Stúdentablaðið - 01.12.1996, Side 24
24
h
t
DESEMBER 1996
STUDENTABLÁÐiÐ
a n d r i
( vor var þess minnst með pomp og prakt að 25 ár eru liðin
frá heimkomu handritanna. Af því tilefni voru höfuðdýrgripir þjóðarinnar, Flateyjarbók
og Konungsbók Eddukvæða, hafðir til sýnis. Víkur nú sögunni annað.
Til Islands koma árlega yfir 200.000
erlendir ferðamenn og flestir hafa ein-
hvem grun um að hér leynist eitthvað
sem kallast Sagas. 90% þeirra koma þó
hingað í stuttar ferðir vegna náttúrufeg-
urðarinnar. Þeir hoppa upp í rútu og
keyra út á hringveginn með regluleg-
um stoppum í hamborgarasjoppum
eftir að hafa staldrað við og tekið
mynd af stærsta og dýrasta djásninu,
hamborgarastað allra hamborgara-
staða, Mekku íslenskrar majones-
menningar sem er auðvitað perlan
(í óvirðingarskyni hef ég perluna
með litlum staf). Glæsilegar um-
búðir utan um ekki neitt, tákn
fyrir það holrýrrú sem íslensk
menning skilur eftir í hugum
ferðamanna. Reyndar er víst ætl-
unin að eyða 8 milljónum í disn-
eygoshver fyrir utan perluna svo
eitthvað sé að sjá þar og verður
hann víst miklu stærri og flottari og
raunvemlegi en Geysir. En hvað
skilur þessi ferð eftir annað en fjöll í
minningunni og kokkteilsósu í blóð-
inu? Hvers er þessi útlendingur vísari
um hvað það er að vera íslendingur?
Gætum við ekki alveg eins verið
enskumælandi þjóðgarðsverðir á
japönskum bílum? íslendingar keppast
við að sýna að við séum heimsborgarar
með því að troða hamborgurum ofan í
fólk en lítil áhersla er lögð á að sýna
þeim það sem virkilega skiptir máli,
það sem gerir oss að þjóð, menningar-
arfinn sjálfan, enda er þorri íslendinga
jafn grunlaus um hann og aðrir útlend-
ingar. Gleymd eru landsins fomu
kvæði. N
Síðasta sumar komu um
1.700 manns til að skoða menningar-
arfinn í Ámastofhun, flestir erlendir
ferðamenn en alltaf slæðist einn og
einn íslendingur með. Það er inn-
an við 1% af heildarfjölda ferða-
manna. Restin fer í Ferstiklu eða
Hlíðarenda. Það verður að teljast
mjög alvarlegt mál ef merkileg-
asta framlag fslendinga til
heimsmenningarinnar fer fyrir
ofan garð og neðan, okkar Móna
Lísa, okkar Mozart (reyndar höf-
um við Björk), okkar Shakespeare
(þótt hann komist ekki með tæmar
þar sem Njála hefur hælana). Ég var
að fárast yfir þessu við vini mína en
enginn þeirra skildi hvað ég var að fara.
Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað væri
geymt í Konungsbók eða Flateyjarbók
og ég gekk út á strætin og hrópaði út í
nóttina hvort einhver vissi hvað leynd-
ist í þessum fomu bókum. ENGINN
vissi. Kannski þyrfti japanskur kaup-
sýslumaður með Wagneræði (tónlist
Wagners er að mestu leyti byggð á
hetjukvæðum Konungsbókar) að
bjóða nokkra milljarða í Konungsbók
Eddukvæða til að fólk rankaði við sér
og skildi hvflík verðmæti við emm
með í höndunum.
Miðað við rýmið sem eytt er
í að sýna ekki neitt í perlunni verð-
ur að segjast eins og er að það er
sorglegt að sjá hvemig búið er að
menningararfmum. Sýningarað-
staðan í Ámastofnun er ekki nema
rúmir fimmtíu fermetrar og þar
ríkir kyrrð og fegurð. Fallegar
myndir prýða veggi og
handrit liggja í köss-
um. Nýlega var
ráðinn starfsmaður
til að sjá um sýn-
ingamar. Þar hefur
allt færst til betri vegar,
ítarlegri upplýsingar em
komnar í kassana og mikið líf í leið-
sögninni. Áður var látið nægja að
skrifa.
AM 566 a 4 to. Skinnhandrit.
Skrifað á ofanverðri 15.öld.
Það er hægt er að fá mjög góð-
ar upplýsingar hjá safnverði, en
um leið og fleiri en tíu manns
em inni verður ljóst að miklu
meiri umgjörð þarf um arfmn og
fleiri starfsmenn. Þetta ætti að vera
fyrsti og jafnvel eini staðurinn sem fólk
skoðar á landinu. Fólk á að koma hing-
að og fá beint í æð tilfinninguna fyrir
allri listinni, ástinni, hatrinu, sæmdinni,
hefndinni, blóðinu og dauðanum en
umfram allt tilfmninguna fyrir LÍF-
INU. Hvað það er og hvað það var að
vera íslendingur. Það er erfitt að
koma slíku að á 50 fermetra svæði
fyrir fleiri en fimm í einu. Menn-
ingararfurinn er svo yfirfullur af
ást og ofbeldi og furðum og feg-
urð að hann á skilið miklu stærri
og aðgengilegri umgjörð og þá
væri hægt að vekja áhuga fleiri
en nú er hægt, bæði hjá ís-
lendingum og útlendingum.
Ekki 1.700 heldur 170.000.
Ferðamenn sem hingað
koma em flestir vel menntað-
ir, bakpokaskríllinn er að mestu
leyti háskólafólk sem hefur kynnt
sér land og sögu.
f geymslum Ámastofnunar
em heilu sólarhringamir af rímnasöng
til á spólum. Af hveiju em ekki gefin út
sýnishom á geisladiskum? Það er hræ-
ódýrt og textinn gæti fylgt með. Ef rím-
umar eiga ekki að deyja út endanlega
verður þetta að gerast, gott íslenskt
miðaldarapp með ofbeldistextum ætti
að ná til einhverra. Utlendingar myndu