Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 16

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 16
16 DESEMBER 1996 STUDENTABLAÐIÐ Huldar Breiðfjörð er í Hskólanum og einmitt þess vegna fékk Stúdentablaðið að gægjast í dagbókina hans. Vika í lífi Hskólanema Svona mánudagur Gamli maðurinn sem situr fyrir aftan mig í strætó hefur borðað Hkarl í morgunmat. Og af lykt- inni að dæma á hann eftir að kyngja síðasta bitan- um. Hver borðar Hkarl í morgunmat? Bjöm Bjama- son er í bláum latexsamfestingi með sólgleraugu og sér ekki á tölvuskjáinn. Ef garrúi maðurinn sem sit- ur fyrir aftan mig í strætó borðaði ekki Hkarl í morgunmat þá; a) borðaði hann Hkarl í kvöldmat alla síðustu viku og tannburstar sig aldrei b) einhver meig upp í hann. Eg sný mér við. Gamli maðurinn er Jaws og uppi í honum glittir í hálftugginn Bjöm Bjamason. Ég vakna við að ég er orðinn of seinn í skólann. Sjálfan Hskólann. Þessa verst reknu stofnun ríkis- ins. Þessa mestu STOFNUN landsins. Þetta graf- hýsi þar sem nokkur þúsund manns koma saman á daginn og kyija: „Ég glósa, þess vegna er ég.“ Svona. Hskólanám er eins og að láta reka kústskaft upp í rassgatið á sér. Þegar skaftið er allt komið inn, og allt þetta well articulated bullshit sömuleiðis, og hausinn snertir kinnamar, þá er maður útskrifaður. Kannski þess vegna sem Hskólanemar em alltaf svona spenfir. Og ég svosem engin undantekning. Svosem. Nema. Kannski. Að maður verður stundum aðeins leiður á þessu bend over-dæmi. Á svona analdemísku námi. Og þá er náttúrlega bara að skrópa. Skrópa á að láta sópa þessum sannindum inn í sig. Og skella sér í bæinn. Þar sem ég sat á bekk á Ingólfstorgi og reykti kom geðsjúklingur gangandi og settist við hlið- ina á mér. Fljótlega heyrði ég hann trúa sjálfum sér fyrir því að hann þyrfti að hætta að reykja, sem var frekar furðulegt þv/ ég var einmitt að hugsa það sama þegar hann færði þetta í tal við sjálfan sig. Mér fannst eins og ég væri þessi hann sjálfur sem hann var að tala við. Ég væri hann sem væri samt ég. Við mnnum einhvem veginn saman og ég stóð mig að því að færa mig um set frá honum á bekknum. „Þú ert að verða geðveikur," hugsaði ég. Sem hann var. „Og hann gerir sér grcin fyrir að hann þurfi að hætta að reykja," eins og ég. Hann sníkti af mér sígarettu og ég gaf honum pakkann og ákvað um leið að hætta að reykja. Svo reykti hann við hliðina á mér meðan ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að hætta að reykja. En fljótlega gafst ég upp og sníkti af honum síg- arettu úr pakkanum sem nú var orðinn okkar. Síðan reyktum við þama eins og geðsjúkling- ar hlið við hlið og hugsuðum um að við yrð- um að hætta að reykja. LÍFIÐ EFTIR B.A.-SYNDRÓMIÐ; Sú tilhneiging Hskólanema að lifa í þeirri trú að allt breytist, lífið byiji fyrir alvöm og verði miklu meira spennandi þegar B.A.-prófmu hafi verið landað. Þannig sættir neminn sig við Hskólanámstímann, sem honum fmnst óspennandi, með því að telja sjálfum sér trú um að þetta sé bara nokkurs konar millibils- ástand áður en allt byrji fyrir alvöm. Þannig þriðjudagur Fyrir framan upplýsta aðalbygginguna er Bjöm Bjarnason að breika í bláum latexsamfest- ingi. Risastór skuggi Bjöms skrykkjast yfir aðal- bygginguna. Á grasflötinni fyrir framan standa þúsundir Hskólanema í gæsaskít upp að hnjám og fylgjast agndofa með. Bjöm réttir út handleggina og lætur slöngu liðast yfir framhlið aðalbyggingar. Bjöm breikar meira. Hann leikur vélmenni og lætur það ganga yfir framhlið aðalbyggingar. Bjöm leikur vélmenni vel. Og Bjöm breikar meira og gengur tunglgang afturábak yfir aðalbygginguna. Og aftur til baka. Bjöm Bjamason breikar meira og leggur hend- umar á ósýnilegt gler og snýr sér á bakinu og svo hratt að hann flýgur upp í loft eins og þyrla. Hann sveimar í hringi yfir Háskólanemunum og vinkar. Það stendur NETMAN framan á bláa latexsamfestingnum. Hann sveimar í fleiri hringi og dregur módem upp úr poka og dreif- ir yfir Hskólanemana. Módem. Bjöm Bjama- son dreifir mörg hundmð módemum yfir Hskólanemana. Og þau svífa til jarðar. Mörg hundmð módem svífa til jarðar eins og snjó- kom. Bjöm brosir og hann vinkar og flýgur burtu og hverfur. Hskólanemamir vinka til baka. Kannski er það út af draumnum, en ég byija daginn á að tékka á tölvupóstinum mínum. Tvö ímeil: „NÁMSLÁN em HERÓÍN HSKÓLANEMANS! Kveðja - Þórir“ „SKOÐANIR ERU BINDANDI! Kveðja - Þórir" Imeil-svar: „SKOÐANIR ERU EINS OG HERÓÍN. VANABINDANDI. K - H“ I strætó á leiðinni í skólann sit ég fyrir fram- an gamlan mann sem hefur borðað Hkarl í kaffitímanum. Ég er berdreyminn. Það er samt bara fínt í strætó og ég er að komast í netta vímu af lyktinni sem gamli maðurinn andar svona skemmtilega í hnakkann á mér þaðan sem hún skríður sjálf upp í nefið. Við hliðina á mér situr alskeggjaður verkamaður og þegar hann rekur augun í skólatöskuna mína spyr hann: „Ertu í HÍ?“ ,Já.“ „Hí á þig.“ „Ha?“ ,JIÍ, á þig.“ Ég brosi og hann byijar að tala um pólitík og þetta svokallaða góðæri og nýja strætókerfið og þjóðfélagsmálin og. Ég leyfi honum að þenja sig, hlusta með öðru eyranu, og kinka kolli vin- gjamlega öðm hveiju. Með öðmm orðum, ég stend mig að því að sýna akademískt tillit. Akademískt tillit: Mjög algengt meðal Hskóla- fólks. Nemenda, kennara og frœðimanna. Dœmi: Hskólamanneskjan er stödd í fjölskylduboði og hlustar á ómenntaðan œttingja viðra skoðanir sín- ar á pólitík eða þjóðfélaginu. Hskólamanneskjunni finnst það hull sem œttinginn segir en ákveður að rökrœða ekki við hann heldur bara leyfa honum að klára, fœra sig „niður á" sama plan og taka góð- látlega undir. Það þýði hvort eð er ekki að rökrœða við hann þvíþetta er ekki „ígrunduð“ skoðun. Svo er þetta eflaust bara eitthvað sem hann hefur heyrt í útvarpinu eða vinnunni. Oft brýst akadenu'skt tillit út í svokölluðu öfugu snobbi og einhvers konar ofumœsheitum við starfs- fólk eins og stöðunuelaverði, bensínafgreiðslumenn og húsverði. Hskólamanneskjan gerir sérfar um að spjalla aðeins við þannigfólk svona svipað og póli- tíkus sem sýnir að hann er „maðurfólksins". Hskólamanneskjan gerir svo góðlátlegt grín að viðkomandi nœst þegar hún hittir aðra Hskóla- manneskju. Þœr skilja hvora aðra, brosa í kampinn og þurfa ekki einu sinni að hafa orð á því að við- komandi hafi auðvitað bara verið „ illa upplýst- ur“. Þegar ég geng inn á skólalóðina breytist and- rúmsloftið. Það verður þykkara. Þeir sem em ekki í skólabúningnum - trefill, flauel/rúskinn og oft gleraugu - em mjög svipað klæddir. Ég stíg í gæsaskít. ÉG-ER-ÖÐRUVÍSI-EN-ÞIÐ-OG-ÞESS- VEGNA-Á-ÉG-EFTIR-AÐ-SPJARA-MIG- SYNDRÓMIÐ:Algeng hugsun meðal Hskólanema. Kemur upp þegar neminn er leiður í tímum og lítur yfir samnemendur sína. Þetta er misskilningur hjá Hskólanem- anum, því á meðan hann er að hugsa þetta em að minnsta kosti fimm samnemendur hans að hugsa það sama. Það em allir frekar eins. Frekar miðvikudagur Ég sit í tíma. Og kennarinn stendur og talar og skrifar á töfluna. Þessi þama í grænu peysunni hefur ekki farið í sturtu í morg- un, hárið allt úfið. Kennarinn segir að. Nei þama em gæsir á grasinu. Að héma að já. Kennarinn skrifar á töfluna. Þessi þama sniðugur, glósar á ferðatölvu. Kennarinn þurrkar af töflunni og segir að. Fer ekki að koma kaffi? Kennarinn segir að það sem komi fram í greininni sé. Ætli það hafi allir lesið þessa grein fyrir tímann nema ég? Og hann segir að það megi því spyr- ja sig hvort þetta sé rétt sem komi fram í grein- inni. Ætli kennarinn lesi alltaf námsefnið fyrir tímann? Ömgglega fínt að glósa svona á ferða- tölvu. Þarf samt að vera með rétta fmgrasetn- ingu. Upp á hraðann. Kennarinn segir að greinin. Skilur fólk þetta sem hann er að tala um? Já ég sit í tíma og díla við akademískt alzheimer. Akademískt alzheimer (3 afbrigði); a) Þú situr í tíma og reynir að einbeita þér að því að fylgjast með. En helvítis heilinn lœtur bara ekki að stjóm og þú hugsar stöðugt um eitthvað ann- að. b) Þú situr ítfma og reynir að einbeita þér að því að fylgjast með en helvítis lieilinn skilur bara ekki það sem kennarinn er að tala um. c) Þú situr og lest námsbók en helvítis heilinn reikar stöðugt og þú áttar þig á að þú hefur ekki hugmynd um hvað stóð á síðustu tíu blaðsíðunum sem þú varst að lesa. Kennarinn spyr hvort við eigum ekki bara að sleppa kaffinu til að við komumst yfir efnið sem á að fara yfir í dag. Það þorir enginn að segja nei af ótta við að verða stimplaður ræfill. Kennarinn segir „Þá sleppum við kaffinu" og byrjar svo að tala hraðar. Og fólk byijar að taka parkinsonglósur. Parkinsonglósur: Það er komiðfram á miðja önn og svo „óvenjulega “ vill til að kúrsinn eráeft- ir námsáœtlun og vafamá! hvort það nœst að fara yfir allt kennsluefnið. En þá verður kennarinn snið- ugur og segir „ Við verðum að hraða ferðinni" og byrjar svo að tala hraðar, hraðar, hraðar, hraðar. Eftir tímann h'tur Hskólaneminn á það sem hann skrifaði og við blasir nokkurs konar absktraktteikn- ing, eða parkinsonglósur.í strætó á leiðinni heim horfi ég út um gluggann og hugsa. Og lendi svo í Klemmunni eina ferðina enn. Klemman: Algengt hugarstríð Hskólanema á meðan á námi stendur. Neminn gerir sér greinfyrir að hann lifir í „mjög vemduðu umhveiji" og óttast að hann sé að lokast inn í akademískri veröld. Hann spyr sig hvort það sé ekki nauðsynlegt að „halda út {heim“ til að ná sér í „þroska “ og „ víkka sjóndeildar- hringinn". Oft dettur honum íliug sú róttœka leið aðfara ímálaskóla eða Erasmus-prógrammið. Eða jafnvet að halda út á vinnumarkaðinn. Yfiríeitt verður þó ekki neitt úr neinu annað en það að nem- inn byrjar að hanga meira á kaffihúsum. Hann heldur áfram námi og huggar sig við það að hann sé að minnsta kosti „meðvitaður“ um að hann lifir í vemduðu umhverfi. Um kvöldið fer ég á kaffihús. Sólon. Fínt. ÞIÐ-ERUÐ-ÖLL-FÍFL-SYNDRÓMIÐ:Af- brigði af ÉG-ER-ÖÐRUVÍSI-syndróminu og kem ur upp þegar neminn er búinn að vera þjakaður af því syndrómi lengi. Á meðan Hskólaneminn lítur yfir samnemendur sína og hugsar þetta er einhver annar að horfa á hann og hugsa það sama. Örugglega fimmtudagur Áðan flugu tveir svanir yfir. Bjöm Bjamason stendur á flötinni fyrir framan aðalbyggingu og skýtur niður gæsir. Hann er í bláa latexsamfestingn- um. Þegar Bjöm hittir gæsimar breytast þær í módem og falla til jarðar. Ráðherrabílstjórinn keyrir að dauðu módemunum óg tekur þau upp. Hann keyrir aftur til Bjöms. Bjöm er hittinn. Bjöm hittir oft. Gæsir breytast í módem og falla til jarðar. Bíl- stjórinn keyrir að dauðum módemum. Bjöm sting- ur módemum í poka. Og Bjöm skýtur niður fleiri gæsir. Bjöm stingur módemum í poka. Bjöm er hittinn og skýtur niður gæsir. Og Bjöm skýtur og skýt- ur. Hann þarf aldrei að hlaða. Fór í tíma þegar ég vaknaði og lærði helling. Fengum tuttugu mínútur í kaffi því kennarinn þurfti að ljósrita. Samtal í kaffitímanum: Hskólanemi A: „Ég hef aldrei náð þessari stefnu hjá pizzufyrirtækjunum að þurfa að taka fram að maður vilji fá pizzuna skoma þegar maður pantar heim.“ Hskólanemi B: „Hvað meinarðu?" Hskólanmemi A: „Þetta ætti frekar að virka öfugt. Ef maður vildi EKKI fá pizzuna skoma ætti maður að þurfa að taka það fram. Hver vill fá pizzuna óskoma heim til sín?“ Hskólanemi C:„En það getur smndum verið að staðlaði pizzusneiðafjöldinn passi ekki við hópinn sem er að panta. Þá vill fólk skera sjálft." Þögn. Hskólanemi A: „Þá sker maður bara sneiðamar til og jafnar Ijöldann þannig." Hskólanemi C:,Já en það drepur alveg stemmninguna að borða einhveijar ræmur en ekki heilar sneiðar." Þögn. Hskólanemi B: „Borðiði alltaf skorp- una?“ Hitti gamlan félaga úti í bók- sölu. Hann er í lögfræði. Fljót- lega kom upp heimspeki- deild vs. lagadeild-pirr- ingurinn og við

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.