Fréttablaðið - 21.10.2009, Page 4
4 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
ESB á mannamáli!
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Bræðraborgarstíg 9
„Einsog leiftrandi
spennusaga.“
Össur Skarphéðinsson,
utanríkisráðherra
Pétur Gunnarsson,
Fréttablaðinu
„Mikilvægt,
áhugavert innlegg.“
Bjarni Harðarson
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
LOKSINS!
MANNRÉTTINDI Að beiðni Mannrétt-
indadómstóls Evrópu hefur dóms-
mála- og mannréttindaráðuneyt-
ið frestað áður ákveðinni frávísun
hælisleitanda til Grikklands. Mað-
urinn, sem er flóttamaður frá
Afganistan, er einn fjögurra sem
ráðuneytið ákvað í septemberlok
að vísa til Grikklands.
Í tilkynningu ráðuneytisins
kemur fram að maðurinn, sem fór
í felur fyrir helgi þegar í ljós kom
að senda ætti hælisleitendurna til
Grikklands, hafði kært ákvörðun
ráðuneytisins til Mannréttinda-
dómstólsins á föstudag. Samdægurs
barst beiðni frá dómstólnum um að
fresta frávísuninni á grundvelli 39.
greinar málsmeðferðarreglna dóm-
stólsins. „Niðurstaða ráðuneytisins
um að senda mál þessara fjögurra
hælisleitenda til efnismeðferðar í
Grikklandi er í samræmi við þau
almennu viðmið sem gilda um mál
af þessum toga og kynnt voru í júní
síðastliðnum, það er að skoðað verði
hvert tilvik fyrir sig og aðstæður
viðkomandi einstaklings metnar
áður en ákvörðun er tekin um end-
ursendingu til Grikklands. Á grund-
velli þessara sömu viðmiða hefur til
að mynda mál fjölskyldu með ung-
barn verið tekið til meðferðar hér á
landi sem ella hefði farið til Grikk-
lands,“ segir í tilkynningu.
Dómsmálaráðuneytið segist
fresta frávísun mannsins þar til
niðurstaða liggur fyrir um hvort
mál hans verði tekið til meðferðar
hjá Mannréttindadómstólnum eða
dómur í málinu gengur. - óká
RAGNA ÁRNADÓTTIR Mótmælendur
hafa beint spjótum sínum að dóms-
málaráðherra, eftir að ráðuneyti hennar
vísaði fjórum hælisleitendum sem
hingað höfðu komið til Grikklands.
Dómsmálaráðuneytið verður við beiðni Mannréttindadómstóls Evrópu:
Frávísun hælisleitanda frestað
LÖGREGLUMÁL Seta Baldurs Guð-
laugssonar ráðuneytisstjóra í sam-
ráðshópi á vegum Seðlabankans,
sem fékk þær upplýsingar í febrú-
ar í fyrra að bankakerfið riðaði
til falls, er annað af þeim atriðum
sem rannsókn sérstaks saksókn-
ara á meintum innherjaviðskiptum
Baldurs beinist að. Fjármálaeftir-
litið ákvað að taka mál Baldurs
upp að nýju eftir að upplýsingar
tengdar þessum fundi bárust því,
samkvæmt heimildum blaðsins.
Baldur seldi hlutabréf sín í
Landsbankanum í september í
fyrra en hlutabréf í bankanum urðu
verðlaus við hrunið fáeinum dögum
síðar. Skömmu áður hafði hann
setið fund um stöðu Landsbankans
með Alistair Darling, fjármálaráð-
herra Bretlands, og fleiri embætt-
ismönnum í London.
Fjármálaeftirlitið tók í kjölfar-
ið til athugunar hvort Baldur hefði
með sölu á bréfunum gerst sekur
um innherjasvik. Í maí síðastliðn-
um var honum tilkynnt að málið
hefði verið látið niður falla.
Stuttu síðar bárust FME hins
vegar nýjar upplýsingar, sem sam-
kvæmt heimildum blaðsins sneru
að setu Baldurs í áðurnefndum
samráðshópi. Var málið því tekið
upp að nýju. Það er nú í lögreglu-
rannsókn hjá sérstökum saksókn-
ara.
Baldur, þá ráðuneytisstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, sat í samráðs-
hópnum ásamt ráðuneytisstjórum
forsætis- og viðskiptaráðuneyt-
anna, fulltrúum Seðlabankans og
Jónasi Fr. Jónssyni, þáverandi for-
stjóra FME, en hann lét af störfum
í byrjun mars á þessu ári.
Í mars í fyrra, rúmu hálfu ári
fyrir bankahrunið, voru sam-
ráðshópnum kynntar niðurstöður
skýrslu sem fjármálakreppusér-
fræðingurinn Andrews Grac-
ie hafði unnið fyrir hérlend yfir-
völd.
Í febrúar síðastliðnum minnt-
ist Davíð Oddsson á þá skýrslu í
Kastljósi og sagði: „Við fengum til
að mynda í febrúar einn færasta
fjármálastöðugleikasérfræðing
í Evrópu til að vinna fyrir okkur
viðbragðsáætlun. Í þeirri áætlun
gerðum við ráð fyrir því að banka-
kerfið færi á hausinn í október.“
Í kjölfarið hóf samráðshópurinn
að vinna að undirbúningi lagasetn-
ingar, sem síðar varð grundvöllur
neyðarlaganna.
Það er því aðallega tvennt sem
liggur til grundvallar lögreglu-
rannsókninni á hendur Baldri;
það að hann hafi fengið fyrrnefnda
kynningu, og títtræddur fundur í
London. stigur@frettabladid.is
Baldur vissi af hrun-
hættunni í febrúar
Baldur Guðlaugsson sat í samráðshópi á vegum Seðlabankans sem var kynnt
svört skýrsla um yfirvofandi bankahrun í febrúar í fyrra. Gögn um setuna þar
liggja til grundvallar lögreglurannsókn á meintum innherjasvikum Baldurs.
Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra hefur ekki
fundið lausn á máli Baldurs
Guðlaugssonar, sem nú
gegnir starfi ráðuneytisstjóra í
menntamálaráðuneytinu. Að
hennar sögn er málið enn í
skoðun.
Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins er það hins
vegar almenn skoðun þing-
manna stjórnarflokkanna að
algjörlega ótækt sé að Baldur
sitji áfram á meðan hann
sætir lögreglurannsókn af
þessu tagi.
STJÓRNARLIÐAR TELJA BALDRI EKKI SÆTT
BALDUR GUÐLAUGSSON Með Baldri
í samráðshópnum sátu aðrir
ráðuneytisstjórar, fulltrúar
Seðlabankans og for-
stjóri FME.
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
21°
11°
11°
16°
14°
16°
11°
11°
24°
15°
24°
20°
30°
9°
15°
17°
10°
Á MORGUN
Strekkingur NV-til,
annars mun hægari.
FÖSTUDAGUR
10-15 m/s V-til,
annars víða 5-10 m/s.
8
6
3
2
1
2
3
4
6
7
6
8
9
6
4
7
6
10
9
9
80
8
7
3
4
6
4
7
4
11
HLÝNANDI VEÐUR
Það verður víða
blautt á landinu í
dag, síst þó vestan-
lands. Væta norð-
austan og austan til
fram eftir degi og
sunnanlands síð-
degis. Svipað veður
á morgun og léttir
heldur til suðvest-
an til. Á föstudag
verður ákveðnari
norðanátt einkum
vestanlands með
kólnandi veðri.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNMÁL Ríkisstjórn Íslands
fordæmdi, á fundi sínum í gær,
skilyrðislaust það ofbeldi sem
felst í því að ráðist sé gegn frið-
helgi og einkalífi fólks. Skemmd-
arverk á heimilum fólks eru
þannig fordæmd.
Forsætisráðherra vísaði sér-
staklega til máls Rannveig-
ar Rist, en líkt og Fréttablaðið
greindi frá skvettist sýra, sem
einhver hafði hellt yfir bíl henn-
ar, í andlit hennar. Ríkisstjórnin
hvetur til samstöðu á meðal fólks
til að stöðva slíkar aðfarir. Rétt-
ur fólks til mótmæla er skýrt
viðurkenndur í minnisblaðinu,
en fólk er hvatt til friðsamlegra
mótmæla. - kóp
Ríkisstjórn Íslands:
Fordæmir
skemmdarverk
MÁLNINGU SLETT Ríkisstjórnin fordæmir
mótmæli sem beinast gegn friðhelgi og
einkalífi fólks. Skemmdarverk á heimil-
um eru fordæmd. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VIÐSKIPTI Qatar Holding, fjárfest-
ingararmur stjórnvalda í araba-
ríkinu Katar, íhugar að selja
hluta af bréfum sínum í Barclays,
næststærsta banka Bretlands.
Bandaríska dagblaðið Wall
Street Journal segir Qatar Hold-
ing ætla á móti að auka við hlut
sinn í breska stórmarkaðnum
Sainsburys, jafnvel leggja fram
yfirtökutilboð í verslunina.
Félagið keypti bankahlutinn
seint í nóvember í fyrra eftir
hrun á fjármálamörkuðum. Í kjöl-
farið leituðu stjórnendur Barclays
eftir líflínu í Miðausturlöndum.
Verðmæti hlutarins hefur
hækkað um rúm þrjátíu prósent
síðan þá og er reiknað með að
fjárfestingarsjóðurinn hagnist
um 630 milljónir punda, jafnvirði
tæpra 130 milljarða króna, á við-
skiptunum. - jab
Arabar vilja selja bankahlut:
Íhuga kaup
á stórmarkaði
SAINSBURYS Fjárfestingararmur stjórn-
valda í Katar gerði yfirtökutilboð í breska
stórmarkaðinn Sainsburys á vordögum
2007 en hafði ekki erindi sem erfiði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Hringnum nær lokað
Samfellt slitlag er komið á milli
Reykjavíkur og Egilsstaða um Norð-
urland. Aðeins vantar að ljúka átta
kílómetra kafla í Berufirði til að unnt
verði að keyra hringinn um Ísland á
malbiki.
SAMGÖNGUMÁL
LÖGREGLAN Síðustu daga hafa
meira en hundrað ökumenn verið
staðnir að hraðakstri á Suðurgötu
í Reykjavík, milli Skothúsvegar
og Vonarstrætis og á annan tug
þeirra verið sviptur ökuleyfi.
Þrír voru sviptir ökuréttindum
þar til bráðabirgða í fyrrakvöld
en 30 km hámarkshraði er á kafl-
anum. Óku þeir á 66-69 kílómetra
hraða. - bþs
Fjöldi tekinn fyrir hraðakstur:
Margir gefa í á
Suðurgötunni
STJÓRNMÁL Starfshópur um
aðgerðir til að jafna betur stöðu
kynja í sveitarstjórnum leggur
meðal annars til að lögfest verði
jafnt hlutfall kynja á framboðs-
listum. Þá er lagt til að ráðist
verði í hvatningarátak og haldin
námskeið fyrir konur um þátt-
töku í sveitarstjórnarstarfi.
Kristjáni L. Möller samgöngu-
og sveitarstjórnarráðherra voru í
gær afhentar tillögur starfshóps-
ins sem Sigrún Jónsdóttir veitti
formennsku. Hyggst ráðherrann
fara yfir þær og hrinda í fram-
kvæmd þeim ábendingum sem
unnt þykir, eins og segir í frétt
frá ráðuneyti hans. - bþs
Fleiri konur í sveitarstjórnir:
Jafnt hlutfall
kynja á listum
GENGIÐ 20.10.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
222,9004
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,5 123,08
200,99 201,97
183,32 184,34
24,624 24,768
21,992 22,122
17,658 17,762
1,3548 1,3628
195,59 196,75
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR