Stúdentablaðið - 01.12.1996, Qupperneq 14
H
DESEMBER 1996
---------- STUDEHTABLAÐIÐ
m o I a r
11.00
Messa í Háskóla-
kapellunni - kaffi og
kökur í boði guðfræði-
nema á eftir
13.00
Minni Jóns Sigurðssonar
í gamla kirkjugarðinum
við Suðurgötu
14.00
Dagskrá í Háskólabíói.
Yfirskrift: Lánasjóður
íslenskra námsmanna
a. Formaður SHÍ
býður fólk velkomið
b. Ávarp rektors HÍ
c. Ræðumenn
d. Ávarp formanns
stjórnar Hollvina-
samtakanna
Háskólakórinn syngur
Stúdentaleikhúsið með
létta spretti
Bjóddu
veðrinu birginn
í Francital
hUfðariatnaði
Hann er vatnsheldur,
lipur og með góðri öndun.
Tilvalinn í gönguferðir, j
við skíðaiðkun
og auðvitað í skólann. A
Jakki kr. 12.990 - Buxur kr. 8.480
Snorrabraut 60 • Slmi 561 2045
„Það sem ég hef verið að gera er að búa til svokallaða
agenta eða gervifólk í sýndarveruleika," segir Helga
Waage sem starfar sem forritari hjá OZ, en starfsfólk Oz
vinnur meðal annars að sýndarveruleikaforriti; OZ virtu-
al, sem ér notað til þess að skoða þvívíddarheima á Inter-
netinu. „Gervifólkið hefur kannski þann tilgang helstan
að hafa ofan af fyrir fólki en getur líka aðstoðað það.
Dúkkurnar hafa sinn líkama og það er enginn sjáanlegur
munur á þeim og öðrum í sýndarveruleikanum, en þeim
er stjórnað af gervifólki. Þú getur talað við þær eins og
þú getur talað við aðra notendur og svo geta sumar þeirra svarað
með hreyfingum eins og að hoppa,“ segir Helga.
Nú þegar eru tveir karakterar tilbúnir, Adam og Theresa, og hafa
þeir sín sérkenni: „Adam og Theresa hafa bæði sína heimasíðu
þar sem hægt er að nálgast þau. Theresa er dúkka sem heldur
að hún hafi verið lokuð
þarna inni í 2.000 ár en
Adam hjálpar fólki um OZ
virtual. Karakterarnir sem við
erum að búa til geta allir svar-
að persónulegum spurningum
eins og flest fólk og svo eru
þeir sérhæfðir,“ segir Helga, en
í desember verða tvær nýjar per-
sónur kynntar: „Önnur er heim-
spekingur - getur vitnað í heim-
spekinga - en hin er suðurríkja-
blondína sem er að leita sér að
ríkum eiginmanni. Auk þess erum
við með annan karakter í gangi,
en hann vinnur í plötubúð,“ segir
Helga.
Þess má geta að enskunemarnir
Halldóra Tryggvadóttir, María
Pétursdóttir og Unnar Örn Harð-
arson gerðu þekkingargrunn Ther-
esu að BA-verkefni sínu og nutu
við það leiðsagnar Martins Regal
og Matthews Whelpton.
fh ere
i