Fréttablaðið - 21.10.2009, Síða 14
14 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Á uppgangstíma efnahagslífs-ins óx háskólakerfið með
sama ógnarhraða og mörg önnur
svið samfélagsins. Samkeppni
varð boðorð dagsins og háskól-
arnir hófu að keppa hver við
aðra um nemendur. Samkeppn-
in átti í orði kveðnu að auka gæði
og fjölbreytni í háskólastarfi. En
jafnvel þótt slíku sé haldið fram
í hátíðarræðum hygg ég að flest-
ir sem hafa starfað við háskóla-
kennslu á Íslandi lengur en áratug
viti mætavel að námskröfur hafa
stöðugt minnkað eftir því sem kló
samkeppninnar hefur gripið þétt-
ar. Þetta á jafnt við í öllum skólun-
um, ríkisskólum sem öðrum, enda
tilkomið af kerfislægri skekkju
og varð meðal annars til með því
reikningslíkani sem skiptir opin-
beru fé á milli háskóla landsins.
Kerfið bókstaflega hvetur
skólana til að kenna í risastór-
um hópum og fjöldaframleiða
prófskírteini burt séð frá gæðum
menntunarinnar. Smám saman
þrýstir samkeppnin öllu í sama
farveginn. Við þessari þróun
þarf að sporna. Þess vegna er sú
umræða sem nú fer fram um hag-
ræðingu í háskólakerfinu eink-
ar tímabær og mikilvægt að vel
takist til. Þrátt fyrir mismunandi
rekstrarform er hérlent háskóla-
starf að mestu fjármagnað af
opinberu fé og snertir því allt
samfélagið.
Vissulega er margt vel gert en
okkur hefur eigi að síður borið af
leið. Eins og á við um mörg önnur
svið samfélagsins urðu háskólarn-
ir viðskiptavæðingu samfélags-
ins að bráð. Í stað þess að einbeita
okkur að því grundvallarverkefni
að skapa og miðla þekkingu fór
starfsemin í auknu mæli að snúast
um markaðssetningu. Allt í einu
átti atvinnulífið að kosta próf-
essorsstöður og heilu rannsókna-
setrin. Háskólarnir voru seldir
athafnamönnum á kostakjörum.
Ég minnist til að mynda fund-
ar um stöðu háskólasamfélagsins
fyrir tveimur árum. Menn virtust
sammála um að háskólarnir ættu
fyrst og síðast að þjóna þörfum
atvinnulífsins, undirbúa nemend-
ur undir störf í atvinnulfinu. Því
þyrfti að kortleggja þörf fyrir-
tækjanna fyrir sérhæft starfsfólk
og miða starf háskólanna að því.
Þegar einmanna gagnrýnin rödd
spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú
eiginlega væri var svarið góðlát-
legur hlátur, spurningin þótti svo
vitlaus.
En hvert er hlutverk háskóla?
Er það einvörðungu að undirbúa
nemendur undir tiltekin störf?
Háskólinn er ein elsta stofnun
vestrænna samfélaga, jafnvel
eldri en kirkjan í vissum skiln-
ingi. Lengst af var hlutvek háskól-
anna að leita þekkingar, gagnrýna
ríkjandi viðhorf og leita sann-
leikans. Þekkingin var álitin hafa
gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum
dagsins. Af þessu höfum við því
miður misst sjónar. Okkur sem
störfum í háskólunum ber nú að
finna réttu leiðina í átt að betra
háskólakerfi, samfélaginu öllu til
hagsbóta.
Fámennið er auðvitað takmark-
andi, í samanburði við önnur lönd
ber Ísland tæpast einn háskóla í
merkingunni Universitas. Dramb
um að íslenskir háskólar verði
meðal þeirra bestu í heimi þjón-
ar því engu öðru en uppblásinni
þjóðrembu og er ekkert nær sann-
leikanum en þegar við héldum að
íslenskir bankamenn væru öðrum
fremri. Verkefnið nú er að búa
til gott háskólakerfi sem styður
við heilbrigt samfélag og hjálp-
ar nemendum við að takast á við
sjálfa sig, lífið og tilveruna.
Að mínu viti þarf að byggja hér
upp háskólakerfi sem grundvall-
ast á samvinnu milli skóla en ekki
aðeins á endalausri samkeppni,
sem stundum verður hreinlega
eyðileggjandi afl. Í stað þess að
fara í sífellu inn á svið hvers ann-
ars gætu háskólarnir til að mynda
boðið upp á sameiginlegar náms-
brautir. Til að tryggja fjölbreytni
þurfa stjórnvöld að hafa forystu
í því að koma á skynsamlegri
verkaskiptingu og kerfisbundinni
samvinnu milli ólíkra háskóla-
stofnana.
Hugsanlega mætti sameina
yfirbyggingu allra háskólanna í
eina sameiginlega stofnun en við-
halda kennslu og rannsóknastafi
áfram í sjálfstæðum stofnunum.
Háskóli Íslands samanstendur
eftir nýlega breytingu af fimm
sviðum sem hver og ein gæti verið
sjálfstæður skóli innan sameig-
inlegrar stofnunar sem einnig
næði til annarra háskólastofnana.
Háskólinn á Bifröst hefur þá sér-
stöðu að kenna fámennum hópum
og byggja á fjölbreyttum verk-
efnum.
Þrátt fyrir ólíka kennslufræði
óttast ég ekki afdrif svoleiðis
skóla innan háskólakerfis sem
byggir á kerfisbundnu samstarfi.
Höfundur er dósent í stjórnmála-
fræði við Háskólann á Bifröst og
hefur kennt við ellefu háskóla í
sjö löndum.
Háskólinn
EIRÍKUR BERGMANN
Í DAG | Hlutverk háskóla
E
mbættismaður liggur undir grun um að hafa nýtt sér
trúnaðarupplýsingar til að bjarga eigin skinni með
sölu á hlutabréfum í banka. Hann er viðfangsefni í
opinberri umræðu og sætir nú öðru sinni opinberri
rannsókn grunaður um innherjaviðskipti. Hann situr
sem fastast og þverneitar að láta af störfum þótt almenn rétt-
lætiskennd boði að honum verði vikið tímabundið úr starfi. Ráð-
herrann sem hefur hann í vinnu hikar við að taka á málinu og
embættismaðurinn virðist ekki skilja stöðu sína. Stjórnkerfið
megnar ekki að fylgja reglum sem víðast hvar þykja sjálfsagð-
ar.
Og fram spretta einstaklingar í atvinnurekstri einkageirans
sem réttlæta þessa stöðu, þótt engum í þeirra rekstri myndi
líðast að sitja undir grun um að hafa skarað eld að sinni köku á
kostnað vinnuveitanda síns.
Úr röðum atvinnurekenda heyrast sífelldar raddir þess
efnis að einstaklingar sem hafa átt í ofkeyrslu í rekstri og
sýnt háskalega vangá í meðferð fjármuna hluthafa skuli ekki
gjalda þess framferðis: hættum nornaveiðum segja þeir. Eng-
inn þeirra myndi hafa slíka óreiðumenn í starfi sem uppvísir
yrðu að stórkostlegum mistökum í þeirra eigin fyrirtækjum,
mistökum sem gætu hafa kostað stóran fjárhagslegan skaða á
þeirra eigin sjóðum.
Bankastofnanir eru um þessar mundir að veita fyrirtæk-
um með bærilega veltu framhaldslíf þótt sitjandi stjórnendur
þeirra hafi á liðnum misserum sýnt fádæma vangæslu við störf
sín, hleypt fyrirtækjum sínum í ofsalegar skuldir og viðvarandi
rekstrarvanda, jafnvel rekstrarstöðvun, ef almennar reglur um
ábyrgð ættu að gilda.
Það er ekki sama Jón og Séra Jón, var einhvern tíma sagt.
Á sama tíma er smælingjum refsað snögglega: eignir hirtar
af einstaklingum, farið fram af hörku gegn þeim sem misnota
opinber styrkjakerfi í smáu – en ekki þeim sem hafa misnotað
önnur opinber kerfi í stóru. Þjóðin er að falla í sögulegt mis-
sætti þeirra sem höfðu völd og eignir og hinna sem báru svo
lítið úr býtum að þeir áttu rétt fyrir húsaskjóli og bærilegri
framfærslu sín og sinna.
Þetta er gömul saga – og ný. Yfirgangur hinna voldugu er eins
og rauður þráður gegnum alla okkar sögu, frá því okkur bar
hingað, flóttamenn frá suðlægari löndum – sem okkur gleymist
gjarnan þegar aðra flóttamenn ber hingað nú.
Óréttlæti kemur mönnum í koll. Og verði það að viðtekinni
venju í langan tíma brestur sá samfélagssáttmáli sem við vilj-
um halda. Það réttlætir ekkert sérgæði til handa þeim sem hafa
brotið gegn almannaheill. Hvort sem stolið er sauðarkrofi úr
hjalli eða heilli hjörð. Og það sem meira er: sá sem sótti mat
í hjallinn á sér oft ríkari málsbætur en hinn sem hirti hjörð-
ina.
Sökudólgar sitja fast.
Réttlæti þeirra
ríku og voldugu
PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR
UMRÆÐAN
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar um
vændi og ábyrgð
Síðastliðinn föstudag birtist frétt á Lög-regluvefnum um að vísbendingar séu um
að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt
hér á landi [http://www.logreglan.is/display-
er.asp?cat_id=81&module_id=220&element_
id=14546]. Það er vissulega ástæða til að
fagna því að lögreglan veki athygli á þeim
glæpum sem eiga sér stað hér og byggja á nauðung
fólks, en þegar snýr að mansali til kynferðislegar
misneytingar er aðallega um konur að ræða. Bæði
karlar og konur eru seld mansali til nauðungarvinnu
af öðru tagi. Í umræddri frétt mátti lesa að: „Í höf-
uðborgum nágrannalandanna [hafi]erlendar vændis-
konur, sem leita viðskiptavina á götunni, valdið marg-
víslegum vanda á undanliðnum árum.“ Þó má skilja
næstu setningar þannig að götuvændi endurspegli
þaulskipulagða glæpastarfsemi sem erlendir glæpa-
flokkar halda uppi, oft með aðstoð heimamanna.
Spurningin vaknar því, hvort það séu vændiskon-
urnar, eða þeir glæpamenn sem „gera þær út“ sem
valdi vandanum?
Hugsunin sem endurspeglast í ofangreindri til-
vitnun gengur algjörlega á skjön við undirliggjandi
markmið íslenskra, norskra og sænskra laga
um vændi. Hin svokallaða sænska leið, sem
hefur verið innleidd bæði á Íslandi og í Nor-
egi gerir kaup á vændi refsiverð, en ekki
sölu. Þar er gengið út frá því sem rannsóknir
sýna, að stór hluti þeirra sem eru í vændi eru
þar ekki af fúsum og frjálsum vilja. Vandinn,
og það sem þarf að uppræta, er eftirspurn-
in. Henni svarar skipulögð glæpastarfsemi
með flutningi kvenna yfir landamæri, þar
sem þær stunda vændi í ánauð. Yfirlýsing
lögreglunnar hins vegar gerir því sjónarmiði
hátt undir höfði að vændiskonurnar séu vandinn, en
hvorki sú skipulagða glæpastarfsemi sem setur þær á
göturnar, né eftirspurn þeirra sem kaupa sér aðgang
að líkömum þeirra.
Greiningardeild lögreglustjóra ber ábyrgð á því
að setja upplýsingar fram á þann hátt að ábyrgð sé
lögð á rétta aðila í umfjöllun um jafnmikilvægt mál-
efni og hér um ræðir. Ábyrgð embættisins á þessu
sviði er rík, enda var umrædd tilvitnun tekin óbreytt
og gagnrýnislaust upp af flestum fjölmiðlum á land-
inu, sem gerir það að verkum að umræðan og meðvit-
und almennings litast af þessu sjónarmiði. Það er von
mín að bæði lögregluembætti landsins og fjölmiðlar
hugi að þessu í áframhaldandi umræðu um mansal
og vændi á Íslandi.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Framboð og eftirspurn
SILJA BÁRA
ÓMARSDÓTTIR
Rúðuþurrkur
NeoForm. Ný þurrkublöð frá Trico
NÝ ÚTGÁFA af rúðuþurrkum frá
Fyrir konur
Iðnaðarráðherra hefur þegið boð
Women’s Forum for the Economy
and Society um þátttöku í pall-
borðsumræðum um framtíðarvöxt í
Evrópu á alþjóðafundi samtakanna
í Frakklandi. Þetta kemur fram á
heimasíðu iðnaðarráðuneytisins. Þar
kemur einnig fram að fundinn sæki
þúsundir kvenna úr stjórnmálum,
viðskiptum og stjórnsýslu. Enn fremur
kemur fram að sumir kalli þennan
fund „Davos fyrir konur“, og er
þar átt við árlega heimsvið-
skiptaráðstefnu í samnefndum
bæ í Sviss. En hvað á iðnaðar-
ráðuneytið við með því að
ráðstefnan í Frakklandi sé
„Davos fyrir konur“? Að
Davos sé ekki fyrir konur?
Farið hefur blogg betra
Eftir að nýir ritstjórar voru ráðnir á
Morgunblaðið hafa ófáir bloggarar
sagt skilið við Moggabloggið og róið á
önnur mið – oftar en ekki með kraft-
miklum kveðjuorðum. Margir þeirra
hafa notað tækifærið á nýjum vett-
vangi og lýst því yfir að án þeirra eigi
Moggabloggið ekki langt eftir. Stolt
þessara sjálfskipuðu burðarveggja
bloggveitu Moggans hlýtur því að hafa
særst pínulítið, þegar þeir rýndu í nýj-
ustu tölur vefmælingar Modernus;
heimsóknum á Moggabloggið hefur
fjölgað á milli vikna.
Kjarni málsins
Vefþjóðviljinn hefur yfirleitt
allt á hornum sér varðandi
fjölmiðla. Að þeirra mati eiga
fjölmiðlar til dæmis iðulega erfitt
með skilja kjarnann frá hisminu,
heldur missa sig einatt í einhverjum
sparðatíningi. En Vefþjóðviljinn veit
einatt betur. Það á til dæmis við um
fréttir af því að sérstakur saksóknari
er með viðskipti Baldurs Guðlaugs-
sonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra,
á sínu borði. Það er engin frétt að
mati Vefþjóðviljans. Ef Baldur er til
rannsóknar hjá sérstökum saksókn-
ara þá er Baldur bara til
rannsóknar hjá sérstök-
um saksóknara. Stóra
spurningin er hins vegar
þessi: Hvernig komust
fjölmiðlar á snoðir um
þessar upplýsingar?
bergsteinn@frettabladid.is