofnunum og deild- um, að jafnaði verða langlegustofnanir verst úti.• ■ En hvers vegna þarf endilega að ráðast á spitalanna? Eg hefi ekki rekist á það f m£nu starfi, og ég þekki marga sem starfa við sjúkrastofnanir, e:. enginn sem ég hefi talað við kannast við þetta bruðl, þvert á móti. Og þurfi maður sjálfur að nota sér heilbrigðis- þjónustu, þá blasir hvarvetna sama við: Of fátt fólk, skortur á faglærður fólki, of litið pláss, o.s.frv. o.s.frv. - Hver þekkir ekki bið- ina eftir plássi? Eða 1 læknana sem þú getur fengið að tala við i eina mfnútu - eða alls ekkert! Mér finnst fáránlegt að ætla að klóra yfir skitinn sinn með því að vilja draga úr lækna- þjónustu í staðinn eins og t.d. Þjóðviljinn sting- ur upp ál Mér finnst nauðsynlegt að starfsfólk Ríkisspít- alanna taki nú höndum saman og mótmæli kröft- uglega öllum samdrætti i heilbrigðisþjónustu. Það verður að koma í veg fyrir að umræðan fari að snúast um hvar í heil- brigðisþjónustunni eigi að spara - málið er, að þar er engum sparnaði hægt við að koma! Það er gróðasóknin sem stjómar þessu þjóð- félagi og því er það löngu viðtekið að þegar kreppir að þá er ráðist á óarðbæra starfsemi og þá sérlega alla félags- lega þjónustu. 12n fyrir hvað erum við að borga? Fyrir Kröflubrask og veisluhöld, að því ógleymdu að i þessu landi er það vinnandi fólk sem ber skatta- byrðarnar meðcin auð- valdið fær hagstæðar skattareglur gefins frá 'rikisvaldinu sínu, sbr. afskriftareglumar. Við, starfsfólk ríkis- spitalanna, ætlum því að eiga stuðning alls almennings vísan í bar- áttu gegn þessum áformum. Stéttarfélög o!d<ar, sér- lega Sókn og félög sjúkra- liða og hjúkrunarfólks ættu nú að fylgja mót- mælum sinum eftir, t.d. með því að efna fundar eða ráðstefnu. Við getum margt gert, stofnað baráttuhópa á einstökum stofnunum o.s.frv., en byrjunin er að koma saman og ræða málin. Hér duga engar hefðbundnar "hver £ sinu horii" aðferðir! Skattaþankar Skattskrár eru nú komnar út á flestum stöðum landsins. Þær eru oft nefndar "mest lesnu bækur sumarsins1', þótt fæstir hafi raunar efni á að kaupa þær, heldur verður fólk að láta sér nægja þá úrdrætti sem birtast £ dagblöðunum. Skattskrá Reykjavíkur mun t.d. kosta litlar 67 þús. krónur, fyrir þá sem kynnu að hafa áhuga. - En allir fá þó seðil heimsendan, þar sem gjöld þeirra og skuldir við GjaJ-dheimt- una eru tiunduð. BEINIR EBA OBEINIR SKATTAR Ef maður spyr fólk, vinnufélaga og kunningja hvernig því litist á skattana eru svörin nokk- uð misjöfn. ímsum þykja skattarnir hafa hækkað en aðrir bera sig vel, segjast hafa svipaða skatta og þeir bjuggust við, hlutfallslega það sama og £ fyrra eða jafn- vel eitthvað minna. Breytingar á beinu skött- unum síðan £ fyrra eru e.t.v. ekki svo miklar. Þó veldur nýtt skattþrep á laun ofan við ákveðið mark auknum tekjuskatti hjá hærra launuðu fólki. Eii þau gjöld, sem greint er frá í skattskrám eru aðeins litill hluti af heildarskattheimtu rikis- sjóðs. Öbeinir skattar og gjöld, s.s. söluskatt- ur, vörugjald ofl. verða sífellt stærri hluti af skattheimtunni. Er nú svo komið að hlutfall beinu skattanna, þar sem lagt er á eftir framtali manna á eignum og tekjum er aðeins um 20-25% af heildinni. Samanburður á beinu sköttunum núna og t.d. í fyrra eða saman- burður við skattheimtu erlendis segja því aðeins hálfa söguna. Öbeinu skattarnir eru lagðir á ýmsar vörur og þjónustu og taka £ engu tillit til tekna fólks. Þeir eru því enn óréttlátari en beinír skattar. Af þeim sökum hefur verkafólk lengi krafist afnáms þeirra, og verður sú krafa æ mikilvægari liður í baráttunni gegn árásum ríkisvaldsins á kjör verkafólks. 1 HVAS FARA SKATTARNIR? Ef skoðuð er t.d. Skatt- skráin £ Reykjavík kemur fram að heildargjöld sam- kvæmt henni eru um 46 milljarðar. Af þeirri heildarupphæð er einstakl- ingum ætlað að greiða 33,5 milljarða. Þetta eru háar upphæðir og þvi ekki undarlegt að fólk spyrji í hvað þessir pen- ingar fari. Á fjárlögum er ákveðið £ hvað tekjum ríkissjóðs (sem eru mestmegnis skattfé al- mennings) skuli varið. Akveðii.n hluti fer til ýmissar þjónustustarfsemi s. s. heilbrigðisþjónust- unnar, menntakerfisins, trygginga ofl. Þeir þættir verða þó oft út- undan £ fjárveitingum ríkisvaldsins á eftir t. d. fjárfestingum í atvinnutækjum, raforku- verum osfrv. Þegar að kreppir hjá atvinnurek- endum notar rikisvaldið einnig skattfé almennings til að hlaupa.undir bagga með þeim. Þá er gripið til niðurskurðar, sem bitnar fyrst á þáttum eins og menntakerfi og heilbrigðisþjónustu. ÚrRANJBAR - blaði íranskra kommúnista •• Þróun byltingarinnar í íran hefur átt erfitt fram- dráttar, eins og nú er á- statt, vegna ihlutana risa- veldanna og sendisveina þeirra £ íran. íranskir kommúnistar eru staðfast- lega vissir um að alþýðu- fjöldinn í íran með bylting- areldmóði sínum og undir fána íslamska lýðveldisins og forystu Imam Khomeini muni eyða öllum erfiðleikum, muni hrinda af höndum sér heimsvaldabrölti Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna. og - Eftirfarandi grein er úrdráttur úr lengri grein í íranska blaðinu RANJBAR (Verkamaðurinn) frá því x júníbyrjun s.l. Greinin fjallar um stöðu kommúniskrar hreyfimgar í íran og afstöðu hennra til íslamska lýðveldisins. RANJBAR er mál- gagn Byltingarsamtakanna í íran. Við erum óaðskiljanlegur hluti íslömsku hreyflngarinnar halda merki byltingarinnar á lofti. íranskir komi mistar telja það víst að leið bar- áttunnar verði löng og tor- sótt en um leið segja þeir að framtxðin sé lifcUidi og björt. •• "Við kommúnistar studdum og styðjum af heilum hug and-einveldis- og cUid- heimsvaldastefnu íslömsku hreyfingarinnar undir for- ystu Imam Khomeini, hina sigursælu íslömsku byltingu og Islamska lýðveldið. Við erum óaðskiljanlegur hluti þessarar and-heimsvalda- og and-einveldishreyfingar og ekkert fær skilið okkur frá eða sett okkur til liliðar." Kommúnistar eru lítill minnihluti í Iran. Fræði- kenning marxismans er enn lítið kunn meðal fjöldans. ástæðurnar sem RANJBAR telur helstar fyrir þessu eru: - I fyrsta lagi er marxism- inn enn ekki mótuð stefna við íranskar aðstæður og hefur ekki tengst félagsleg- um og menningarlegum aðstæð- um í Iran. - I öðru lagi er sú ástæða talin að Sovétríkin sem áður voru sósíalísk eru nú orðin heimsvaldasinnað risaveldi. Nú reynir sovéska heimsvald- astefnan að ná tangarhaldi á Iran. Það að Sovétríkin sigla undir fölsku flaggi, kalla sig "sóslalískt ríki" hefur orðið til þess að sá vantrú á sósíalisma meðal alþýðunnar. Alþýðan vill ekki skipulag eins og í Sov- étríkjunum en stendur I þeirri trú að þar sé sósía- lismi. Þetta veldur því einnig að alþýðan er lítt fús til að kynna sér skoð- anir þeirra sem raunveru- framliald á baksíðu

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.