Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 15

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 15
DESEMBER 1996 15 ' STÍIDENTABLAÐIÐ m o I a r HÁSKÖUERÉTTIR Sérhvert próf rússnesk rúlletta Ef námsmaður veikist eða fellur á prófi situr hann uppi með hundr- aða þúsunda króna skuld á yfir- drætti og verður að hætta í námi til að greiða upp bankaskuldir. Ef námsmaður féll þegar fyrra kerfið var við lýði skuldaði hann á hinn bóginn lánasjóðnum námsárangur og fékk tækifæri til að skila honum í upptökuprófi að hausti eða á næsta námsári. Námsmenn þurftu því ekki að hrekjast úr námi til að geta greitt skuldir í bönkum, held- ur gátu einbeitt sér að því að vinna upp þann námsárangur sem upp á vantaði. Námsmenn hafa aldrei krafist þess að lán væru veitt án þess að þeir skiluðu til- hlýðilegum námsárangri. Námsmenn mótmæla því hins vegar harðlega að hvert einasta próf sé eins og rússnesk rúlletta, þar sem námsmenn eiga fjárhagslega afkomu sína undir því að hlekkjast ekki á. Það er sóun á tíma og hæfileikum að vegna smávægilegra mistaka eða veik- inda þurfi námsmenn að hrekjast út á vinnumarkaðinn til að greiða bankaskuldir. Fara hús og nám ekki saman? Endurgreiðslur af námslánum f dag taka til sín helmingi hærra hlutfall ráðstöfunartekna ungs fólks sem er nýkomið úr námi en endurgreiðslubyrðin fyrir lagabreytingarnar á LÍN 1992. Þetta veldur því að stórum hluta ungs fólks er gert ókleift að koma þaki yfir höfuðið að námi loknu. Húsnæðisstofnun gerði greiðslumat sem sýndi fram á að fólk þarf að hafa háar tekjur og búa yfir umtalsverðum höfuðstól inni á banka til að hafa möguleika á að koma þaki yfir höfuðið miðað við núverandi endurgreiðslubyrði. 'tl BÓNUS LJÓÐ Tvær bækur Andra Snæs Nýlega sendi ungskáldið og há- skólastúdentinn Andri Snær Magnason frá sér tvær bækur; Engar smá sögur og Bónusljóð. Á kápu fyrri bókarinnar, sem Mál og menning gefur út, segir meðal annars um sögumar að þær séu skrifaðar af frásagnaigleði og djörfum húmor, þar sem söguhetjum- ar takist á við tilveru sem lýtur óvenjulegum lögmálum og einkennilegir hlutir gerast. Síðamefnda bókin er sérstaklega framleidd fyrir Bónusverslan- imar og lýsa ljóðin guðdómlega gleðilegu ferðalagi í gegnum undraveröld nútímastórverslunar. Sem dæmi um Bónusljóð: -------------------------------- - Það var víst hjartnæmt þegar strákurinn frá 10-11 kyssti Júlíu á kassa 3 bak við Svalafernurnar. Tíminn er afstæður þegar bækur eru annars vegar. Sumar verða sígildar á meðan aðrar rykfalla í gleymsku. Þekkingarleitin hefst hjá okkur í nútíma bókaverslun með fjölbreytt úrval fræðibóka, handbóka og tímarita. Auk þess er sérpöntunarþjónusta okkar í tengslum við yfir 5.000 bókaforlög víðs vegar um heiminn. Þú getur pantað bækur í verslun okkar, eða beint af heimasíðunni htt p ://www.centru m. is/un i books/ hcksU^ /iudler\t^ Við Hringbraut • 101 Rvk. Sími 561-5961 Fax 562-0256

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.