Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 6

Verkalýðsblaðið - 14.08.1979, Blaðsíða 6
6 VERKALÝÐSBLAÐIÐ 14-tbl. 14.-27.ágúst H)79 LÖND VILJA SJÁLFSTÆÐI - ÞJÓÐIR VILJA FRELSI - ALÞÝÐAN VILL BYLTINGUB eintök f einuj segir Vladi— slav. Ein bókanna sem ég hef verið með í að gefa út kom í 1000 eintökum. Þá getið þið reiknað út hve oft hefur þurft að skrifa hverja bék á ritvélC Ég hef gefið út 6o bækur á 2 árum. Þær eru eftir ýmsa svartlistaða rithöfund- a, mest ungt fólk. Ég vinn líka að því að gefa út sí- gild 1jóðverk, bæði innlend og eriend, en mikill áhugi er fyrir slíku og fer vax- andi. Allt þetta gengur á milli manna á ólöglegan hátt en samt náum við til margra með sumar af bðkunum. Vladislav vill ræða um aðra en sig sjálfan og þá einkum um réttindaleysi og kúgun æskufðlksins. Margir hafa það verra en ég, leggur hann áherslu á. Ég er þrátt fyrir allt orð- inn allvel þekktur - og þetta gamall - svo ég fæ að mestu að vera í friði, enda þótt stjórnvöld viti hvað ég fæst við. Ég verð ekki handtekinn - slær f boröið - og hef hingað til fengið að hafa bæði íbúð, bíl og síma í friði. Glæpaveldið hér í þessu landi mæðir mest á ungu fðlki, nafngreindu og ónafn- greindu. Til dæmis fékk einn 19 ára gamall strákur eins árs fangelsi fyrir að taka afrit af bók sem ég gaf út. Lögreglan veit að ég rek þetta ðlöglega forlag, en MÉR er ekki refsað. Það virkar eins og það sé ekki eins hættulegt fyrir okkur þessa gömlu - margir okkar eru stimplaðir "ðvin- ir sðsxalismans" f eitt skipti fyrir öll. En það sem stjórnin óttast umfram allt annað er uppreisnar- neisti meðal æskunnar. Nú er það svo að fólk er- lendis fær að vita um að tíu manns sitja í fangelsi. Það er jú gott og blessað. En þú ættir bara að vita hve mörg myrkraverk og árásir það fær aldrei að heyra um, sem helst eru unnin á þeim sem minnstar varnir geta veitt sér. Öruggast að þegja Við 'ókum með Vladislav í gamla Skódanum hans í gegn um borgina. -Hann bandar út höndinni og talar reiðilega um aðstæður yngri kynslððar- innar í landinu. Það versta er að það er ómögulegt að gera sér grein fyrir hvað bfður þín. Það er ekki til í dæminu að það sé rökfesta eða réttlæti f kerfinu - það byggist á ótta og undirferli. Það kenur þvf ekki á óvart að fólk flýr undan öllu því sem hef- ur með pólitík að gera og finnst það öruggast að þegja um allt sem veldur þvf angri. Maður veit aldrei hvaða vandræðum maður getur lent f, segir Jan Vladislav — maður sem ekki hikar við að segja sína meiningu og starfa samkvæmt sannfæringu sinni. (Klassekampen 6/8 79 Bitnar mest á æskunni Hálfkláruð handrit, kalki- pappír og ritvél komin til ára sinna berjast um pláss- ið á skrifborðinu. Það verður ekki lokað fyrir túlann á manni eins og Vladislav með því að reka hann úr Rithöfundasambandinu einu sinni eða þrisvar, eða með því að banna bækurnar hans. Jan Vladislav var einn þeirra fyrstu sem skrifaði undir Charta 77» Þegar tíu formælendur Nefndarinnar fyir ofsótta - VONS - voru handteknir í lok maí, bauð Vladislav sig þegar í staö fram sem nýr formælandi, með allri þeirri áhættu sem því fylgir. Forysta andstöðunn- ar vildi heldur hafa hann lausan og í bakhöndinni og fékk hann til að halda á- fram sinni gráu tilveru. Hann hefur lifað lífinu í skarpri baráttu enda þótt hann hafi aldrei verið póli- tfkt eða hugmyndafræðilega virkur í venjulegri merk- ingu. Við viljum ekki verða ráðherrar Ég skil ekki af hverju stjórnvöld eru svona hrædd við okkur sem viljum aðeins skrifa og segja það sem við viljum. Við vinnum sem listamenn en ekki stjórnmál- amenn. Við erum ekki með ráðagerðir um að steypa stjórninni, við viljum ekki verða ráöherrarú Sjálfur komst ég upp á kant viö stjórnvöldin þegar arið 1948, þegar kommúnista— flokkurinn komst einn til valda.. Ég var þá 23 ára gamall, ljóðskáld og stúd— ent, var að læra mál og bók— menntir. Ég vildi ekki ger- ast félagi í kommúnista- flokknum, ekki af því ég væri and-kommúnisti heldur af því að ég var ekkert á- hugasamur um pólitxk og hafði ekkert í flokkinn að gera. Það var ekki samþykkt og ég var rekinn, bæði úr Rithöfundasamtökunum og frá Háskólanum. Tvisvar hef ég verið tek- inn í náðina f Rithöfunda- samtökunum. En mér var sparkað burt aftur 1958 og eftir "vorið í Prag" var ég síðast settur út fyrir þegar Husak hafði treyst valda- stöðu sína árið 1970. Barnabækur í náðinni -Þú hefur aldrei gefið bókmenntirnar upp á bátinn af þessum ástæðnm? Nei, en ég neyddist til að fara aðrar leiðir. Mín eigin ljððlist hefur verið án vaxtarskilyrða. Þess vegna hef ég lagt mikla stund á þýðingar úr erlendum málum, m.a. nútímaljóð frá Frakklandi og ítalíu. Og sjálfur hvarf ég að því að skrifa barnabækur. Það var eitt tímabil að auðveldara var að fá barnabækur gefnar út. Vladislav sýnir okkur nokkrar bóka sinna. í þess- ari grein hefur hann hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Barnabækur hans hafa verið þýddar á mörg tungumál. Það varð vandamál fyrir stjðrnvöldin þegar ég varð nafn á alþjóðlegum vettvangi á sama tíma og ég, var ðæski- legur hér heima. Nokkrar barnabókanna minna fengu al— þjóðleg verðlaun. Það hefur komið fyrir að tékknesk Norska dagblaðið, Klasse- kampen, málgagn norskra marx -lenínista (AKP(m-l), hefur á undanförnum mánuð— um birt allmargar ferðafrá- sagnir blaðamanna blaðsins, sem h».fa verið á ferð um Tékkóslavíu. Verkalýðsblað- ið birtir hér kafla úr spjalli blaðamanna Klasse- kampen við tékkneska rithöf- undinn Jan Vladislav. Við hefðum gjarnan viljað flytja meira efni byggt á frásögn blaðamannanna en plássið í Verkalýðsblaðinu leyfir það ekki, því miður. Við sitjum í stofunni hjá hinum 56 ára gamla tékkneska rithöfundi og útgefanda Jan Vladislav f Prag. Hann er slíkur maður sem gaman er að hitta f hinu kúgandi og nið- urdrepandi ástandi sem ann- ars ríkir £ Tékkóslavíu. Vingjarnlegt heimili Vladislavs ber einkenni þess að þar hefur farið fram framleiðin menningarstarf- semi í bráðum einn mannsald- ur. Það er sjálfsagt fal- legt betrekk á veggjunum, en það er bara ómögulegt að sjá vegna bókahilla sem þekja hvern blett þar sem ekki eru dyr eða gluggar. Rithöfundurinn Jan Vladislav (Mynd: Klassekampen) tékkneskar neðanjarðarbók- menntirnar, bækur sem ekki eru prentaöar í opinberum prentsmiðjum og fara aldrei £ bókaverslanir. En á með- an hinar viðurkenndu opin- beru bðkmenntir verða s£- fellt þurrari, einstrengings- legri og ólæsilegri starfa hinir raunverulegu rithöf- undar og gefa út bækur s£nar fjölritaðar á stensil. Bæk- urnar eru jafnvel fjölfald— aðar með kalkipappfr og bundnar inn. Fyrsta útgáfa -12 eintök Það er hægt að gera tólf yfirvöld hafa gefið út bækur m£nar £•öðrum löndum, en án þess að nafn mitt stæði á þeim. En eftir að ég hafði undirritað Charta árið 1977, varð allt klárt. Nú má ég ekki skrifa eða birta neitt eftir mig - allavega ekki á löglegan hátt. Útgáfustarfsemin -Hvað fæstu við þessa stundina? Nú er ég f útgáfustarf- seminni, segir Vladislav og hlær við um leið og hann dregur frajn nýjustu fram- leiðsluna. Þetta höfum við séð áður- 21. ágúst- Tékkóslóvakía undir járnhæl

x

Verkalýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsblaðið
https://timarit.is/publication/352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.