Fréttablaðið - 21.10.2009, Side 26
22 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Á meðan flest lið efstu deildar sem þurfa styrkingu hafa verið að
fá til sín leikmenn þá hefur lítið heyrst frá Selfossi. Nýliðarnir hafa
ekkert látið til sín taka á leikmannamarkaðnum það sem af er en
nýráðinn þjálfari þeirra, Guðmundur Benediktsson, segir að það
muni breytast.
„Það er verið að vinna í nokkrum málum en góðir hlutir gerast
víst hægt. Við reynum að fara eftir því. Auðvitað erum við að
kíkja í kringum okkur en það verður að segjast að það er ekki
um auðugan garð að gresja. Ég sé líka betur þegar við byrjum
að æfa hvar okkur vantar styrkingu,“ sagði Guðmundur en er
aksturinn yfir Hellisheiði að fæla menn frá því að fara á Selfoss?
„Ég held ekki. Hvað varðar sjálfan mig þá getur þetta verið
besti tími dagsins, gott að fá smá tíma með sjálfum sér á meðan
maður rúllar yfir heiðina. Ég held að menn hafi gott af því, að hugsa
aðeins um lífið á meðan þeir fara yfir heiðina. Ég hef samt ekki talað
við neinn leikmann sem er að gera aksturinn að einhverju vanda-
máli.“
Guðmundur segist ekki hafa gert sér nákvæmlega grein fyrir því
hvað hann þurfi að styrkja liðið mikið svo það sé raunhæft mark-
mið að halda liðinu í deildinni.
„Ég er búinn að horfa á eina fjóra leiki á DVD-diskum
og ég sé þetta ekki alveg fyrr en ég kynnist strákunum á
æfingum. Við þurfum samt klárlega að bæta við okkur.
Þetta er ekki fjölmennur hópur og svo er þetta ungt lið
og kannski ekki mikil reynsla í því. Liðið þarf á reynslu að
halda og ég hef verið að leita fyrir mér í þeim efnum,“
sagði Guðmundur sem gaf mönnum gott frí.
„Ég er greinilega frábær þjálfari því ég gaf mönnum
strax gott frí,“ sagði Guðmundur og hló dátt en hann
segir hvíldina oft vera vanmetna.
Þó svo Guðmundur hafi ekkert séð til liðsins í sumar
og aðeins horft á það af diskum segist hann vera farinn
að vita hvað flestir leikmanna liðsins heiti.
„Ég er búinn að hitta strákana og það verður ekkert vanda-
mál. Ég mun læra það fljótt hvað þeir heita,“ sagði Guðmundur
léttur.
GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON, ÞJÁLFARI SELFOSS: EKKI ENN FARINN AÐ STYRKJA LEIKMANNAHÓPINN
Gott að keyra yfir heiðina og hugsa um lífið
> HSÍ til í að styðja við bakið á Fram
Þau voru ansi stóryrt skrifin á heimasíðu Fram eftir seinni
leik liðsins gegn Tatran Presov. Var þar talað um að
dómurunum hefði verið mútað og annað. Hefur pistillinn
verið fjarlægður af heimasíðu félagsins. Þrátt fyrir það
eru Framarar afar ósáttir við dómgæsluna sem þeir fengu
í leikjunum og óskuðu eftir því að HSÍ myndi styðja við
bakið á þeim. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri
HSÍ, segir að það sé sjálfsagt mál hafi Framarar eitthvað
til síns máls. Hann hafi aftur á móti ekki séð leikinn og
verði að hafa eitthvað í höndunum áður en
hann aðhafist nokkuð. Boltinn sé því hjá
Frömurum.
Meistaradeild Evrópu
E-riðill:
Debrecen-Fiorentina 3-4
1-0 Peter Czvikovics (2.), 1-1 Adrian Mutu (6.),
1-2 Alberto Gilardino (10.), 1-3 Mutu (19.), 2-3
Gergely Rudolf (28.), 2-4 Mario Alberto Santana
(37.), 3-4 Adamo Coulibaly (88.).
Liverpoool-Lyon 1-2
1-0 Yossi Benayoun (41.), 1-1 Maxime Gonalons
(72.), 1-2 Cesar Delgado (90.+1).
F-riðill:
Barcelona-Rubin Kazan 1-2
0-1 Alexander Ryazantsev (2.), 1-1 Zlatan
Ibrahimovic (48.), 1-2 Gokdeniz Karadeniz (73.).
Inter-Dynamo Kiev 2-2
0-1 Taras Mykhalyk (5.), 1-1 Dejan Stankovic
(35.), 1-2 Lucio, sjálfsmark (40.), 2-2 Walter
Samuel (47.).
G-riðill:
Stuttgart-Sevilla 1-3
0-1 Sebastien Squillaci (23.), 0-2 Jesus Navas
(55.), 0-3 Squillaci (72.), 1-3 Elson (73.).
Rangers-Unirea 1-4
1-0 Ricardo Gomes, sjálfsmark (2.), 1-1 Marius
Bilasco (33.), 1-2 Kyle Lafferty, sjálfsmark (50.),
1-3 Lee McCulloch, sjálfsmark (59.), 1-4 Pablo
Brandan (65.).
H-riðill:
AZ Alkmaar-Arsenal 1-1
0-1 Cesc Fabregas (36.), 1-1 David Mendes Da
Silva (90.+3).
Olympiakos-Standard Liege 2-1
0-1 Igor De Camargo (37.), 1-1 Kostas Mitrogiou
(43.), 2-1 Ieroklis Stoltidis (90.+3).
Iceland Express-deild kvk
Valur-Keflavík 79-75 (41-25)
Stigahæstar hjá Val: Hrund Jóhannsdóttir 21
(13 fráköst, 4 stoðsendingar), Sakera Young 14.
Stigahæstar hjá Keflavík: Viola Beybeyah 28
(12 fráköst), Marín Karlsdóttir 11 (8 stoðsend-
ingar), Svava Stefánsdóttir 11 (8 stoðsendingar).
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Tómas Leifsson gekk í
gærdag formlega í raðir Fram
frá Fjölni. Tómas kemur til
félagsins án greiðslu en hann var
samningslaus.
Tómas er 24 ára gamall. Hann
ólst upp í herbúðum FH en fór
þaðan til Fjölnis þar sem hann
lék 86 leiki og skoraði í þeim 29
mörk.
Tómas hefur verið með betri
leikmönnum Fjölnis síðustu ár
og er þetta því mikill liðstyrk-
ur fyrir Fram en að sama skapi
blóðtaka fyrir Fjölnismenn sem
leika í 1. deild næsta sumar. - hbg
Fram fær nýjan leikmann:
Tómas til liðs
við Framara
FÓTBOLTI Manchester United
mætir CSKA Moskvu á úti-
velli og Chelsea fær Atlet-
ico Madrid í heimsókn í
riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar í kvöld en ensku
félögin hafa unnið báða
leiki sína þar til þessa.
United verður þó án
Waynes Rooney og Ryans
Giggs í kvöld og það er held-
ur betur skarð fyrir skildi
en auk þess ferðuðust Patr-
ice Evra, Ji-Sung Park og
Darren Fletcher ekki til
Moskvu.
Hjá Chelsea er Didier Drog-
ba enn frá vegna þriggja leikja
banns en hann klárar að sitja
það af sér gegn Atletico
Madrid í kvöld. Jose Bosing-
wa getur heldur ekki leikið
með Lundúnafélaginu vegna
hnémeiðsla.
Þá mætast Real Madr-
id og AC Milan í stórleik
umferðarinnar á Santiago
Bernabeu-leikvanginum í
Madrid. - óþ
Manchester United mætir CSKA Moskvu í kvöld:
Án Giggs og Rooney
ROONEY Ekki með United í
kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY
MEISTARADEILDIN
Í KVÖLD
STERKASTA DEILD Í HEIMI
16:00 CSKA MOSKVA - MAN. UTD.
18:30 REAL MADRID - AC MILAN
18:30 CHELSEA - ATL. MADRID
18:40 BORDEAUX - BAYERN MUNCHEN
20:40 MEISTARAMÖRKIN
ÞAÐ ER
ÓDÝRA
RA
AÐ HOR
FA
Á SPOR
TIÐ
HEIMA
FÓTBOLTI Alls var skorað þrjátíu og
eitt mark í leikjunum átta í þriðju
umferð riðlakeppni Meistaradeild-
arinnar í gærkvöldi. Óvæntustu
úrslitin áttu sér stað á Nývangi
þar sem núverandi Meistaradeild-
armeistarar í Barcelona máttu
sætta sig við 1-2 tap gegn Rubin
Kazan frá Rússlandi. Þá töpuðu
ensku félögin Arsenal og Liver-
pool mikilvægum stigum í blálok
leikja sinna.
Liverpool varð fyrir áfalli á 25.
mínútu leiks síns gegn Lyon þegar
Steven Gerrard þurfti að yfir-
gefa völlinn vegna meiðsla og alls
óvíst hvort hann verði klár í slag-
inn gegn Manchester United um
næstu helgi. Liverpool skoraði þó
fyrsta mark leiksins þegar Yossi
Benayoun var réttur maður á rétt-
um stað í lok fyrri hálfleiks. Mark-
ið reyndist þó skammgóður vermir
fyrir heimamenn því Lyon skoraði
tvö mörk í síðari hálfleiknum og
sigurmarkið kom í uppbótartíma
og frækinn 1-2 sigur gestanna nið-
urstaðan. Liverpool tapaði þar með
sínum fjórða leik í röð og er væg-
ast sagt í vondum málum með eitt
stig eftir þrjá leiki í Meistaradeild-
inni á meðan Lyon er með níu stig
og Fiorentina með sex stig eftir
3-4 sigur gegn Debrecen. Jamie
Carragher, varnarmaður Liver-
pool, reyndi þó að vera bjartsýnn í
leikslok í gær.
„Úrslitin eru auðvitað svekkj-
andi og staða okkar er ekki ákjós-
anlega. Við höfum hins vegar þurft
að ganga í gegnum erfiða tíma sem
þessa áður og við búum yfir sterk-
um karakter og baráttuanda sem á
eftir að hjálpa okkur að snúa þessu
við. Ég efast ekki um það,“ sagði
Carragher.
Arsenal lenti einnig í vonbrigð-
um þegar AZ Alkmaar náði að
skora 1-1 jöfnunarmark í uppbót-
artíma í leik liðanna í Hollandi en
Lundúnafélagið þarf þó ekki að
örvænta enda með sjö stig eftir
þrjá leiki í riðlinum.
Óvæntustu úrslitin komu þegar
Rubin Kazan hirti þrjú stig gegn
Barcelona á Nývangi en Inter og
Dynamo Kiev skildu jöfn í sama
riðli. omar@frettabladid.is
Liverpool í vanda
Það var skorað grimmt í leikjum Meistaradeildar-
innar í gærkvöldi og dramatíkin var allsráðandi.
VONBRIGÐI Á ANFIELD Steven Gerrard þurfti að yfirgefa völlinn meiddur á 25.
mínútu en til að bæta gráu ofan á svart tapaði Liverpool 1-2 en sigurmark Lyon kom
í uppbótartíma. NORDIC PHOTOS/GETTY