Mjölnir - 01.03.1934, Side 7

Mjölnir - 01.03.1934, Side 7
MJöLNIR 5 Bræðurnir Blöndal og trúarbrögðin. i. Eins og kunnugt er, er það eitt hið heitasta á- hugamál Kommúnista að útrýma trúarbrögðum, hverju nafni sem nefnast. Gera þeir þá grein fyrir baráttu sinni, að trú- arbrögðin svæfi fólkið og sætti það við kjör sín, svo það verði ekki eins opið fyrir kröfum bylt- ingastefnunnar. Þeir segja, að trúarbrögðin sætti fólkið við fátækt og félagsleg mein, svo það hætti að vilja berjast fyrir bættum kjörum sínum. — En skynsamleg athugun á eðli kommúnismans leiðir í ljós, að hatur Kommúnista gegn trúarbrögð- um er af öðrum toga spunnið. Trúarbrögðin, og kemur manni þá einkum við sú lífsskoðun, sem byggð er á lífi og kenningu Krists, fást við að boða og sanna þá meginstaðreynd, að líf og örlög manns- ins eigi dýpri rætur í tilverunni en efnisvísindin fá rakið, að mannssálin sé stórfeldara og flóknara fyrirbrigði en svo, að sú tilgáta geti náð nokkurri átt, að hún sé ekkert annað en tímabundin starf- semi heilafrumanna, að það sé meðferð manns- sálarinnar, sem mestu máli skifti í lífinu, og að hver mannssál sem eilíf vera eigi heimtingu á ao þroskast samkvæmt því einstaklingseðli, sem hún er gædd. Trúarbrögðin meta því lífið andlegu og siðferðilegu mati, opna augu manna fyrir and- legum lögmálum, sem ekki aðeins mannssálin, held- ur tilveran í heild, lýtur. Alstaðar þar sem trúar- brögðin ná réttmn tökum á mönnum, verða þeir víðsýnni og betri menn, mæta viðburðum lífsins með dýpri skilningi en annars myndi vera, setja sér háleit og fögur markmið, eru strangir í kröf- um við sjálfa sig, en réttsýnir og sanngjarnir í kröfum sínum til annarra manna. Trúarbrögð- in kenna mönnum að líta á tilveruna sem heild, sem er knúin áfram af einu almáttku afli til hærri þroska, samræmis og fegurðar. Þessar meginstaðreyndir trúarbragðanna eru ó- samrýmanlegar kommúnismanum. Kommúnisminn er blind efnahagsstefna, barátta um auð og völd og stundarhagsmuni, byggð á öfund og hatri þess, sem af hinum eða þessum orsökum er illa settur íjárhagslega, til hins, sem vegnar betur. Kommún- isminn metur fjárhagsafkomuna mest í lífinu, en neitar gildi allra andlegra verðmæta, knýr fram allar dýrslegar hvatir manna til uppreisnar gegn mannúð og sanngirni, gegn öllu því, sem fagurt er og háleitt í lífi einstaklinga og þjóða. Þess vegna hatast Kommúnistar við trúarbrögðin og vilja út- rýma þeim sem allra fyrst. II. Þess hefur heldur ekki orðið langt að bíða, að Kommúnistar hér á íslandi létu fjandskap sinn til trúarbragða í ljós í ræðu og riti. Er nú alllangt mál komið frá þeirra hendi af ýmsum fjandsam- legum hugvekjum, sem hafa átt að vekja andúð þessarar þjóðar á kristnum hugsunarhætti og kirkjulegu starfi í landinu. Hið svonefnda »Nýja Stúdentablað« hefur víst ekki ætlað að láta sinn hlut eftir liggja í þessu efni. Þar hafa birzt greinar, sem ritaðar eru í þeim tilgangi að fylla menn andúð gegn trúar- brögðunum. Eru það bræður tveir, Lárus H. Blön- dal og Sölvi H. Blöndal, sem koma þar fram á rit- völlinn hvor með sína grein, - - merkilega ómerki- legar greinar, þegar þess er gætt, að þær birtast í blaði, sem stúdentar standa að, en hinsvegar vel skiljanlegt að svo skuli vera, þar sem verið er að reyna að berja fram með offorsi blákalda vitleysu. Lárus ritar grein er hann nefnir: »Segið skilið við klerk og kirkju«. Er efni greinarinnar það, að hvetja menn til að segja sig úr þjóðkirkjunni. Tal- ar hann um þjóðkirkjuna sem eitthvert ógurlegt andlegt kúgunarvald og fjárplógsstofnun, sem þröngvi mönnum nauðugum til að játa trú á ein- hverjar úreltar firrur og- heimti svo með frekju af þeim gjöld og greiðslur fyrir. Honum er ógur- lega mikið niðri fyrir — kallar sig heiðingja og telur, að svo sé öllum fjöldanum af fólki farið, þótt það telji sig til þjóðkirkjunnar að nafninu til. - Telur hann það bezt fyrir menn að sætta sig við, að þeir séu aðeins jarðneskar verur. Segir hann á þessa leið: »Sú vanmáttartilfinning gagnvart lífinu og þjóðfélags- öflunum, sem birtist í hinum austræna átrúnaði á meo- fædda synd og' sekt, er nú sem betur fer óðum að hverfa, en I stað hennar að koma rökstudd sannfæring um það, að við jarðarbúar séum öll jafnborin að njóta lífsins og höfum það enda á sjálfsvaldi okkar að gera okkur öllum llfið þannig, að hægt sé að njóta þess.« Greinarkorn þetta er tæpir tveir dálkar í blað- inu, en ég man ekki til að hafa séð jafnmikilli vitleysu komið fyrir í jafnstuttu máli. Misskilningur á eðli kirkjunnar á Islandi er svo hróplegur, að undrum sætir, að slíkt skuli geta átt sér stað hjá manni, sem ekki liefur gengið með bundið fyrir augun frá fæðingu.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.