Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 19
DESEMBER 1996 19 STÚDENTABIAÐIÐ s a g a n kosið. Þetta var dálítil sýning. Þeir sem kusu fengu svaka flotta límmiða í barminn: „I voted”-stöðutákn. Um kvöldið var okkur svo boðið á kosningavöku hjá menningar- stofnuninni. Þar var múgur og margmenni, ótrúlegt magn af rennandi og föst- um veitingum, sjónvörp á tveimur tungumálum, Inter- nettenging og gáfulegar sam- ræður af öllum toga. Strax um tíu- leytið voru úrslit orðin fastnegld og upp úr því fóru menn að tygja sig. Við vorum þó ekkert á því að fara heim í háttinn og skiptum því liði og héldum á kosningavökur. Hluti hópsins fór á Hilton þar sem DNC- nefndin (Democratic National Campaign) var með vöku sína en af- gangurinn af liðinu ákvað að skella sér til ungra demókrata á Holiday inn á Capital Hill. Á báðum stöðum var sama sigurstemmningin; allir í góðu skapi að ræða bjarta framtíð með annað augað á sjónvarpsskján- um. Þegar svo sjálft goðið mætti á skjáinn var veiað, klappað og blístr- að á milli þess sem menn hlustuðu af andakt. Daginn eftir hófst dagskráin um um morguninn, en vegna dularfullra veikinda sem gerðu vart við sig strax þá um nóttina voru það einungis hin- ir huguðu og hraustu sem komust á Hilton til að ræða um úrslitin, - aðrir notuðu morguninn til að jafna sig. Flugið okkar var þá strax um kvöldið, svo nú fór hver að verða síðastur að skoða það sem ekki hafði náðst í vikunni og kaupa minja- gripi handa fólkinu í frostinu heima. Deginum var annars misgáfulega varið, en metið átti þó án efa Lilja Dögg, sem „leið” inn í eftirmiðdag- inn með þær fréttir að hún hefði séð Clinton þegar hann kom út á svalim- ar á Hvíta húsinu til að ávarpa mann- fjöldann. Það var ekki laust við að hún væri öfunduð af okkur hinum slappari, en við vorum þó hæstá- nægð með að hafa átt fulltrúa við hyllingu aðalmannsins. Við héldum heim í eftirmiðdag- inn, slöpp og þvæld en reynslunni ríkari, pínulítið örg yfir að þurfa að halda heim í frostið og ritgerðaskilin en stóránægð með ferðina. Þegar lit- ið er um öxl er þetta einhver óvenju- legasta vika sem við höfum lifað. ■ F ullveldisf agnaðurinn endurvakinn - mætum öll Fullveldisfagnaður verður haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Að fagnaðinum standa Hollvinasamtök Háskóla íslands, Stúdentafélag Reykjavíkur, Félag íslenskra háskólakvenna, Stúdentaráð Háskóla íslands, Félag prófessora og Félag háskólakennara. Miðaverð til stúdenta er 3.900 krónur. Miðapantanir eru á skrifstofu Hollvinasamtakanna, sími 5514374, bréfsími 5514911 og netfang sigstef@rhi.hi.is Kolbeinn Ottarsson Proppé sagnfræðinemi: Þetta er náttúrlega fáránleg spurning, það er ekki hægt að velja einn sögulegan atburð og segja hann merkilegri en allt hitt. En kannski fyrir utan það að við misstum rófuna og fórum að ganga þá myndi ég sennilega segja að franska stjórnarbyltingin hafi verið með merkilegri atburðum sögunnar. t Vegna þess að þegar kónginum var steypt af stóli og hann síðan hálshöggvinn þá hætti full- ■ veldið að vera hjá konunginum og færðist til fólksins. í kjölfar þess þurfti að skilgreina ■L fólkið, spurningin Hvað er þjóð? vaknaði. Krafa var gerð um eina þjóðtungu A og slíkt, áður hafði engu máli skipt á hvaða tungu þegnar konungs eða A keisara töluðu. Menn fóru að skilgreina sig sem eina þjóð og þá kviknaði A þjóðernisvitund hjá fólkinu sem síðar leiddi af sér þjóðernishyggju og þjóðernisbaráttu, sem ég myndi áætla að væri sá faktor sem hefur haft A hvað mest áhrif í heiminum á síðustu tveimur öldum. Merkilegasti sögunnlar Háskólastúdentar Munið ódýru jólafargjöldin hjá okkur Stokkhólmur 29.960 Lúxemborg 30.110 Amsterdam 30.160 Hamborg 30.200 London 30.360 Kaupmannahö fn 30.600 Osló 31.220 Ferðatímabil 15. desember til 31. desember Lágmarksdvöl 7 dagar Hámarksdvöl 30 dagar FERÐASKRIFSTOFA STÚDENTA

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.