Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 4

Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 4
4 VERKALÝÐSBLAÐIÐ 14-tbl. 14.-: ORKA OG OLÍA Rotterdamsvindlið Birgðateinkar olíuspek- úlantanna í Rotterdam eru sneisafullir. í einu vet- fangi hækka þeir olíuverðið svo að það verður tvisvar sinnum hærra en verð það sem OPEC (olíuframieiðandi rík- in) ha.fði sett sem hámarks- verð. Sannleikurinn um Rotter- dam-olíuverðiö er sá að það er eitt allsherjar gróða- svindl olíuauðhringanna. Frá skrifborðum olíukónga x Rotterdam er olíuverðinu stýrt, en ekki frá skrif- borðum olíukónga olíufram- leiðandi ríkjanna. Um langan tíma hafa OPEC-ríkin unnið markvisst að því að skapa einingu sín á milli um hámarksverð á olíu jafnframt sem þau hafa reynt margar leiðir til þess að hækka verðið. OPEC-ríkin eru flest þriðjaheims ríki, þ.e. fátæk þróunarlönd, sem hafa ekki yfir að ráða fjöl— breyttum atvinnuvegum og alls ekki þróaðri iðnaðar- tækni. OPEC-ríkin hafa langflest þurft að kaupa nær alla tækniþekkingu sína og tæknibúnað til olxuvinnsl- unnar frá iðnvæddu ríkjum heims, fyrst og fremst Band- aríkjunum og V-Evrópu. Verð á þessari tækni og fram- leiðslutækjum hefur alls ekki lækkað í verði, heldur þvert á móti—það hefur hækkað mjög mikið. Er þvx hægt að búast viö að OPEC- ríkin haldi verðinu á olí- unni lágu og óbreyttu? Verðhækkanir OPEC-rfkjanna eru hvergi nærri því sem nú hefur gerst á Rotterdam- markaði. Ef við berum sam- an olíuverð OPEC-rxkjanna og annað verð á vörum, þá kemur £ ljós að verðhlut- fall núna f júnfs.l. var næstum því það sama og það var árið 1974« Þetta þýðir að ólfuverð OPEC-rfkjanna gerir ekki meira en að halda f við annað verðlag. Hver skyldi svo gróði OPEC-rfkj- anna vera af þvf? lrVið kaupum togara eins og bíla1’ sagði útgerðar- maður einn, eigandi tveggja t ogara. Það var hans athugasemd við deilurnar um togarakaup í kjör- dæmi sjávarútvegsráð- herra. Já, það er mun- ur að vera maður og míga standanc’i! En kauði sagði meira í blað þjóðfrelsis og sósfalisma. Hann var spurður, hvérju sætti, að togarar hans sigldu með allan afla. Jú, hann sagði dallana vera svo litla og gamla og ófengsæla, að hann yrði að láta þá sigla til að mannskapurinn fengi meira frí. I sigling- um fær nefnilega hluti áhafnar frí. Ég leit yfir viðtalið. Mig grunar, að einhverjir sem þekkja þessa útgerð gætu sagt okkur ýmis- legt annað. Gaman hefði t.d. verið að rabba við eins og einn af áhöfninni. Hann hefði sagt okkur að útgerðarmenn hugsi nú um aðra en dekkblæk- urnar, þegar þeir ákvæðu hvort siglt skuli með afla eða ekki. Hann hefði sagt okkur að gj aldeyririnn skipti útgerðina miklu. T.d. hefði síðari togarinn verið keyptur fyrir gjald- eyri, sem sá fyrri gaf af sér. Hann hefði sagt okkur, að útgerðarmenn þessir græddu vel á hverri sölu- f erð. Hann Jiefði sagt okkur, að oft væri miklu smyglað heim með skipinu úr sigl- ingum. Það væri alls konar varningur fyrir útgerðarfólkið, s.s. mublur og ísskápar. Og það væru sko ekki græjur af ódýrustu gerð. Hann hefði sagt okkur, að verðið úti er margfalt á við það sem fæst hér heima. Og svo fái út- gerðin strax borgað, ef siglt er. Hann hefði sagt okkur að útgerðin geti keypt allt til skipsins úti talsvert ódýrar en hér heima, t.d. veiðarfæri olíu, tæki, varahluti, mat og ýmislegt fleira. En hann hefði einnig sagt okkur, að hitt væri i svo sem alveg rétt að það yrði kannski erfitt að fá mannskap á fleytuna ef alltaf væri landað heima. Launamunurinn væri það mikill. Og hefði skipverjinn sagt okkur allt þetta og ýmislegt fleira, hefðum við þakkað honum kærlega fyrir. Finnur Olíuboranir við ís Þegar orkukreppan veltur yfir á þann hátt sem nú er aö gerast fara hugmyndir og vangaveltur af stað. Þær hugmyndir hafa veriö settar fram að hægt verði innan ekki svo ýkja langs tíma að vinna olíu úr olíuberandi jarðlögum á landgrunni fs- lands. Er þetta rétt? Hvað tækniþekking framtíð- arinnar kemur til með að gera mcgulegt er ekki hægt að geta sér til um. Hins vegar er staðan í dag sú að enn er ekki til f heim- inum tækniútbúnaður sem ger- ir það mögulegt á tryggan hátt að bora eftir olfu á svo miklu dýpi úti á regin- hafi eins og er umhverfis ísland. Auk þessa eru önn- ur náttúruleg skilyrói sem standa í vegi. Þar má nefna að olía sem velkist um í heitum suðrænum höf- um brotnar niður á tiltölu— lega skömmum tíma og er þvf ekki alvarleg ógnun lífrík- inu, nema f mjög miklum mæli sé. 1 köldum sjó norð- urhafa gerist niðurbrot olíu hins vegar miklu hægar. Til- tölulega lftið magn olfu getur haft verulega skaðleg áhrif á lífrfkið. Svif og þörungar f efstu lögum sjá- arins er f hættu og þar með fiskar þeir sem á lffverum lifa. Margvísleg ófyrirsjáanleg vandamál komu á daginn f Norðursjónum. S þeim stutta tíma sem olfustarfsemin hef- ur verið í Norðursjónum hef- ur lífríki sjávarins verið stórskaðað. Fiskveiðar á mörgum svæðum dregist saman eða lagst af. A.m.k. einu sinni hefur komið olfugos (blow out), þar sem mikið magn olíu rann út. Sífelld- ur olfleki er við nær alla borturna. Þetta á sér stað í Norðursjónum, sem er frek- ar grunnur og úthafsöldu gætir ekki. Þar eru hins vegar oft krappar kvikur og yfirborðsbárur. Sú reynsla sem hingað til hefur fengist af olíuvinnslu úr hafsbotni kemur ekki að fullum notum við borun þar sem úthafsöldur ráða og dýpi er miklu meira. Þegar tillit er tekið til Líkur á því að elíu se að finna á landgrunni íslands eru allmiklar. Rannsoknir - sem gerðar bafa verið benda til þess. Sterkasta ábend- ingin um að svo se er e.t.v. þögn russa um niðurstöður þeirra af rannsoknum á jarð- lögum landgrunnsins noröur og austur af landinu. 1 , R| . ‘VSWlr- iwv .J/FmmvS/’ ’

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.