Stúdentablaðið - 01.12.1996, Qupperneq 22
22
DESEMBER 1996
STUDENTABLÁÐtÐ
Eru íslendingar
óþjóð í ólandi?
Blm.: Land. Þjóð. Tunga?
Haraldur: Þú segir nokkuð.
Þórhallur: Er ekki búið að ræða
þetta?
Haraldur: Fyrst við erum byrjað-
ir þá verð ég að segja að stundum
lyktar afstaða okkar Islendinga af
blóðskömm. Tbngumál okkar hef-
ur ekki þetta gegnumstreymi sem
mörg önnur tungumál hafa. Þau
taka umhverfíð beint inn í sig. f
einangruninni verður engin end-
urnýjun. Maður drekkur þessa
vitneskju úr móðurbrjóstinu. Við
virðumst oft eiga í mestu erfið-
leikum með að þýða ýmis erlend
hugtök á okkar eigin tungu. Þór-
hallur, er íslenskan fötluð tunga?
(Löngþögn.)
Þórhallur: Þú segir það! Nei nei,
auðvitað á að vera hægt að orða alla
hluti á íslensku. Sagði ekki Einar
Ben. einmitt: „Ég skildi að orð er á
íslandi til, um allt sem er hugsað á
jörðu“?
Haraldur: Er íslenska kannski
ekki frekar bergmál sem kastast
fram og til baka milli stuðlabergs-
súlna þannig að strax á bams-
aldri stendur maður skelkaður
frammi fyrir tungunni?
Þórhailur: Vissulega er íslenska
engin kveifarleg lágþýska eða
linkuleg golfranska. En ég merki
ekki á þér neinn ugg eða ótta þegar
þú sveiflar þessum líkamshluta hér
og nú.
Haraldur: En hvað þá með þessa
örfáu útlendinga sem koma til
landsins og eru allir af vilja gerðir
að nema íslenskuna til þess að
geta talað við okkur? Þeir em
aldrei fyllilega teknir inn í þenn-
an trúarsöfnuð sem íslenska mál-
samfélagið óneitanlega er. Við
heyrum nefnilega alltaf
hreiminn og það jafnvel þótt
útlendingurinn sé búinn að
Iáta umskera á sér tunguna
til að ná réttum framburði.
Finnst þér þetta hægt?
Þórhallur: Það ætti náttúrulega
enginn að þurfa að líða fyrir
það að tala ekki íslensku full-
komlega. Vorkennirðu útlend-
ingum svona mikið að þurfa að
læra orðið sími í staðinn fyrir
telefón? Heldurðu að þetta sé
öðruvísi hér en annars staðar?
Gerirðu þér í hugarlund að við
séum strangari en aðrar þjóðir
að þessu leyti? Jafnvel Banda-
ríkjamenn henda gaman að út-
lenskum hreim.
Haraldur: Já, en þar tala allir
með hreim! Hinar svokölluðu
hreinu tungur em sannarlega á
undanhaldi. Við héma heima
emm haldin ákveðnu og mjög
augljósu eyjasyndrómi.
Þórhallur: Og hvert er þetta...
eyjaeinkenni?
Haraldur: Það tengist því sem
ég sagði áðan um trúarsamfé-
lagið. Það ríkir ákveðin einangr-
unarstefna hérlendis. Er ekki
mikil hætta á að íslenskan staðni
í þessari undarlegu sóttkví?
Þórhallur: Eg held ekki að íslensk-
Land, þjóð og tunga
- þessi þrenning er mál málanna nú
sem aldrei fyrr.
tilefni af fullveldisdeginum 1. desember
fór Stúdentablaðið þess á leit við þá
Þórhall Eyþórsson málvísindamann
og Harald Jónsson myndlistarmann
að þeir leiddu saman hesta sína
og veltu fyrir sér hvort
íslenska þjóðin væri
í rauninni að missa málið.
an
staðni
neitt ffek-
ar. Það á að
vera hægt að
nota hana eins
og hvert annað
tungumál til að tjá
allt í veröldinni,
allar hugmyndir
og öll hugtök.
A hinn bóginn
eru íslendingar
frægir víða um lönd fyrir
hreintungustefnuna. Við höfum sér-
stöðu að þessu leyti og það er alltaf
skemmtilegt. Okkur hefur líka tekist
undravel að ná þessu markmiði sem
við settum okkur - að vemda tung-
una hreina og óspjallaða. A meðal
nágrannaþjóða okkar er hreintungu-
stefna ekki einu sinni á dagskrá.
Hvort slík afstaða til móðurmálsins
er góð eða vond út frá sjónarhóli ei-
lífðarinnar - sub specie aetemitatis
- skal hins vegar ósagt látið.
Haraldur: Þú vilt semsé halda við
þessu ödipusar-sambandi milli
móðurmálsins og afkvæmanna,
okkar brjóstmylkinganna?
Þórhallur: Ég veit ekki um hvað þú
ert að tala. En ég svara neitandi.
Haraldur: Ókunnum eða erlend-
um hugtökum hefur aldrei verið
tekið fagnandi hér. Afsprengin
hafa oftar en ekki orðið hálfgerð-
ir bastarðar. Yfírbragðið er mjög
íslenskt en merkingin horfin, rétt
eins og ætternið. Nákvæmlega
eins og fullkomin vél sem er ekki
hægt að setja í gang. Sumt er
hreinlega óþýðanlegt.
Þórhallur: Þama er ég að nokkru
leyti sammála þér. Góð dæmi um
hreintungustefnu á villigötum er að
finna í Listasögu Fjölva, sem þú
kannast líklega við. Ein makalaus-
asta tilvitnun á íslensku er það sem
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
sagði einu sinni um höfund þessa
rits: „Má Þorsteinn Thorarensen
ekki gefa út vondar bækur?“
Mörg hugtakanna í Listasögu
Fjölva verða aldrei notuð af
lifandi fólki. Af ástæðum sem
öllum ættu að vera ljósar er
útilokað að þau öðlist þegn-
rétt í málinu. Ég nefni orð
eins og „blæræna" fyrir im-
pressjónisma, „óviska“ fyrir
dadaisma, „óargamálarar"
fyrir fauvista, „klumbustíll“
fyrir kúbisma og - eftirlætið
mitt! - „splundru-klumba"
fyrir analýtíska kúbismann.
Það er ennfremur næsta
ólíklegt að nokkur íslend-
ingur muni ótilneyddur bera
sér í munn orðið „hjástefna"
fyrir súrrealisma.
(Þungt andvarp.)
En hver þarf svo sem á
þessum orðum að halda hér
nema listfræðingar? Annars
má það rétt vera að Islend-
íslendingar eru ágæt þjóð en óþolandi einstaklingar.
ingar hleypi ekki hveijum sem er
inn í sitt Cosa Nostra eða Sinn Féin
(það þýðir „við sjálfir“ á írsku).
Óviðkomandi er bannaður aðgangur
að þessum klúbbi okkar. Eins og
einhver þjóðhetjan söng hér um
árið: „Við erum við...“
Haraldur: „Vér mótmælum all-
ir“, nú sem aldrei fyrr, lengst úti
á miðju Atlantshafi þar sem eng-
inn heyrir í okkur.
Þórhallur: Við getum horfst í augu
við aðrar þjóðir ef við höfum okkar
eigið tungumál - þótt við getum
ekki talað við þær.
Haraldur: En er þessi margum-
talaða tunga það eina sem við
höfum?
Þórhallur: Ef svo væri þá myndi
það aldeilis skilgreina okkur sem
þjóð. En ég held að í augum útlend-
inga sé Island ekki nema að litlu
leyti tengt þjóðinni, þeir koma hing-
að ekki vegna þjóðarinnar heldur
vegna landsins. Það styður einmitt
þá hugmynd sem Guðmundur Hálf-
danarson hefur varpað fram um að
tungan geri Islendinga ekki endilega
að þjóð heldur allt eins landið. I
augum útlendinga er það fyrst og
fremst sú staðreynd að við búum
hér sem gerir okkur að íslendingum
og tungumálið er síðan athyglisverð
viðbót. Þeim finnst skemmtilegt
fyrirbæri að Islendingar tali fom-
tungu en gera sér að öðru leyti ekki
rellu út af því.
Haraldur: Meginlandið Island?
Þórhallur: Já, við erum í rauninni
meginland, heimsálfa.
Haraldur: Meðan maður er á Is-
landi þá er þessi eyja okkar
heimsálfa og svo verður íslend-
ingurinn heimsálfur þegar hann
fer til útlanda. Hann hefur engin
rökleg tengsl við heiminn.
Þórhallur: íslendingurinn er sam-
bland af heimsborgara og heimaln-
ingi...
Haraldur: ...sem drekkur úr inn-
fluttum pela.
Þórhallur: Þrítugur Islendingur er
oftar en ekki óvenjulega víðsýnn og
menntaður. Hann hefur gjaman sótt
menntun sína til tveggja menning-
arsvæða, til dæmis bæði Evrópu og
Bandaríkjanna. Þetta er alls ekki til-
fellið á hinum Norðurlöndunum.
Eins og við vitum eru Skandínavar
oft meira sveitó en Islendingar... og
tileinka sér síður alþjóðlegar stefnur
og strauma.
Haraldur: íslendingar telja sig
líka tala göfugustu tungu Norður-
landa: Við tölum latínu norðurs-
ins...
Þórhallur: Dæmigert viðhorf íslend-
inga til annarra Norðurlandamála er
að þau séu afbökuð hrognamál en
við tölum hina óspjölluðu móður-
tungu hins norræna kyns.
Haraldur: íslenska ætti eiginlega
að vera opinbert tungumál Inter-
netsins.
Þórhallur: Hún er ef til vill ekki
tungumálið sem Guð almáttugur
talar - en svona næstum því.
Chomsky er óumdeilanlega
merkilegasti málvísindamaður
allra tíma, síðasti fjölfræðingur-
inn og einn skarpasti þjóðfélags-
gagnrýnandi í Bandaríkjunum.
En um leið líkist hann einnig
spámanni í Gamla testament-
inu. Hann minnti svolítið á
Móses þegar hann færði út-
valinni þjóð sinni boðorðin
tíu á töflunum héma um árið.
Chomsky hefur í seinni tíð
tekið nokkru ástfósti við ís-
lenska tungu vegna þess að
það eru svo mörg merkileg
setningafræðileg atriði í