Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 8
26. október 2009 MÁNUDAGUR
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Bílavarahlutir
22. október Aðalbanki Fjármálaskilningur
29. október Mjódd Fjármál heimilisins
5. nóvember Ísafjörður Fjármál heimilisins
12. nóvember Akranes Fjármál heimilisins
19. nóvember Hamraborg Fjármál heimilisins
N
B
I
h
f.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
),
k
t.
4
7
10
0
8
-
2
0
8
0
.
Fimmtudagskvöld
eru fjármálakvöld
Landsbankinn mun í vetur bjóða upp á röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni
Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið námskeiðanna er að auðvelda fólki að öðlast betri
yfirsýn yfir fjármálin svo því sé unnt að taka upplýstar ákvarðanir um fjármál heimilisins og móta
fjárhagslega framtíð fjölskyldunnar.
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000
Skráning fer fram á landsbankinn.is
og í síma 410 4000.
Nánari upplýsingar um námskeiðin er
að finna á landsbankinn.is.
O
kt
ób
er
N
óv
em
b
er
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30
Sun Mán Þri Mið Fim Fös La
u
2009
1 2
3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
38.995
Mammut
Mount trail xt gtx
gönguskórnir,
okkar vinsælustu
skór. Sokkar
fylgja með öllum
gönguskóm
Broddar
verð frá kr.
Hanwag Alaska gtx
gönguskórnir
10% afsl. Sokkar
fylgja með öllum
gönguskóm
37.995
13.995
44.995
Útbúnaðinn í
rjúpnaveiðina
færðu í Ev
erest
alvöru
snjóþrúgur
frá Camp
verð frá kr.
30% afsl. af öllum goretex jökkum
15-50% afsl. af Ulvang ullarfatnaði
Legghlífar, höfuðljós
AFSLÁTTUR
Hellstu útsölustaðir: Fjarðarsport neskaupstað, Veiðiflugan Reyðarfirði, Skógar Egilstöðum.
SAMFÉLAGSMÁL Tæplega 7.000 hafa
flutt af landi brott á fyrstu níu
mánuðum ársins og ef heldur fram
sem horfir verður sú tala komin í
9.000 í árslok. Það er svipuð tala og
í fyrra. Það sem skilur hins vegar
á milli er að í fyrra voru Íslend-
ingar 36 prósent þeirra sem fluttu
af landi brott, en í ár stefnir í að
þeir verði helmingur. Þetta kemur
fram í tölum Creditinfo.
Þá hafa tæplega 4.000 flutt til
landsins, þar af um 2.500 útlend-
ingar. Langflestir þeirra eru Pól-
verjar, tæplega 1.000 talsins.
Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra segir þessar tölur sýna að
opinn vinnumarkaður virki vel hér
á landi. Ágætlega hafi gengið að
taka á móti miklum fjölda útlend-
inga sem komu hingað til vinnu
síðastliðin ár og sá hópur bregðist
við framboði á vinnumarkaði og
flytji burt, vanti vinnuna.
Árni Páll segir í raun að miðað
við fréttaflutning hefði mátt búast
við meiri brottflutningi Íslendinga,
enda virki opinn vinnumarkaður í
báðar áttir. Eðlilegt sé að fólk leiti
sér vinnu þar sem hana er að fá
og það sé engin uppgjöf. Betra sé
að nýta sér þá möguleika sem fólk
kann að eiga erlendis.
„Jákvæðu fréttirnar í þessu eru
að hér er ekki alvarlegur útlend-
ingavandi eftir þessa miklu þenslu
og við glímum ekki við stórfelld-
an landflótta. Vinnumarkaður er
opinn og hefur reynst í stakk búinn
til að taka á móti mikilli þenslu og
dragast hratt saman,“ segir Árni
Páll.
Langflestir Íslendingar hafa
flust til Norðurlandanna og
flestir til Danmerkur, 1.091. Litlu
færri hafa þó farið til Noregs, eða
1.042. Svíþjóð er þriðji vinsælasti
áfangastaðurinn, en 501 hefur
flust þangað.
Vinsældir Noregs hafa tekið
stökk á milli ára, í fyrra fluttu
aðeins 278 þangað allt árið, en
eru nú ríflega þúsund. Flutningar
Íslendinga til Noregs hafa því
aukist um 275 prósent á fyrstu níu
mánuðum ársins miðað við sama
tíma í fyrra.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins eru um 25 prósent þeirra
Íslendinga sem flust hafa til Nor-
egs á þessu ári með vanskil í
lögheimtuferli. kolbeinn@frettabladid.is
Fjöldi útlendinga
flytur til landsins
Mikil hreyfing er á fólki frá og til landsins. Um 2.500 útlendingar hafa flutt
hingað á árinu og um 3.500 Íslendingar af landi brott. Opinn vinnumarkaður
virkar, segir félagsmálaráðherra. Flestir Íslendingar fara til Norðurlandanna.
BÚFERLAFLUTN-
INGAR Fleiri Íslend-
ingar hafa flutt af
landi brott en í
fyrra, þótt heildar-
tala brottfluttra sé
svipuð. Mun færri
erlendir ríkisborg-
arar yfirgefa landið.
Flestir Íslendingar
fara til Norðurland-
anna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÁRNI PÁLL
ÁRNASON
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisyfirvöld
í Noregi hafa varað fólk við því að
fá sent til sín inflúensubóluefni í
pósti frá öðrum löndum. Bóluefn-
ið Pandemrix hefur verið notað
gegn svínaflensunni en einhverj-
ir hafa brugðið á það ráð að útvega
sér annað lyf í pósti. Einungis heil-
brigðisstarfsmenn og þeir sem eru
í sérstökum áhættuhópi hafa verið
bólusettir gegn svínaflensunni og
almenn bólusetning verður líklega
ekki fyrr en um miðjan nóvem-
ber. Óþolinmóðir Norðmenn hafa
því tekið málin í sínar hendur. Oft
eru það vinir sem búa erlendis sem
senda þeim lyfin til Noregs, í mörg-
um tilfellum frá Bandaríkjunum.
„Við höfum varað fólk við því að
fá sent til sín bóluefni í pósti vegna
þeirrar miklu áhættu sem flutning-
ur hefur í för með sér. Bóluefni eru
viðkvæm fyrir frosti og háu hita-
stigi og þess vegna getur flutningur
þeirra í pósti orðið til þess að áhrif
þeirra verði engin eða að þau hafi
fleiri aukaverkanir í för með sér,“
sagði Svein Rune Andersen, deild-
arstjóri hjá norska Ríkisspítalanum
í viðtali við Aftenposten.
Einnig er óttast að svartamark-
aðsbrask verði með bóluefnin. „Sá
möguleiki er fyrir hendi og við
vörum eindregið við bóluefnun-
um sem þar eru seld. Önnur lyf,
eins og Viagra, getur maður keypt
á netinu. En við vitum ekkert um
gæði þeirra og notkun þeirra getur
haft alvarlegar aukaverkanir,“
sagði Andersen. - fb
Norðmenn taka málin í eigin hendur af ótta við svínaflensuna:
Fá bóluefni send í pósti
BÓLUSETNING Heilbrigðisyfirvöld í Nor-
egi hafa varað fólk við því að fá bóluefni
send til sín í pósti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM