Stúdentablaðið - 01.12.1996, Page 26
26
DESEMBER 1996
STÚÐENTABLAÐIÐ
m o I a r
Hugrún Hrönn Ólafsdóttir spjallaði við
Armann Jakobsson sem hefur nýlokið
mastersgráðu í íslenskum bókmenntum.
Ritgerðin hans nefnist: I leit að konungi og
Ármann fékk einkunnina 10 fyrir hana.
Trúi ekki á
ofurmenni
Leitin að Guði, tilvistarkreppa og til-
gangsleysi eru við-
fangsefni Douglas
Coupland i smá-
sagnasafninu Life
after God. „You are
the first generation
raised without reli-
gion“ eru nokkurs
konar einkunnar-
orð bókarinnar og
jafnramt vinnutilgáta höfundarins. Sögurnar,
sem sumar tengjast innbyrðis, segja frá per-
sónum sem allar eiga í bölvuðu basli með
sjálfar sig, berjast við tómleikatilfinningu og
leita logandi Ijósi að einhverju sem getur fyllt
upp í það tóm. Er það Guð? spyr Coupland,
sem annars er þekktastur fyrir bókina
„Generation X“. Sjálfur hefur hann sagt í við-
tölum að hann sé orðinn hundleiður á þeirri
kynslóð og vilji fara að snúa sér að öðrum
verkefnum. Reyndar virðist hann ennþá vera
að fást við X-kynslóðina en núna talar hún
ekki um gallabuxur og skyndibita, heldur
sjálfan Guð. Bókin fæst í Bóksölu stúd-
enta og kostar 975 krónur.
The Art of Fiction skiptist í fimm-
tíu kafla og virðist
ætluð fyrir þá sem
eru að fikta við að
skrifa og svo þá
sem vilja stunda
netta bókmennta-
fræði um leið og
þeír lesa. Hver kafli
samanstendur af
skáldsögubroti þar
sem eitthvert eitt stílbragð er ráðandi og svo
greiningu Lodge á þeim texta og hverju höf-
undurinn nær fram með þessum stíl sínum.
Meðal þess sem Lodge fjallar um er; hvernig
er óvitlaust að byrja skáldsögu, tíðar orða-
endurtekningar, töfraraunsæi, sjónarhorn,
íronía og kaflaskiptingar. Og um það bil fjöru-
tíu atriði í viðbót. David Lodge, sem er virtur
bókmenntafræðingur og rithöfundur, er lík-
lega þekktastur hér á landi fyrir skáldsöguna
Lítill heimur sem kom út í þýðingu Sverris
Hólmarssonar hjá Máli og menningu fyrir
þremur árum. The Art of Fiction fæst í
Bóksölu stúdenta og kostar 1.328
krónur.
J a y
Mclnerney
vakti mikla athygli í
Bandaríkjunum
með fyrstu skáld-
sögu sinni Bright
Lights, Big City.
Lesendur elskuðu
hann jafnmikið og
gagnrýnendur fyrir-
litu hann. Síðan komu út bækurnar Ransom
og Story of my Life, sem báðar voru skotnar
niður af krítíkerum en seldust og seldust.
Næst kom Brightness Falls og er fyrsta
skáldsaga Mclnerneys sem hin grimma
gagnrýnendaklika í New York reif ekki í sig. I'
bókinni dregur Mclnerney saman níunda ára-
tuginn í Bandaríkjunum. Timabil sem oft er
kallað Reagantíminn og þá í neikvæðri merk-
ingu, þvi þetta eru árin sem kókaðir uppar
fóru hamförum um amerískt viðskiptalíf. Það
dæmi endaði svo með verðbréfahruninu í
október 1987. En á meðan á þessu stóð
hrönnuðust heimilisleysingjarnir upp á götun-
um og HlV-veiran lét fyrst kræla á sér fyrir al-
vöru. Aðalpersóna bókarinnar er ungur og
metnaðargjarn bókaútgefandi sem reynir að
yfirtaka virtasta bókaforlagið í Bandaríkjun-
um með hjálp nokkurs konar Donalds Trump.
Inn í það fléttast svo skáldaklikur New York-
borgar og taugaveiklaðir rithöfundar. Þeir
sem hafa gaman af Fitzgerald ættu að hafa
gaman af að lesa þessa bók, en Mclnerney
hefur verið sakaður um að stæla hann
grimmt, jafnt í skrifum sinum sem öflugu
næturlífi. Brightness Falls kom út 1992,
fæst I Bóksölu stúdenta og kostar 1.049
krónur.
Hvað finnst þér um að fá
þessa einkunn?
Ég er auðvitað mjög ánægður
með einkunnina, ekki síst þar
sem tveir færustu vísindamenn
í miðaldabókmenntum sáu um
að gefa mér hana, þau Ásdís
Egilsdóttir og Bjarni Guðna-
son. Og ekki síst vegna þess
að þau eru mjög spör á þessa
einkunn og hafa aldrei gefið
hana fyrr, svo ég viti til. En
10 er auðvitað bara ein ein-
kunn af mörgum og hún þýð-
ir fyrst og fremst aðeins
betra en 9,5 en er ekki eitt-
hvert viðundur.
Ertu kúristi?
Ekki í þeim skilningi að ég
liggi meira en aðrir menn
yfir bókum. Ég lærði aldrei
neitt heima fyrr en í
menntaskóla, eins og margir
aðrir, og seinustu tíu árin
hef ég aldrei lært meira en
6-8 tíma á dag, ekki einu
sinni fyrir próf, þannig að ég
held að ég sé tiltölulega lítill
kúristi miðað við marga. Það
var meira að segja stundum
þannig að ég var frír í bíó
kvöldið fyrir próf en þá gátu
aðrir ekki komið með því
þeir voru að læra. Ég reyni
frekar að hafa álagið jafnt
yfir veturinn, það er líka yf-
irleitt ekkert unnið með því
að læra lengur en 6-8 tíma
á dag.
Um hvað er þessi ágæta
ritgerð?
Ritgerðin fjallar fyrst og
fremst um hugarfar Islend-
inga á miðöldum, eins og
það birtist í miðaldabók-
menntum þeirra, og nánar
tiltekið um konungshugtak-
ið. Það sem ég er kannski að
reyna er að nota fyrirbærið
konung til að varpa ljósi á
konungasögurnar, sem hefur
ekki verið gert áður með ís-
lensku konungasögurnar. Það
hefur reyndar verið gerl er-
lendis með þarlendar kon-
ungasögur en engar þeirra eru
alveg sambærilegar við þær
íslensku.
Notaðirðu allar íslensku kon-
ungasögurnar við rannsókn
þína ?
Ég notaði þær sem margir
telja íslenskar - í sumum lil-
vikum er reyndar talsverður
efi á því hvað sé íslenskt og
hvað sé norskt sem dæmi - og
þær sem voru skrifaðar árið
1262. Þá fengu íslendingar
konung og þá lagðist konunga-
sagnaritunin niður að mestu.
Ætlarðu að gefa ritgerðina út á
bók?
Já, það er stefnt að því og það
eru samningaviðræður í gangi
núna.
Hefurðu gert eitthvað annað en
að lœra?
Já, ég hef verið mjög virkur í
félagsmálum. I menntaskóla var
ég ármaður skólafélags MS,
sem merkir, sé það þýtt á mál
annarra skóla, foringinn, nánar
tiltekið einn af þremur í stjórn.
Síðan hef ég sinnt félagsmálum
fyrir íslenskunema; ég var í
þrjú ár í skorarnefnd, tvö ár
í námsnefnd, tvö ár í
deildarráði og í fimm ár
fulltrúi á deildarfundum.
Ég sat líka í Stúdentaráði
á tímabili og svo er ég
áhugamaður um bæði
stúdentapólitík og núna á
síðari árum um aðra póli-
tík, einkum um framgang
vinstrihreyfingarinnar í
landinu.
Þú ert þá vœntanlega
vinstrisinnaður?
Já, það er alveg óhætt að
segja það, ég er mjög
vinstrisinnaður.
Hvað ertu að gera núna ?
Núna er ég að vinna sem
óbreyttur starfsmaður Há-
skólans og hef verið að
aðstoða kennara minn við
biskupasagnaútgáfu og tek
síðar við að aðstoða annan
kennara. Auk þess hef ég
kennt svokallaða stoð-
kennslu norrænum nemend-
um sem fá kennslu í móður-
máli einn tíma á viku sam-
kvæmt Nordplus-áætluninni.
A hvaða máli kennirðu?
Ég kenni á semí-dönsku.
Ég held að það gangi ágæt-
lega, að minnsta kosti kvarta
nemendurnir ekki mikið -
nema náttúrlega ég hafi ekki
skilið það.
Ætlarðu í doktorsnám?
Ég er að hefja doktorsnám
um þessar mundir en vegna
vinnunnar hef ég farið hægt
af stað. Ég ætla að reyna að
taka doktorspróf á vegum
Háskóla íslands en nema
hluta þess erlendis. Norður-
löndin eru ofarlega á blaði
en England og Þýskaland koma
einnig til greina.
Ertu ofurmenni?
Sem vinstrimaður trúi ég ekki á
ofurmenni.B
astríðan mín...
Arna Grétarsdóttir guðfræðinemi:
108. Davíðssálmur lýsir best
mínum ástríðum: „Hjarta mítt er
stöðugt, Guð. Ég vil syngja og
leika. Vakna þá sála mín, vakna
þá harpa og gígja. Ég vil vekja
morgunroðann.11 - Þetta er mitt
hugðarefni; tónlistin og Guð.