Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 6

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 6
I 6 STÍIÐENTABLAÐIÐ s t ö f f DESEMBER 1996 MYNDBOND Sugar, Barb og Ta Vonir og vænting I " B | ' I I ■ ' I þriggja tubuljoska Það olli mér töluverðum heilabrotum hvaða þijár „góðu“ myndir ég ætti að fjalla um í þessum pistli og ég var mikið að velta þessu fyrir mér um helgina er ég stóð í óralangri biðröð fyrir utan óneíhdan skemintistað í miðbænum. Ég á það til að standa alltof lengi í svona röðum og ákvað því að hefja kurteis- legar kvikmyndasamræður til að drepa tímann. Eftir skamma stund höfðu umræðumar umbreyst í ískrandi rifrildi, mér var sagt að þegja, ég væri fáviti, örviti, óviti þegar að kvikmyndum kæmi og þar fyrir utan væri ómögulegt að skilgreina góða kvikmynd og hananú. Fínt. Ég stóð áfram í röð- inni, helblá með hænurass- hárgreiðslu og naglakul, og fylgdist með súperpæjum í pínukjólum streyma inn og út um dymar á Fyrirheitna staðnum. Og það varð ljós(k)! Ljóskur-dúkkuleg- ar þokkagyðjur, malandi kisulórur með kattmjúka rödd og dillandi hold. Kjör- ið viðfangsefni. Marilyn Monroe og Paniela Ander- son. Platínudrottningin og plastpían. Some like it hot og Barb Wire. Some like it hot er bandarísk gamanmynd frá I959. Marilyn leikur þar Sugar Kane, drykkfelldan hljóðfæraleikara í djasshljómsveit sem samanstendur af fimmt- án blondínum og tveimur karlmönnum í „draggi". Dísæt trítlar Sugar um á pinnahælum í glimmerkjólum og dreymir kandíflosdrauma um að giftast blíðlyndum milljónamæringi með gleraugu. Barb Wire er aftur á móti framtíðarhasarmynd gerð í ár. Pamela er þar harðskeytt viðskiptakvendi og hausaveiðari sem þeysir um á mótorfák íklæddd latexlífstykki með basúkkuna á öxlinni, plaffandi niður mann og annan. Það eru 45 ár á milli þessara tveggja mynda og mikill munur á kvenpersónunum. Sugar fellur stöðugt í faðm rangra manna, lætur ljúga sig fúlla með viskífleyginn í sokkabandinu, rallhálf og vamarlaus bíður hún eftir prínsinum. Hún höfðar til vemd- artilftnningar karlmannsins, er álíka agressíf og [xittablóm og með svipað gáfnafar og ekki er hægt að segja að hún sé svöl. Það á Barb aftur á móti að vera, allhressilega. Hún er sjálfstæð kvenffelsisgella með sprengingar við hvert fótmál. Hún bjargar heimínum, sprengir fitu- bollur í loft upp og kveður ástina sfna pent í stað þess að falla í fang hans með titr- andi tár á hvarmi. sprungin af harmi. ITún erpæja. Barb er Sjálfstæð kona. Það virðist aldeilis hafa orðið „viðhorfsbreyting“ eða hvað? Persóna Barb er byggð á teiknimyndafígúru. Gyðj- urnar eiga það sameiginlegt að vera ljóshærðar, að hríf- ast af efhislitlum fötum og stílettuhælum og svo sést töluvert í barminn á þeim allan tímann. - Reyndar svo rnikið á Pamelu að eftír að horfa á myndina fékk ég skelfilega maitröð þai' sem geirvörtumar duttu af mér, hvað sem það kann að merkja. Kvikmyndin Barb Wire vekur mann lii umhugsunar: „Hvernig getur hún andað? Af hverju eru þau í tígrisfelubúning- um? Sér hún út úr lubbanum? Ætli hún sé að fela tálkn eftir buslið í Baywatch? Er Guð til? Af hveiju í andsk. er ég að hoifa á þessa mynd?“ Ég verð að segja að Some like it hot er miklu skemmtilegrí mynd en Barb Wire. Þó að Sugar sé vamarlaus kventuska á fá- vitamörkunum, þá var Marilyn svo heillandi að það vó upp á móti ölluin göllum. Pamela hefur álíka mikinn sjarma og um- ferðarslys, svo ég vitni í Hitch hiker's guide eftir Douglas Ad- ams. Hún á bara að þegja og vera berrössuð! Ég var beðin að skrifa um þrjár kvikmyndir. Sem fulltrúa risastórrar stéttar þar sem framslæð, Ijóshærð léttúðarkvendi koma mikið við sögu valdi ég Töiyu, en hún er aðalpersónan í Blondinen fra Danmark. Raunsætt drama um samskipti kynj- anna á vinnustað; aðalstjarnan Tanja og þrjár samstarfsstúíkur hennar vinna trúnað yfirmanns síns. í hulstrinu stendur: „Danske Tanja hai' taget sexverdenen med storm. Med hendes lange ben, de perfekte bryster og skandinaviske udseende er hun typen pa et fotomodel. Her spiller hun sammen med tre andre blondincr og sin store, sorte og stygge ehef Roy.“ Þetla er fyrsta og síðasta „erótíska" kvikmyndin sem ég sé í heild sinni. Mikið svakalega cr leiðin- legt að fylgjast með atburðarásinni. Eftir að ffwd-takkinn vtu- fundinn upp skil ég ekki hvað menn eru að rembast við að klambra santan söguþræði, Henregud. Guörún Dögg Guðmundsdóttir rússneskunemi FERHIHGARHTMD MANAÐARlNS Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er fermingarbarn mánaðarins „Ég held að ég hafi verið fjórtán ára þegar ég fermdist með systur minni, sem var þrettán ára, og það hlýtur að þýða að ég hafi verið fermdur árið 1967. Séra Garðar Svavarsson fermdi mig í Laugames- kirkju. Það voru þama tvær eða þrjár stúlkur sem féllu í yfirlið, sem er reyndar mjög algengt, en að öðm leyti var fermingin ekki eftirminnileg. Það var haldin einhver veisla eftir athöfnina en ég man nú ekkert hvað ég fékk af gjöfum. Ég tók þessi fræði ekkert sérlega inn á mig. Hins vegar kenni ég það - og stend við það - í fyrirlestrum mínum að homsteinar borgaralegs þjóðfélags em þrír; eignarrétturinn, íjölskyldan og í þriðja lagi annaðhvort trúarbrögð eða sterkar siðferðis- skoðanir. Ég er ekki í þjóðkirkjunni núna, ég hef skráð mig úr henni, en ég er ekki heldur heiðinn. Ég er í öðmm trúarsöfn- uði og greiði kirkjugjöld mín til kaþólsku kirkjunnar. Ég tel að hún sé eina almenna raunvemlega kristna kirkjan, þannig að ef menn vilja sýna ræktarsemi og virðingu við kristnina þá eiga þeir að vera í þeirri kirkju."

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.