Fréttablaðið - 21.10.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 21.10.2009, Síða 8
8 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvað heitir söguhetja nýrra barnaþátta fyrir íslensk börn eftir Lailu Arnþórsdóttur? 2. Til heiðurs hverjum er mál- þing BSRB sem sett er í dag? 3. Hverjir hafa gert nýja útgáfu af Bubbalaginu Rómeó og Júlía? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 Í hvernig borg viltu búa? HUGMYNDAÞING Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR SUNNUDAGINN 25. OKTÓBER KL. 13–16 www.reykjavik.is/hugmyndir Fjallað verður um raunveruleg dæmi þar sem fyrirtæki nýta Microsoft Dynamics CRM til að ná betri yfirsýn og öryggi í við- skiptastjórnun og meiri hagkvæmni í þjón ustu ferlum. Meðal annars munu Intrum á Íslandi og Orkuveita Reykjavíkur lýsa reynslu sinni af innleiðingu Microsoft Dynamics CRM. Tímasetning: 8:30 - 9:45 Staðsetning: Urðarhvarfi 6, Kópavogi Morgunverður og þekking í boði TM Software Skráning og nánari upplýsingar: www.tmsoftware.is Vaknaðu með TM Software Morgunverðarfundur á morgun Vönduð viðskiptastjórnun og hagkvæmari þjónustuferlar með Microsoft Dynamics CRM október SKÓLAMÁL Flugakademía Keilis hyggur á útrás með því að flytja inn flugnemendur frá Kína. Von er á fyrsta nemendahópnum í jan- úar næstkomandi. Hjálmar Árna- son, framkvæmdastjóri Keilis, segir skólann vel samkeppnishæf- an við flugskóla í nágrannalönd- unum. Skólinn sé ódýrari, hafi á að skipa mjög hæfum flugkennur- um og sé vel tækjum búinn. Að sögn Hjálmars er að því stefnt að hingað til lands komi um 200 Kínverjar árlega til flug- náms hjá Keili. Ekki liggur hins vegar fyrir enn hversu margir nemendur verði í fyrsta hópnum sem hingað kemur. Þeir kunni að vera á milli 20 og 70 talsins. „En við erum með starfsmann í Kína sem vinnur þetta með okkur,“ segir Hjálmar, en þar í landi er verulegur skortur á menntuðum flugmönnum. Enn er verið að byggja við og efla flugnámið en nýverið bætt- ust við þrjár kennsluflugvélar í fimm flugvéla flota Keilis. Allar eru vélarnar fjögurra manna, tvær DA-40 TDI eins hreyfils vélar og ein DA-42 NG (New Gen- eration) tveggja hreyfla vél. Vél- arnar eru tæknilega fullkomnar, með koltrefjabúk, sem er sterk- ari en hefðbundinn álbúkur. Það þýðir að farþegar vélarinnar eru betur varðir komi til óhappa. Þá er vél- og tækjabúnaður af allra nýjustu sort. Kári Kárason, skóla- stjóri flugakademíunnar, segir að meðal nýjunga sé til dæmis sjálf- stýribúnaður sem nýnæmi sé að hægt sé að kenna á í svo litl- um vélum. Búnaðurinn sé svip- aður þeim sem notaður er í stór- um farþegaþotum. Þá segir Kári öryggisatriði að vélarnar séu búnar stórum skjám, sem sýni meiri sjóndeildarhring en aðrar vélar. „En það þýðir að menn eiga betra með að halda áttum í erfið- um aðstæðum,“ segir hann. Þá eru vélarnar búnar dísilhreyflum sem eru minni að rúmmáli en aðrir, en skila þó sama afli. Vélarnar séu æði sparneytnari og noti í ofan- álag þotueldsneyti, sem sé ódýr- ara en flugvélabensín. Hvað aukin umsvif í flugnám- inu varðar segir Hjálmar svo stefnt að því að auka námsfram- boð tengt fluginu. Nýlega sé hafið flugfreyjunám, en í janúar eigi svo að hefja kennslu í flugvirkjun. Þá sé í pípunum að koma á flug- rekstrarnámi. olikr@frettabladid.is HJÁLMAR ÁRNASON Hjálmar, sem er framkvæmdastjóri Keilis, segir að setja eigi aukinn kraft í flugkennslu með útrás og auknu námsframboði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DA-40 TDI KENNSLUFLUGVÉL Vel viðraði í kynningarflugi nýrra kennsluflugvéla Flugakademíu Keilis í gær. Hér má sjá fjögurra sæta DA-40 TDI vél, sem búin er nýjustu tækjum og með búk úr koltrefjum, sem eru sterkari en ál, með höfuðborgina í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flugakademía Keilis farin í útrás til Kína Stefnt er að því að hér á landi stundi árlega 200 Kínverjar flugnám hjá Flug- akademíu Keilis í Reykjanesbæ. Von er á fyrsta nemendahópnum í janúar. Skól- inn tók nýverið í notkun þrjár nýjar og tæknilega fullkomnar kennsluflugvélar. STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið hart fram í gagn- rýni á nýja Icesave-samninga við Breta og Hollendinga. Um leið hefur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýst samningun- um góðum. Eftir að samningarnir voru kynntir á sunnudaginn sagði Bjarni að vegið hefði verið að sjálf- stæði íslensku þjóðarinnar með því að neita henni um þann sjálfsagða rétt að fá skorið úr um málið fyrir hlutlausum dómstólum. Þessi orð ríma illa við ræðu hans á þingi fyrir ári. Þá sagði hann: „Ég held að það sé afskaplega mikil ein- földun á þessu máli öllu saman að telja það í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórn- völd að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vett- vangi eða hér heima fyrir íslensk- um dómstólum.“ Í desember í fyrra, þegar ríkis- stjórnin aflaði sér stuðnings þings- ins til að semja við Breta og Hol- lendinga, lagði Steingrímur áherslu á að ekki yrði rætt við Breta á meðan hryðjuverkalög þeirra gagn- vart Landsbankanum væru í gildi. „Þess í stað verði stjórnvöldum falið að taka upp samningaviðræður við deiluaðila að nýju á hreinu borði og leita þar eftir því og sækja fast á um að fá fram lögformlegan úrskurðar- farveg í deilumálinu og/eða samn- ingsniðurstöðu á sanngjörnum for- sendum,“ sagði hann. Undir hans forræði var skrifað undir Icesave- samningana 11. júní. Hryðjuverka- lögin voru þá enn í gildi. - bþs Málflutningur Bjarna Benediktssonar og Steingríms J. Sigfússonar breyttist á ári: U-beygjur í Icesave og AGS BJARNI BENEDIKTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON DÓMSMÁL Karlmaður um tvítugt hefur verið ákærður fyrir tilraun til stórfellds smygls á fíkniefnum hingað til lands. Maðurinn sótti póstsendingu í póstmiðstöðina við Stórhöfða um miðjan desember á síðasta ári. Sendingin var stíluð á heimil- isfang samlöndu hans að Eyja- bakka í Reykjavík. Það sem mað- urinn vissi ekki var að lögreglan hafði þá fjarlægt 1.921 e-töflu og 12.33 grömm af e-töfludufti úr sendingunni. Í ákæru ríkissaksóknara segir að efnin hafi verið ætluð til sölu- dreifingar í ágóðaskyni hér á landi. - jss Ákærður fyrir stórfellt smygl: Sótti e-töflu- sendingu í póst Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.