Fréttablaðið - 21.10.2009, Síða 30

Fréttablaðið - 21.10.2009, Síða 30
26 21. október 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. mats, 6. holskrúfa, 8. þrot, 9. upphrópun, 11. fíngerð líkamshár, 12. máttur, 14. guð, 16. tveir eins, 17. dvelja, 18. umfram, 20. tveir eins, 21. murra. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. hljóm, 4. farfi, 5. hlóðir, 7. frjáls, 10. siða, 13. svelg, 15. réttur, 16. efni, 19. íþróttafélag. LAUSN LÁRÉTT: 2. dóms, 6. ró, 8. mát, 9. aha, 11. ló, 12. megin, 14. faðir, 16. tt, 17. una, 18. auk, 20. gg, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. óm, 4. málning, 5. stó, 7. óheftur, 10. aga, 13. iðu, 15. ragú, 16. tau, 19. kr. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Tinna táknmálsálfur. 2. Ögmundi Jónassyni. 3. Friðrik Ómar og Jógvan. Tónlistarmanninum Einari Tönsberg, betur þekkt- ur sem Eberg, hefur verið boðinn samningur hjá útgáfu- og umboðsfyrirtækinu Kobalt Music Publish ing, en fyrirtækið hefur tónlistarmenn á borð við Kelly Clarkson, Busta Rhymes og Moby á sínum snærum. „Kobalt er búið að bjóða mér höf- undarréttarsamning sem þýðir að þeir munu reyna að koma tónlistinni minn áleiðis til annarra, til dæmis fá mig til að semja tónlist fyrir aðra lista- menn og fyrir auglýsingar og sjónvarpsþætti. Maður hefur því um meira að velja en er í boði hér heima og þar að auki væru launin betri,“ útskýrir Einar sem er um þessar mundir að fara yfir samninginn. Auk þess að hafa boðist samningur frá Kobalt hefur útgáfufyrirtækið Parlophone sett sig í sam- band við Einar vegna hljómsveitarinnar Feldberg, en þar syngur Einar ásamt söngkonunni Rósu Birg- ittu Ísfeld. „Þeir höfðu samband við okkur eftir að hafa heyrt lagið Don‘t be a Stranger og vildu fá að heyra meira efni með okkur. Við erum búin að vera í samskiptum við þá síðan og þeir hafa áhuga á að skoða málin betur.“ Parlophone gefur út tónlist ýmissa þekktra hljómsveita og má þar nefna hljóm- sveitir á borð við The Verve, Interpol, Lily Allen og Radiohead. Einar hefur þó báða fætur á jörðinni og segir ekki öruggt að Feldberg landi samning hjá fyr- irtækinu þrátt fyrir áhugann. „Maður hefur oft lent í svona áður og það er ekki öruggt að nokkuð verði úr þessu. En þetta er spennandi og öll athygli hjálp- ar til.“ Fyrsta plata Feldbergs er væntanleg innan skamms og segir Einar að ætlunin sé að halda útgáfutónleika í nóvember. - sm Veitt mikil athygli að utan GENGUR VEL Tónlistarmanninum Einari Tönsberg hefur boðist samningur við útgáfufyrirtækið Kobalt Music Publishing. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Mér finnst besti bitinn vera veitingastaðurinn Austurlanda- hraðlestin. Ég er alveg háð indverskum mat og panta mér oftast Chicken 65.“ Lára Rúnarsdóttir tónlistarkona. „Þetta er búið. Ég gerði þetta klukkan níu í morgun [gærmorgun] og þetta tók fimm mín- útur nákvæmlega,“ segir söngvarinn Friðrik Ómar. Bubbi Morthens hvatti hann í Fréttablaðinu í gær til að lagfæra útgáfu sína og Jógvans Hansen af laginu Rómeó og Júlíu. Ástæðan er sú að Friðrik söng „Draumana tilbáðu þau“ í staðinn fyrir „Draumarnir tilbáðu þau“. Nýja og endurbætta útgáfan er nú komin í útvarps- spilun og þurfa Bubbi og aðdáendur hans því ekki lengur að reyta hár sitt yfir mistökun- um. „Ég þurfti að taka daginn snemma, það var það eina. En maður hefur bara gott af því,“ segir Friðrik. „Það er búin að skapast svo mikil umræða um þetta og það er bara gaman. Það væri gaman að komast að því hvað er í rauninni rétt að segja, ég hef ekki hugmynd um það sjálfur,“ segir hann um hina frægu setningu. „En þetta er náttúrlega list og menn mega auðvitað gera það sem menn vilja.“ Friðrik og Jógvan eru á leiðinni til Færeyja þar sem þeir halda útgáfutónleika í Norður- landahúsinu á laugardag. Þetta verður í fyrsta sinn sem Friðrik kemur til Færeyja. „Ég hlakka rosamikið til. Ég ætla líka að heim- sækja Klakksvík og skoða æskuslóðir Jóg- vans,“ segir hann og bætir við að afar þægi- legt sé að vinna með Færeyingnum. „Hann er svona „ligeglad“ og kærulaus á skemmtileg- an hátt.“ Hér heima stefna þeir félagar á aukaútgáfu- tónleika í Salnum í Kópavogi föstudaginn 13. nóvember, vegna fjölda áskorana. - fb Fimm mínútna lagfæring FRIÐRIK OG JÓGVAN Friðrik var aðeins í fimm mínútur að taka upp nýja útgáfu af Rómeó og Júlíu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Áhuginn á Guð Blessi Ísland eftir Helga Felixson virðist vera ákaflega mikill erlendis þótt ekki hafi allir verið jafn sáttir við hana hér á Íslandi. Myndin var sýnd á sérstöku þemakvöldi þýsku sjónvarpsstöðv- arinnar Arte þar sem Ísland var í aðalhlutverki en kvöldinu hafði verið gefið heitið „Ísland í auga stormsins“. Strax á eftir var sýnd önnur heimildarmynd um íslenska bankahrunið eftir Claudiu Bucken- maier. Þegar þessar tvær myndir höfðu runnið sitt skeið hófust síðan pallborðsum- ræður um af hverju Íslendingar og Ísland væru í svona vondum málum, hvað væri til ráða og hvað hefði farið úrskeiðis. Meðal þeirra sem sátu við pallborðið var Arthúr Björgvin Bollason sem lengi hefur verið sérlegur sérfræð- ingur íslensku þjóðarinnar í þýskri menningu. Kvikmyndin Jóhannes með Ladda í aðalhlutverki náði því afreki að vera aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi um helgina. Yfir sex þúsund manns borguðu sig inn á myndina sem er þó töluvert færri en mættu á fyrstu sýningarhelgi Algjörs svepps og Leitin að Villa. Reyndar verður Sverrir Þór að sætta sig við þriðja sætið núna því Lisbeth Salander skýtur honum einnig ref fyrir rass og hirðir silfrið með kvikmyndinni Stúlkan sem lék sér að eldinum en hún er byggð á samnefndri bók Stieg Larsson. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Stefán Karl Stefánsson mun end- urtaka hlutverk Trölla í söngleikn- um um hvernig þessi höfuðpersóna Dr. Seuss stal jólunum. Stefán mun hins vegar leika hlutverk- ið á móti öðrum leikara, engum öðrum en gamla brýninu Christop- her Lloyd. Lloyd á að baki næstum 35 ára feril í Hollywood en hans fyrsta hlutverk var í Óskarsverð- launamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest árið 1975. Þekktast- ur er hann þó örugglega fyrir leik sinn í tímaflakksmyndunum Back to the Future þar sem hann fór á kostum í hlutverki Emmet Brown. Annar og ekkert síður þekktur leikari í Hollywood, John Larroqu- ette, leikur einnig í sýningunni en hann leikur Old Max. Stefán segist vera hálfgerð varaskeifa fyrir Lloyd, hann muni hlaupa undir bagga þegar sá gamli þreytist enda Lloyd orðinn 71 árs gamall og sýningin er ekkert lamb að leika sér við, líkamlega. „Það verða svona helmingaskipti hjá okkur,“ segir Stefán og bætir því við að Lloyd flokkist reyndar sem Íslandsvinur og gerði það áður en leiðir þeirra tveggja lágu saman. „Já, hann sagðist hafa komið til Íslands í kringum sjöunda ára- tuginn og sá einhver íslensk leik- verk sem hann hreifst mjög af. Hann hafði líka mikla samúð með okkur vegna efnahagshrunsins,“ segir Stefán og viðurkennir að Lloyd sé ein af gömlu hetjunum hans úr bíómyndunum. „Þetta er mjög skemmtilegt og náttúrlega frábært tækifæri fyrir mig að fá að vinna með honum,“ en sam- starf þeirra tveggja er mjög náið á meðan æfingum stendur enda þekkir íslenski leikarinn hlut- verkið eins og lófann á sér eftir að hafa leikið það í ótalmörgum sýningum í fyrra í San Diego. „Og svo er ég titlaður „assistant dance captain“ en það þýðir að ég hjálpa honum við danssporin sem eru stigin í sýningunni.“ Stefán segir Lloyd annars vera fínan karl sem sé ákaflega hlýlegur og vinaleg- ur. Áætlað er að söngleikurinn verði frumsýndur í hinu sögu- fræga leikhúsi Los Angeles, Pantages Theater, 14. nóvember og gert ráð fyrir að það verði sýnt tólf sinnum í viku. Stefán hefur reyndar staðið í stórræð- um að undanförnu því fjölskyld- an er nú flutt aftur til Los Angeles eftir að hafa búið í San Diego um nokkurt skeið. „Við höfum reynd- ar verið að bíða eftir þessu tæki- færi. Því þótt San Diego sé alveg ágætis borg þá er miklu meira um að vera hérna,“ segir Stefán. freyrgigja@frettabladid.is STEFÁN KARL: FLUTTUR AFTUR TIL LOS ANGELES Stefán æfir The Grinch með Christopher Lloyd Í GÓÐUM HÓPI Stefán Karl Stefánsson er í góðum hópi við æfingar á The Grinch eftir Dr. Seuss. Hann og stórleikarinn Christopher Lloyd skipta hlutverkinu á milli sín en sá á að baki 35 ára feril í Hollywood. Auk þeirra tveggja leikur John Larroquette stórt hlutverk í sýningunni en hann er þekktastur fyrir leik sinn í The Practice og Boston Legal.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.