Mjölnir - 01.03.1934, Page 10

Mjölnir - 01.03.1934, Page 10
8 MJöLNIR móti, sem eru háðir dutlungum dýranna, fylgir karlmaðurinn stöðugt hjörðinni, en konan sér um að flytja bú og búsáhöld með. Þannig er verka- skifting í fjölskyldu frummannsins og þannig er hún manninum í aðalatriðum í eðli borin. Þá hefjast viðskiftin milli hinna ýmsu fjölskyldna, kynkvísla — þjóða, sem gera þeim mögulegt að ein- skorða sig við sérstakar atvinnugreinir, eftir því sem bezt hagar til á landi hvers fyrir sig, og ráða þá þar um ytri aðstæður, landslag, loftslag og lega. Einn flokkurinn tekur að stunda akuryrkju, ann- ar kvikfjárrækt — verzlun o s. frv. Þannig eru komnar upp atvinnustéttir, er vinna í sameiningu að því að uppfylla þarfir hver ann- arrar. Sú stéttin, er stundar erfiðasta eða áhættu- mestu atvinnuna, á að bera mest úr býtum. Þannig er það og innan hinna ýmsu stétta, að sá dugleg- asti, útsjónasamasti og heppnasti ber mest úr být- um, eignast bezt og mest land og bezt tæki. Hann tekur síðan menn í vinnu fram yfir sína fjölskyldu., hann er orðinn atvinnurekandi, og atvinnurekand- inn og verkafólkið keppast um að gera garðinn frægan. Þannig hefir þróunin haldið áfram fram á vora daga. Að vísu hafa hinar geysilegu framfarir á sviði tækninnar nokkuð truflað þenna gang, en það er aðeins augnablikstruflun, sem hin stefnu- fasta j>róun innan fárra ára hefir brotið á bak aftur eins og aðrar truflanir, sem hafa orðið á vegi hennar. Einstaklingarnir innan þjóðfélagsins ráðast í hinar ýmsu atvinnustéttir eftir hæfileik- um og áhugamálum. Sérhver ber það úr býtum, er hann hefir unn- ið til eftir gildi hans fyrir þjóðfélagið, þó innan vissra takmarka og með fullu tilliti til sérstakra þarfa þeirra hvers um sig. Að ætla sér að jafna þenna ágóða eða að snúa honum við er auðvitað hreinasta fjarstæða, — sprottin af misskilinni mannúð, — þegar litið er á þjóðarheildina. Þróunin heimtar, að fullkomin sam- vinna ríki á meðal hinna ýmsu atvinnustétta, og að þær vinni í sameiningu undir yfirstjórn sterks ríkisvalds að bættum hag heildarinnar. Á þessari þróunarsögu hafa auðvitað orðið marg- ar truflanir, sem hafa lætt inn grun hjá mönn- um um það, að komin væri fullkomin kyrstaða eða jafnvel afturför. Má þar ef til vill í fremstu röð nefna þrælahaldið í Ameríku. Með fyrstu mönnunum fæddist baráttan um til- veruréttinn, hin eigingjarna hagsmunabarátta. Fyrst milli hinna einstöku fjölskyldna, síðan kyn- kvísla — kynflokka — ríkja, en með vaxandi þró- un og félagsþroska hafa fjölskyldurnar innan kyn- kvíslarinnar sett sérreglur til að fara eftir, hætt að berjast innbyrðis, síðan kynkvíslarnar innan kynflokkanna og þannig koll af kolli, og takmark hinnar réttu þróunar er, að þjóðirnar hætti að-- berjast, hætti að útkljá mál sín með hnefaréttin- um, heldur skipi sér ráð til þess að framfylgja settum reglum, eins og hinar minni samfélagseind- ir mannkynsins hafa gert fyr á þróunarbrautinni. Já — það er þrælahaldið. Meðan mennirnir stóðu lægst, voru safnarar eða aðeins veiðimenn, drápu þeir fangaða óvini sína og átu þá, ef þröngt var í búi. Þegar lengra kom fram á þróunarbrautinni, þeg- ar mennirnir gerðust akurvrkjumenn o. s. frv., tóku sé fastan bólstað, sáu þeir, að það var heppi- legra að láta óvininn, sem þeir höfðu tekið til fanga, vinna fyrir sig, heldur en að neita hans á stund- inni. Þá var mannúð óþekkt hugtak. Þetta var sameiginlegur liður í þróun allra kyn- flokka jarðar, sem svo hvarf úr sögunni með' áframhaldandi þróun, án þess að nokkur Marxismi kæmist þar að(H) Líf þessara þræla er nú í sjálfu sér ekki sem verst, þar sem þeir komu til að stunda líka vinnu og áður undir líkum kringumstæðum. En þegar fram liðu stundir, og þrælar urðu að markaðsvöru, sem farið var með eins og hvern annan skinlausan hlut, fór ástandið fyrst að versna fyrir alvöru, og þá keyrði alveg um þverbak, þeg- ar farið var að byggja og rækta Ameríku upp, eftirspurnin jókst, geysilegur útflutnngur hófst frá Afríku. Þá var það svarti kynstofninn, sem var kúgaður af öðrum kynstofni, en þetta hafði í för með sér geysilega siðspillingu á báða bóga. Þarna var hvíti kynstofninn að verki. Löngu áður van hann hættur öllu þrælahaldi. En þróun siðmenn- ingarinnar hélt áfram, hvíti maðurinn afnam sjálf- ur þradahaldið. Þetta var augnablikstruflun, augnabliksviðburður í þróunarsögunni, sem orsak- aðist af þeim mikla glundroða og truflun á jafn- vægi, sem kom með nýja heiminum. Þannig er og hinn nýi heimur tækninnar, sem á síðari tímum hefir opnað fyrir oss orsök til slíkra augnablikstruflana. Það er ekki langt síðan bóndinn var ánauðugur, sama sem þræll jarðareigandans hér í Evrópu, það rak sig á hagsmuni heildarinnar, það rak sig' á vax- andi siðmenningu, það hvarf af sjálfu sér. Það er hin rétta þróun.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/353

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.