Fréttablaðið - 21.10.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
21. október 2009 — 249. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég mæli heils hugar með því að ungt fólk prófi að búa erlend-is í einhvern tíma. Það er mjög þroskandi að fara einn, kynnast nýju landi og læra tungumálið,“ segir Martin Leifsson, upplýs-ingafulltrúi hjá franska sendiráð-inu. Martin dvaldi í eitt ár í Suður-Frakklandi fyrir nokkrum árum þar sem hann starfaði sem sjálf-boðaliði.
Martin fór til Frakklands á vegum verkefnisins European Voluntary Service (EVS), sem styrkt er af EvrópusambandinuÍ því gefst u
„Ég átti eitt ár eftir af mennta-skólanum og langaði einfaldlega til að prófa einn vetur án skóla og komast til útlanda til að viðra mig aðeins. Þá komst ég að því að þetta sjálfboðaverkefni stóð til boða,“ segir Martin. „Sjálfboða-liðarnir fá styrk frá upphafi til enda, flug, uppihald og tryggingar allt í einum pakka. Ég vann mest í ýmiss konar umhverfisstörfum en líka með börnum. Þetta var mjög áhugaverð og þroskandi reynsla.“Martin bjó í litlu þF
til að ferðast og kanna landið milli þess sem þeir sinntu störf-um sínum. „Við höfðum ekkert allt of mikla peninga milli handanna þannig að ég tók mig til og fór á puttanum upp í Alpana, til Lyon og fleiri staða. Það var mjög skemmti-legt að kynnast landinu og mikið var af fjölbreyttu landslagi. Ég hafði lært frönsku í menntaskóla en kunni þó ekki mikið. Eftir dvöl-ina var ég farinn að geta bjmér l á
Á puttanum upp í AlpaMartin Leifsson dvaldi í heilt ár í Suður-Frakklandi þar sem hann starfaði sem sjálfboðaliði. Hann ráð-
leggur ungu fólki eindregið að prófa að búa á eigin vegum í útlöndum, það sé þroskandi reynsla.
Martin Leifsson fór til Frakklands á vegum verkefnisins European Voluntary Service sem styrkt er af Evrópusambandinu. Hann
mælir með því að ungt fólk prófi að búa erlendis í einhvern tíma.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
AÐVENTUFERÐIR gefa fólki kost á að upplifa borgir
í Evrópu á allt annan hátt. Þá spretta upp jólamarkaðir,
bæir skarta sínu fegursta og ilm frá jólaglöggi og ristuðum
hnetum liggur í loftinu. Slíkar ferðir má fara á eigin vegum
eða til dæmis með Bændaferðum, www.baendaferdir.is.
Heildsöludreifing • Skemmuvegur 10 • Sími 567 1330 • www.hringas.is
• Vörn gegn frosti og tæringu• Hentugt fyrir alla málma• Eykur endingartíma• Kemur í veg fyrir gerlamengun
• Vörn allt niður að -30°C• Engin eiturefni – umhverfisvænt• Léttir dælingu
fyrir hita og kælikerfi
frostlögur
Umhverfisvænn
smur- bón og dekkjaþjónustasætúni 4 • sími 562 6066
BREMSUVIÐGERÐIRBREMSUKLOSSAR SPINDILKÚLURALLAR PERUR
HJÓLBARÐAÞJÓNUSTARAFGEYMAÞJÓNUSTAOLÍS SMURSTÖÐBÓN OG ÞVOTTUR
Auglýsingasími
VEÐRIÐ Í DAG
Háskólinn
„En hvert er hlutverk háskóla? Er
það einvörðungu að undirbúa
nemendur undir tiltekin störf?“,
skrifar Eiríkur Bergmann.
Í DAG 14
Áfanganum
loksins náð
Guðlaug Elísabet
Ólafsdóttir er
fertug í dag.
TÍMAMÓT 16
MARTIN LEIFSSON
Starfaði sem sjálfboða-
liði í Frakklandi
á ferðinni
Í MIÐJU BLAÐSINS
Lagfærir textann
Friðrik Ómar
lagfærir útgáfu
sína og Jógvans
Hansen á laginu
Rómeó og Júlía
eftir Bubba.
FÓLK 26
TÓNLISTARMAÐURINN EBERG
Vekur athygli
erlendra útgáfurisa
Boðinn samningur hjá Kobalt Music Publishing.
FÓLK 26
FÓLK Stefán Karl Stefánsson
og Hollywood-leikarinn Chris-
topher Lloyd skipta á milli sín
hlutverki Trölla í samnefndum
söngleik. Söngleikurinn verður
frumsýndur í hinu sögufræga
leikhúsi, Pantages, í Los Angel-
es í næsta mánuði.
Stefán segist vera hálfgerð
varaskeifa fyrir Lloyd, hann
muni hlaupa undir bagga þegar
sá gamli þreytist. „Það verða lík-
lega helmingaskipti hjá okkur,“
segir Stefán en gert er ráð fyrir
tólf sýningum á viku.
- fgg / sjá síðu 26
Stefán Karl í Los Angeles:
Deilir hlutverki
með leikara úr
stórmyndum
SPÆNSK LANDKYNNING Á TORGI LANDNÁMSMANNSINS Hundrað Kanaríeyjabúar settu svip á borgarlífið í gær en þeir eru hér til
að vekja athygli á kostum eyjunnar sinnar sem ferðamannastaðar. Ætla þeir að bjóða hundrað Íslendingum í vikuferð til Kanarí.
Íslandsförin er liður í milljarðs króna herferð ferðamálayfirvalda á Kanarí sem miðar að því að laða að fleiri ferðamenn.
ÚRKOMULÍTIÐ NV TIL Í dag
verða austan eða norðaustan 5-10
m/s. Væta norðaustan og austan
til, en bætir í úrkomuna syðra
síðdegis. Hiti rétt yfir frostmarki
norðan til, en annars víða á bilinu
3-8 stig.
VEÐUR 4
2
2
4
7
6
FERÐIR „Það er sko ýmislegt sem
maður getur gert þó að maður sé
kominn yfir áttrætt,“ segir Auður
Ásdís Sæmundsdóttir, 84 ára
Skaga maður, sem ekur um á ell-
efu ára Musso-jeppa.
Hún lætur sig ekki muna um
að fara út fyrir malbikið, þræða
jeppaslóða og aka yfir ár. Hún
hefur enda mikinn áhuga á
íslenskri náttúru og hefur kannað
hana í gegnum árin, oft í slagtogi
við æskuvinkonu sína, Bjarnfríði
Leósdóttur, sem er 85 ára.
- sg / sjá ALLT
Jeppakona á níræðisaldri:
Vill komast út
af malbikinu
Í JEPPAFERÐ Auður Ásdís og Bjarnfríður
Leósdóttir ásamt Benedikt Eyjólfssyni frá
Bílabúð Benna.
HEILBRIGÐISMÁL Ekki hefur borist jafnmikið af bólu-
efni hingað til lands í tveimur fyrstu sendingunum og
heilbrigðisyfirvöld höfðu átt von á. Þetta staðfestir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
„Þetta var minna en menn bjuggust við en þetta
fer nú að koma hraðar inn,“ segir hann. Spurður um
hvort miklu hafi munað segir hann að í síðustu viku
hafi verið von á fimmtán þúsund skömmtum, en
komið hafi 12.500 og í þessari viku hefði magn bólu-
efnisins einnig reynst minna en reiknað hefði verið
með. Haraldur segist vona að sendingin sem kemur í
næstu viku verði eins og ráð var fyrir gert.
Spurður um ástæður þessa nefnir hann hægari
ræktun veirunnar en vonir hefðu staðið til. Einnig
hafi orðið ákveðin töf af völdum skrifræðis, svo sem
breytingar á fylgiseðlum og fleira af því tagi.
Alls lá 31 á Landspítalanum í gær með svínaflensu.
Þar af voru fjórir á gjörgæslu og jafnvel búist við að
sá fimmti myndi bætast við. Það var ekki orðið ljóst
síðdegis í gær.
Fjórir voru útskrifaðir af spítalanum í gær, en níu
ný flensutilfelli bættust við. Í síðustu viku greindust
1.666 með einkenni sem svipar til inflúensu.
- jss
Á fjórða tug sjúklinga með svínaflensu á Landspítala:
Tafir á afhendingu bóluefnis
Sannkölluð markaveisla
Það var mikið
skorað og nóg um
dramatík í leikjum
Meistaradeild-
ar Evrópu í
gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR 22
LÖGREGLUMÁL Þrír íslenskir karl-
menn og tvær konur voru handtek-
in í gær vegna rannsóknar á meintu
mansali frá Litháen. Fimm litháísk-
ir karlmenn sitja þegar í gæsluvarð-
haldi.
Málið upphófst á fimmtudag í síð-
ustu viku þegar lögreglan lýsti eftir
nítján ára litháískri stúlku sem talin
er fórnarlamb mansals. Næstu dag-
ana þar á eftir voru fimm Litháar
handteknir og sitja þeir nú í gæslu-
varðhaldi sem rennur út síðdegis í
dag.
„Það hefur enginn játað þær sakir
sem á þá eru bornar,“ segir Alda
Hrönn Jóhannsdóttir, staðgengill
lögreglustjórans á Suðurnesjum,
sem fer með rannsókn málsins.
Alda segir að umfang rannsókn-
arinnar sé enn að vaxa. „Við erum
að skoða allt sem kann að tengj-
ast ætluðu mansali og allri ann-
arri skipulagðri glæpastarfsemi og
samskiptum og samkiptaformum
við þessa menn sem við erum þegar
með í gæsluvarðhaldi,“ segir hún.
Samkvæmt upplýsingum Frétta-
blaðsins telur lögreglan sig komna
á slóð skipulagðs mansalshrings.
Íslendingarnir sem handteknir
voru í gær eru á fertugs- og fimm-
tugsaldri og munu ekki vera þekkt-
ir afbrotamenn. Húsleit var gerð á
heimilum þeirra allra á höfuðborg-
arsvæðinu í gær. Að auki var leit-
að í fyrirtækjum og öðru húsnæði.
Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld.
Lagt var hald á bókhaldsgögn, skjöl
og aðra muni.
Yfirheyrslur yfir Íslendingunum
fimm stóðu fram á kvöld. Ákveða á
í dag hvort krafist verði gæsluvarð-
halds yfir þeim og framlengingar
á varðhaldi Litháanna fimm. Sam-
kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins
eru þeir meðal annars grunaðir um
afbrot tengd fíkniefnum, handrukk-
unum og annað ofbeldi.
Við aðgerðirnar í gær naut lög-
reglan á Suðurnesjum aðstoðar frá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
og í Stykkishólmi og Ríkislögreglu-
stjóra.
Stúlkan frá Litháen mun enn vera
undir verndarvæng lögreglunnar
hér á landi. - gar
Lögreglan telur sig á
slóð mansalshrings
Fimm Íslendingar voru handteknir í gær vegna rannsóknar á meintu mansali
frá Litháen. Fimm Litháar sitja þegar í gæsluvarðhaldi. Enginn játar á sig sakir.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
I A
N
TO
N