Mjölnir - 01.03.1934, Síða 12
10
MJöLNIR
aðar saman, og hin svívirðilegustu ráð notuð til að
koma þeim inn í fólkið, loforð öðru megin, svik
hinu megin, blekking og fölsun, heilögustu tilfinn-
ingar manna svívirtar og fótum troðnar.
Hvernig er ástandið í voru litla þjóðfélagi í dag?
Óstjórn undanfarinna ára samfara utan að kom-
andi erfiðleikum hafa hjálpazt að þvi, hafa stefnt
að því, að koma hér öllu í kaldakol. Hvað verður
þá um ávöxtinn af starfi þeirrar kynslóðar, sem
nú er að hníga í valinn? Atvinnustéttirnar togast
á um afrakstur ríkisbúskaparins, en mest rennur
svo í óbotnandi hýt hinna óráðvöndu fulltrúa, sem
aðeins hugsa um sjálfa sig og sína. Sannfæringin
er nú orðin algeng markaðsvara, drengskapur
þverr og óheilindin í stjórnmálum vaxa með degi
hverjum. Flokkunum fjölgar í landinu. Niðurrifs-
flokkarnir vinna óspart að því að naga ræturnar
undan þjóðfélaginu.
Hinn uppvaxandi æskulýður þessa lands snýr
sér einhuga að alhiiða viðreisn.
Með upprætingu stéttaflokkanna, með útrýmingu
óheilinda, ódrengskapar og síngirni, með samvinnu
allra atvinnustétta, með alþjóðarheill fyrir augum.
Baldur Johnsen,
stud. med.
Stúdentafréttir.
Stúdentafélag Reykjavíkur hélt fund á Hótel Skjald-
breið 28. febrúar.
Kristinn E. Andrésson flutti erindi um íslendingseðli,
og réðist þar að nokkru á nýútkomna bók, sem vakið
hefir talsverða athygli, bók dr. Guðmundar Finnboga-
sonar: fslendingar. Annars komst fyrirlesarinn helzt að
þeirri niðurstöðu, að um sérstakt fslendingseoli vœri ekki
að rœða nema það, sem mótað væri af tækninni og öði -
um ytri aðbúnaði.
Síðan urðu nokkrar umræður um þetta efni. Af þeim,
sem andmæltu skoðun Kristins, má fremstan telja dr.
Guðm. Finnbogason, og var þar háður ójafn leikur, því
að Kristni mun ekki sýnt um að verja skoðun sina í ræðu
(gengur vonandi betur í riti). Auk þess töluðu þarna:
Próf. Sig. Nordal, Pálmi Hannesson, Laufey Valdemars-
dóttir og Þorvaldur Pórarinsson. Þeir ræðumenn, sem
merkjanlegt var, að sérstök skoðun vekti fyrir, skiftust
í tvo flokka. Annarsvegar materialistar, kommúnistar (án
þess að eigna megi þeim materialisma yfirleitt, slíkt væri
of virðulegt og óverðskuldað). Eftir þeirra skoðun virð-
ist ekkert vera annað manneðli til (þar með útlendings-
eðli) en það, sem mótast af vissum brauðforða, auraupp-
hæð og tækjum til öflunar slíks. — Hinsvegar voru ideal-
istar (og þar fremstur Guðm. Finnb.), sem vildu halda
því fram, að eðlið væri það varanlega í viðleitninni, sem
héldi sinni aðalstefnu gegn um aldirnar, mann fram af
MJÖLNIR
Utgefandi: Félag þ.jóðerniSsiiinaðra stúdenta.
Ritstjérn: Baldur .lolinsen, stud. nied.
Jón X. Sigurðsson, stud. jjur.
ólafur Geirsson, stud. med.
Afgreiðslumaður: Axel Dahlinann, stud. íneil.
Laugaveg i(i, síini 3045.
Ábyrgðarinaður: B.iarni Jónsson, stud. med.
Utanáskrift blaðsins er:
Mjiilnir, Reykjavík, Póstliólf 045.
manni, frá því þjóðin varð til. Sem dæmi mætti benda á
hina vikingslegu frelsis- og sjálfstæðisviðieitni, bókhneigð
íslendinga og skáldskaparhneigð, örlæti, hjálpfýsi o. fl.
Séreðli fslendinga er eitt með öðru, sem gefur þjóð-
inni tilverurétt sem sérstakri þjóð', og ætti að hvetja þá
til að varðveita þjóðerni sitt.
Þeir, sem fengið hafa kynni af undirróðursstarfsemí
Marxista á öllum sviðum, veita þessum fundi og erindi
K. E. A. athygli. Iíann leitast við að sýna fram á, að
íslendingseðli eða séreðli einnar þjóðar sé í raun og veru
ekki til — sem sagt, við getum einn góðan veðurdag orðið
Rússar eða svertingjar, að svo miklu leyti sem hver vill
(þó þarf líklega byltingu til). Hér er auðsjáanlega unnið
að því, að búa í haginn fyrir fagnaðarboðskap kommún-
ismans og um leið leynt að spilla jarðveginum fyrir þjóð-
ernissinnaða stefnu, sem er hið gagnstæða. Ennfremur
gæti manni dottið i hug, að Marxistar væru, með mál-
flutningi sínum á þessum fundi, að friða sína vondu
samvizku, út af þvi að sitja sífellt á svikráðum við þjóð
sina og þjóðerni.
Sunnudaginn 2B. febr. var i Háskólanum haldinn al-
mennur fundur háskólastúdenta. Umræðuefni var þjóð-
ernisstefnan og kommúnisminn. Frummælandi af hálfu
Þjóðernissinna var Jón N. Sigurðsson, stud. juris. Rakti
har.n i sundur i snjallri ræðu blekkingavef Marxista. Um-
ræður voru fjörugar og stöðu frá kl. 2—T1/*. Allan þann
tima áttu Marxistar mjög I vök að verjast, því að margii
urðu til að deila á þá, og voru það auðvitað eingöngu
Þjóðernissinnar. Aðrir ræðumenn af hálfu Þjóðernissinna
en frummælandi voru þeir Bjarni Jónsson, stud. med.,
Baldur Johnsen, stud. med., og Axel Dahlmann, stud. med.
Enginn hinna svo nefndu Sjálfstæðismanna tók til máls.
Það merkilegasta við þenna fund var þó það, að vio
atkvæðagreiðslu, sem fram fór í fundarlok, urðu Marx-
istar í minni hluta. Er það í fyrsta skifti, sem slikt hef-
ir komið fyrir eftir svo langan fund.
Laugardaginn 3. marz var háskólastúdentum boðið á
fund í málfundafélagi lærdómsdeildar Menntaskölans.
Frásagnir af þeim fundi verða að bíða næsta bl^ðs vegna
rúmleysis.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar.