Stúdentablaðið - 01.12.1996, Qupperneq 3
DESEMBER 1996
3
STÚÐENTABLAÐIÐ
HÁSRÓLAFRÉTTiR
Námsráðgjöf Háskólans á tímamótum
í tilefni af 15 ára afmæli Námsráð-
gjafar Háskólans hefur verið gefinn
út glæsilegur bæklingur um þá viða-
miklu starfsemi sem námsráðgjöf er,
en í fyrra veittu námsráðgjafar 3.722
stúdentum þjónustu sína. I bæk-
lingnum kemur meðal annars fram
að auk þess að geta farið í viðtal til
námsráðgjafa geta stúdentar farið í
svokallaða áhugakönnun þar sem
teknar eru kerfisbundið saman upp-
lýsingar um almennan áhuga sem
tengist námi, störfum og fnstundum
einstaklingsins. Utkoman felur ekki
endilega í sér einhvem nýjan sann-
leik heldur sýnir könnunin hvaða
námsgreinar henta, hvaða starfsstétt-
um einstaklingurinn á mest sameig-
inlegt með og hvemig vinnuaðstæð-
ur honum líka best. Niðurstöðumar
vísa til fleiri en einnar starfsgreinar
þannig að ekki fæst eitt algilt svar, en
valkostimir liggja samt skýrar fyrir.
Auk þessa geta námsráðgjafar hjálp-
að stúdentum að breyta námsvenjum
sínum, kveða prófkvíðann í kútinn
sem og veitt þeim persónulega og
sálfræðilega ráðgjöf, sem auðvitað
er veitt í fyllsta trúnaði.
Hagvangurmeð
atvinnuráðgjöf
Atvinnuráðgjöf stúdenta er spenn-
andi valkostur fyrir stúdenta sem em
að ljúka námi, en 1. september síð-
astliðinn hóf hún formlega starfsemi
sína. Gylfi Dalmann vinnur að at-
vinnuráðgjöf stúdenta fyrir hönd
Hagvangs og leiðbeinir hann stúd-
entum til dæmis við að undirbúa at-
vinnuumsóknir og atvinnuviðtöl og
allt það sem stúdentar, sem em að
þreifa fyrir sér á vinnumarkaðinum í
fyrsta sinn, kunna að þurfa að vita.
Það hefur komið í ljós að það er
mjög mikilvægt fyrir stúdenta sem
em að ljúka námi að búa sig undir
framtíðina hvað atvinnu snertir í
tíma en ekki daginn eftir brautskrán-
ingu. Þeir sem vilja nýta sér þjónustu
Hagvangs þurfa fyrst að panta tíma
hjá Hagvangi.
Verkefnastyrkur Félags- stúdentaswpti
stofnunar stúdenta tH Bandaríki‘
Verkefnastyrkur FS var veittur 28.
október síðastliðinn og var það
Hilmar Björgvinsson sem hlaut
styrkinn að þessu sinni fyrir MS-rit-
gerð sína, „Starfsemi sléttra vöðva í
berkjum lungna". Hilmar lauk MS-
próft 26. október síðasthðinn með
fyrstu einkunn frá læknadeild Há-
skóla Islands í heilbrigðisvísindum.
Verkefnið var unnið á Lífeðlisfræði-
stofnun H1 undir handleiðslu Stefáns
B. Sigurðssonar, prófessors í lækna-
deild. Verkefnastyrkur FS er veittur
þrisvar á ári; tveir styrkir em veittir
við útskrift að vori, einn í október og
einn í febrúar. Nemendur sem skráð-
ir em til útskriftar hjá HÍ og þeir sem
em að vinna verkefni sem veita sex
einingar eða meira í greinum þar
sem ekki era eiginleg lokaverkefni
geta sótt um styrkinn. Markmiðið
með verkefnastyrk FS er að hvetja
stúdenta til markvissari undirbún-
ings og metnaðarfyllri lokaverkefna.
Styrkurinn nemur eitt hundrað
þúsund krónum.
Háskóli (slands gerðist nýlega
aðili að bandarískum nemenda-
skiptum ISEP (International Stu-
dent Exchange Program). Um 22
bandarískir háskólar eru aðilar að
samtökunum og gefst nú nem-
endum HÍ í fyrsta sinn tækifæri til
að taka hluta af námi sínu við
bandarískan háskóla. Fyrirkomu-
lag nemendaskiptanna er þannig
að nemandinn borgar skóla-
gjöld/innritunargjöld í heimaskóia
sínum, umsóknargjald 225
Bandaríkjadalir, og gjald sem
ætlað er til greiðslu fæðis og hús-
næðis bandarísks námsmanns á
(slandi. íslenskir nemendur fá í
staðinn húsnæði og fæði/fæðis-
peninga í Bandaríkjunum.
Umsækjendur um ISEP-nem-
endaskipti þurfa að taka TOEFL,
enskupróf fyrir útlendinga. Næsti
umsóknarfrestur fyrir TOEFL
rennur út 25. nóvember næst-
komandi fyrir próf sem verður 11.
janúar.
Þeir nemendur sem hafa hug á
að sækja um fyrir skólaárið 1997-
1998 þurfa að taka TOEFL-prófið
eigi síðar en 11. janúar og skila
inn umsókn til Alþjóðaskrifstofu
háskólastigsins fyrir 15. janúar
1997. Nánari upplýsingar á Al-
þjóðaskrifstofu háskólastigsins,
Neshaga 16.
Jafnrétti
til náms?
Við gildistöku lánasjóðslaganna
1992 fækkaði námsmönnum um
liðlega þúsund. Af þessum hópi
fækkaði barnafólki mest. í heild
hefur námsmönnm fjölgað eitth-
vað frá breytingunni en fjöldi bar-
nafólks staðið í stað. Þá hefur
námsmönnum í námi erlendis
ekkert fjölgað frá því fækkunin
mikla varð 1992. [ stuttu máli
fækkaði þeim námsmönnum
mest 1992 sem þurftu helst á
lánunum að halda og þeim hefur
ekki fjölgað aftur. Þetta vekur
alvarlegar spurningar um hvort
það ríki jafnrétti til náms.
Hraðbanki í
anddyri Stúd-
entaheimilisins
Þegar gengið er inn í Stúdenta-
heimilið má á hægri hönd sjá
þennan líka fína hraðbanka.
Hraðbankinn hefur þótt nokkuð
afskiptur undanfarið og er því
stúdentum og öðrum, sem
kunna að þurfa á peningum að
halda, hér með bent á gripinn.
Stúdentum neitað um afslátt af græna kortinu
Græna kortið hefur ekki fengist í Bóksölu stúdenta síðan í haust en frá
1992 hafa stúdentar getað keypt það í bóksölunni á afslætti. Á síð-
asta skólaári seldust t.d. um átta þúsund kort í bóksölunni. SVR og
AV hafa ekki að svo stöddu viljað endurnýja samkomulagið við bók-
söluna en vonir standa til að samningar geti tekist.
i
leVVW»K®
l/a . Va\uT
** M- u\ar
She«'Ned'
■Vottenh8n''
■ rntaw mwmS S "
0.0 SgSl8a a ai ■ ®Ss
0 o 0 0 G7 a h ® ® B ® b a o a b
5 P ■ fiWf a m w b m f S ■ £3 0 ® BQ0a
0 ■ amZSSSæ " .0 aa ■
U iOOkr
U 4001,
SOOkr
O ’ 000 fcr
Q Í.000 M
AB-.00 j ^nit
392—5L^W8Ón9Ut
as a fxi nn
upphæó
Leikskráin inniheldur leiki vikunnar, og liggur frammi á sölustöðum Lengjunnar.
órva\sde'W
£.vfópu^eP^n'
~'r"'385
a.o°
o-50
5 5,18
>0 3'5q 2,20
45 2,00
,80 fl 285
3.
1,6° 23eJ ®Q
'3° 88 33 3
Velkomin oð netfangi
WWW. TOTO. IS '
eng
V.deitóhv.
i. de'id
Orvaiede'111
;her
C'W
Ú'iiA mí"net 3 loiki,
m«*6.e,k,a9si4.m
ihe.see
edon
8»d*u,n
tótonV'"a
iMetP°°' '
,ca9°
X/iidnoo'