Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.10.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.10.2009, Qupperneq 2
2 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR Jörundur, ertu byrjaður að kalka? „Já, kalkið er hafið.“ Nýtt fæðubótarefni, HAFKALK, er komið á markað en það er unnið úr kalkþör- ungum á Bíldudal. Jörundur Garðarsson starfar hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal. FISKVEIÐAR. Sjávarútvegsfyrirtæk- ið Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér 2.306 tonn af þeim 3.241 þorsk- ígildistonni kvóta af bolfiski sem fyrirtækið fékk til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu, sem hófst 1. sept- ember 2009. Miðað við meðalverð á kvóta- markaði hinn 24. september síð- astliðinn er heildarverðmæti kvóta sem fyrirtækið hefur leigt frá sér undanfarnar sjö vikur um 440 milljónir króna. Skipin tvö sem Eskja gerir út og skráð eru fyrir bolfiskkvót- anum eru nóta- og togveiðiskip. Þau stunda ekki veiðar á bolfiski, eins og þorski, ýsu og ufsa, held- ur aðeins á uppsjávarfiski, eins og síld, kolmunna og loðnu. „Við höfum verið að skipta afla- heimildum í bolfiski yfir í upp- sjávarheimildir og höfum auk þess verið í millibilsástandi,“ segir Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjár- mála og rekstrar hjá Eskju. Hann segir að fyrirtækið hafi skipt ufsa- , karfa-, og grálúðukvóta fyrir síld- arkvóta sem nótaskipin hafa veitt úr norsk-íslenska síldarstofninum í norskri lögsögu. Kvóti í ufsa, karfa og grálúðu nemur alls 940 tonnum af þeim 2.306 tonnum sem fyrirtækið hefur leigt frá sér undanfarnar sjö vikur. Verðmæti kvóta í þeim teg- undum er um 80 milljónir af alls um 440 milljóna viðskiptum. Að auki hefur fyrirtækið m.a. þegar leigt frá sér 1.108 tonn af 1.883 tonna þorskkvóta ársins. Páll leggur áherslu á að þessi viðskipti séu í fullu samræmi við gildandi lög og reglur. Fyrir- tækið hafi verið í ákveðnu milli- bilsástandi frá því að togarinn Hólmatindur var seldur úr landi í lok árs 2007. Páll segir að ákvörð- un stjórnvalda um að skerða þorskaflaheimildir um 30 prósent sumarið 2007 hafi kippt fótum undan rekstri Hólmatinds og rekstri frystihúss fyrirtækisins. Eskja hafi leitað að nýju og hag- kvæmara skipi í stað Hólma tinds en bankahrunið og efnahagserf- iðleikar hafi kippt fótunum undan þeim hugmyndum í bili. Markmið fyrirtækisins sé hins vegar að hefja bolfiskveiðar á ný um leið og aðstæður leyfa. peturg@frettabladid.is Hafa leigt frá sér 2.306 tonn af kvóta Eskja á Eskifirði hefur leigt frá sér um 71 prósent af bolfiskkvóta fyrirtækisins frá 1. september. Markaðsverðmæti um 440 milljónir króna. Framkvæmdastjóri hjá Eskju segir fyrirtækið vera í millibilsástandi eftir sölu á togara árið 2007. Verðmæti leigðs kvóta frá Eskju Bolfiskkvóti Eskju er alls 3.241 þorskígildistonn. Af honum hafa 2.306 þorskígild- istonn verið færð milli skipa. Þar af er þorskur, 1.108 tonn að virði 294,7 milljónir króna. Færsla annarra tegunda er að magni 1.198 þorskígildistonn og er virði þess 142,8 milljónir króna. Samtals gera það 437,5 milljónir króna. *mv. meðalverð á aflamarki 24.09.09, skv. fiskistofa.is Í HEIMAHÖFN Jón Kjartansson SU-111 er annað tveggja skipa Eskju. Fyrirtækið leggur nú áherslu á uppsjávarfisk en hyggst hefja bolfiskveiðar á ný þegar aðstæður leyfa. STJÓRNSÝSLA Bæjarráð Kópavogs samþykkti í gær ítarlega viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu og stofnaði neyðarstjórn sem tekur til starfa ef og þegar neyðarástand skapast. Viðbragðs- áætlunin hefur þegar tekið gildi. Gunnsteinn Sigurðsson bæjarstjóri er formaður neyðarstjórnarinnar en auk hans sitja í henni bæj- arritari, sviðsstjóri framkvæmdasviðs og sviðs- stjóri félagsmálasviðs. Neyðarstjórnin, sem sett var á fót að tilmælum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, getur í neyðar- tilfellum tekið ákvarðanir og stofnað til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun, svo sem vegna kaupa á björgunarbúnaði, matvælum og öðru slíku, enda þoli afgreiðsla þeirra enga bið, eins og segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Áætlunin er aðgengileg á heimasíðu Kópavogs- bæjar; kopavogur.is. Áherslur hennar eru að styrkja sóttvarnir á vinnustöðum, tryggja fræðslu til starfsmanna um sóttvarnir og viðbrögð við veikind- um, meta aðgerðir til að mæta auknum forföllum á vinnustöðum, undirbúa aðgerðir vegna lokana ef til þeirra kemur, kortleggja þá starfsemi sem nauðsyn- legt er að haldist órofin verði faraldurinn skæður og gera áætlun um aðgerðir til að tryggja rekstur þeirrar starfsemi. - bþs Ítarleg viðbragðsáætlun vegna svínaflensunnar hefur tekið gildi í Kópavogi: Neyðarstjórn komið á fót FRÁ KÓPAVOGI Bæjaryfirvöld hafa tekið í gagnið viðbragðs- áætlun vegna svínaflensunnar. VIÐSKIPTI Ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates skilar á næstu vikum skýrslu um hugsanleg undanskot eigna og óeðlileg- ar millifærsl- ur hjá Glitni í aðdraganda bankahruns- ins, samkvæmt upplýsingum frá skilanefnd Glitnis. Skilanefnd Glitnis réð Kroll seint í maí og stóð upphaflega til að skila skýrslunni í byrjun hausts. Kroll sérhæfir sig í fjármála- brotum og leit að eignum, sem komið hefur verið undan. Það hefur þefað uppi ýmsar eign- ir, svo sem þær sem Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, og Imelda Marcos, ekkja Ferd- inands Marcos, fyrrverandi for- seta Filippseyja, komu undan áður en þeim var steypt af valdastóli. - jab Styttist í skýrslu Kroll: Skoðar hugsan- leg undanskot SADDAM HUSSEIN STJÓRNMÁL Siðareglur borgarfull- trúa í Reykjavík voru staðfestar á fundi borgarstjórnar í gær. Allir borgarfulltrúar nema Ólafur F. Magnússon greiddu atkvæði með reglunum og skrif- uðu undir þær. Markmið þeirra er að skrá og skilgreina þá háttsemi sem kjörnir fulltrúar vilja sýna af sér við öll sín störf. Í þeim er meðal annars fjallað um starfs- skyldur kjörinna fulltrúa, vald- mörk, hagsmunaárekstra, gjafir, fríðindi og trúnað. Með undir- skrift lýsa borgarfulltrúar yfir að þeir ætli að hafa reglurnar að leiðarljósi í störfum sínum. - bþs Borgarstjórn Reykjavíkur: Siðareglurnar teknar í gagnið EFNAHAGSMÁL Ofsagt er að skuld- ir þjóðarbúsins séu komnar fram yfir endanleg mörk sem ekki verð- ur við ráðið þegar skuldabyrðin er skoðuð í alþjóðlegum saman- burði. Þetta segir í tilkynningu efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins frá í gærkvöldi þar sem hafnað er fullyrðingum um að skuldirnar séu óviðráðanlegar. Hafa þær mið- ast við skuldir sem nema 240 pró- sent af landsframleiðslu. Bent er á að vergar skuldir landsins lækki við hrun viðskipta- bankanna þar sem stór hluti skulda afskrifist í þrotabúum þeirra. Þá segir að hlutfall skulda af þjóðar- framleiðslu sé að líkindum veru- lega ofmetið vegna gengisfalls og tímabundins samdráttar lands- framleiðslu. Reikna megi með að krónan styrkist og landsfamleiðsla vaxi að nýju. Á það ber einnig að líta, segir í tilkynningu efnahags- og við- skiptaráðuneytisins, að flest grannríki standa frammi fyrir lífeyrisskuldbindingum í fram- tíðinni sem hafa ekki verið fjár- magnaðar. Íslenska ríkið eigi hins vegar í reynd varasjóð utan efna- hagsreiknings sem er óskattlagt framlag í lífeyrissjóð en það fé og ávöxtun þess mun bera skatt við útgreiðslu. Hrein eignastaða ríkis- ins sé því í reynd töluvert betri ef litið sé til lengri tíma en hún virð- ist við fyrstu sýn. - bþs Efnahagsráðherra hafnar fullyrðingum um að erlendar skuldir séu óviðráðanlegar: Skuldastaðan víða verri en hér SKULDIR ANNARRA RÍKJA Dæmi um vergar skuldir um áramót í hlutfalli við verga landsframleiðslu Austurríki 202% Belgía 269% Kanada 52% Danmörk 173% Írland 884% Holland 282% Sviss 261% Bretland 341% Þýskaland 141% Noregur 105% Heimild: Efnah.- og viðsk.ráðun. ALÞINGI Fjármálaráðherra hlaut ekki stuðning stjórnar- andstöðunnar við ósk sinni um að Icesave-málið yrði tekið til umræðu á þingi í gær. Þingsköp kveða á um að líða þurfi tveir sólarhringar frá því mál er lagt fram á þingi og þar til það er tekið til umræðu. Tillaga um afbrigði frá þeirri reglu naut ekki stuðnings tveggja þriðju hluta þingheims eins og lög gera ráð fyrir. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sögðu þingi og þjóð sýnd óvirðing með að taka málið til umræðu án til- hlýðilegs undirbúnings. - bþs Ósk um afbrigði á Alþingi: Flýtimeðferð á Icesave hafnað VÍSINDI Stjörnufræðingar til- kynntu á dögunum að þeir hefðu komið auga á 32 plánetur utan sólkerfis okkar. Alls hafa því um 400 plánetur fundist á Vetrar- braut jarðar. Pláneturnar eru mismunandi stórar, allt frá því að vera fimm sinnum þyngri en Jörðin upp í að vera fimm til tíu sinnum þyngri en Júpíter. Plánetur með minni massa eru úr bergi, eins og jörð- in, en þær þyngri eru gaskennd- ar. Meiri líkur eru á að líf kvikni á plánetum úr föstu formi heldur en í gashjúp. - bs Merkileg uppgötvun: Fundu 32 nýjar reikistjörnur ALÞINGI Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um hve mikill hluti aflans sem veiddist í strandveiðum sum- arsins fór til vinnslu í þeim höfnum sem landað var í. Sjávarút- vegsráðherra upplýsir þetta í svari við fyrir- spurn Einars K. Guðfinnssonar. Búist er við að upplýsingarnar liggi fyrir undir lok næsta mánaðar. Einar bar fram nokkrar spurn- ingar um veiðarnar. Meðal ann- ars kemur fram að af þeim 595 bátum sem fengu veiðileyfi lönd- uðu 554 bátar afla. - bþs Strandveiðar sumarsins: Óljóst hvar afl- inn var unninn JÓN BJARNASON Ráðgjafarstofa fyrirtækja Ellefu þingmenn úr öllum flokkum hafa endurflutt tillögu á Alþingi um að sett verði á fót Ráðgjafarstofa fyrirtækja, sambærileg Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. ALÞINGI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.