Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 38
22 26. október 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. verkfæri, 6. í röð, 8. rakspaði,
9. hvíld, 11. ónefndur, 12. fáni, 14.
skokk, 16. fisk, 17. berja, 18. hækkar,
20. hróp, 21. harla.
LÓÐRÉTT
1. helminguð, 3. járnstein, 4. áttfætla,
5. starf, 7. brynja, 10. skrá, 13. elds-
neyti, 15. pabbi, 16. geislahjúpur, 19.
átt.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. haki, 6. áb, 8. löð, 9. lot,
11. nn, 12. flagg, 14. hlaup, 16. ál, 17.
slá, 18. rís, 20. óp, 21. afar.
LÓÐRÉTT: 1. hálf, 3. al, 4. könguló,
5. iðn, 7. bolhlíf, 10. tal, 13. gas, 15.
pápi, 16. ára, 19. sa.
„Þetta var eins og að vera einn með
Michael Jackson. Þetta var eins og
að fá að taka í spaðann á honum,“
segir Páll Óskar Hjálmtýsson,
sem bauðst að sitja einn í lúxussal
Smárabíós og horfa á Michael Jack-
son-myndina This Is It sem verð-
ur frumsýnd á miðvikudag. „Það
sem manni er efst í huga er þakk-
læti. Maður er þakklátur fyrir að
Michael Jackson hafi verið til og
þakklátur fyrir að einhver hafi haft
vit á því að taka þessar æfingar
upp á filmu,“ segir Palli.
Í myndinni er sýnt frá æfing-
um Jacksons fyrir tónleikaröð
sína í London sem átti að hefjast
skömmu eftir dauða hans. „Þetta
er mynd um listamanninn Michael
Jackson en ekki „fríkið“ Michael
Jackson. Þú færð innsýn í hvernig
hann ætlaði að gera hvert lag fyrir
sig og það er magnað að sjá hvað
hann er auðmjúkur og þægilegur
í umgengni við alla,“ segir Palli.
„Hann syngur öll lögin „live“ og
ef þú lokar augunum og hlustar á
hann syngja þá er þetta fimmtug-
ur maður sem hljómar nákvæm-
lega eins og þegar hann var 25 ára,
sem er ótrúlegt. Hver einasti tónn
er svo skýr og hreinn.“
Hann segir að myndin sé hval-
reki fyrir sanna aðdáendur Jack-
sons. „Hann er í það góðu formi og
stuði að manni dettur ekki í hug að
maðurinn sér að fara að deyja eftir
þrjá daga, sem fær mann til að
gruna að hann hafi verið drepinn.
Það á að rannsaka þennan dauða
sem morðmál. Þetta hefðu orðið
flottustu tónleikar sögunnar og
enginn hefði getað toppað þetta.“
- fb
Páll Óskar aleinn á nýrri Jackson-mynd
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON Páll sat einn í Smárabíói og átti fallega stund með kon-
ungi poppsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við munum 100 prósent fara í
endurgerð á Djúpu lauginni,“ segir
Kristjana Brynjólfsdóttir, dag-
skrárstjóri Skjás eins.
Á næsta ári hefur stefnumóta-
þátturinn Djúpa laugin göngu sína
á ný eftir fimm ára hlé. Þetta varð
ljóst eftir að áhorfendur stöðvar-
innar völdu Djúpu laugina þann
þátt sem þeir vildu helst að yrði
endurgerður. „Það er svo mikið af
skemmtilegum þáttum sem hafa
verið á Skjáeinum og við fáum
oft fyrirspurnir hvort við ætlum
að sýna þá aftur. Við ákváðum að
velja nokkra þætti og leyfa áhorf-
endum að velja,“ segir Kristj-
ana en valið var tilkynnt í tíu ára
afmælisþætti stöðvarinnar.
Kristjana er mjög spennt fyrir
endurgerðinni enda voru þættirnir
vinsælir á sínum tíma. „Þeir voru
á föstudagskvöldum og fólk horfði
mikið á þetta áður en það fór út
á djammið. Það voru margir for-
vitnir um það hverjir voru
að koma í þáttinn.“
Ekki hefur verið
ákveðið hvort Djúpa
laugin verður áfram
á föstudagskvöld-
um og einnig er
óvíst hverjir verða
þáttastjórn-
endur. Kristj-
ana útilokar
ekki að Dóra
Takefusa
og M a r i ko
Margrét
Ragnarsdóttir sem stjórnuðu þætt-
inum fyrst snúi aftur í sjónvarp-
ið. „Það kemur alveg til greina og
það væri mjög gaman en þær búa
báðar erlendis. Við fengum Dóru
til að koma í upprifjunarþættina
og mér fannst þeir takast mjög
vel.“ Hún bætir við að þegar séu
komnar umsóknir um stöðu þátta-
stjórnanda þó svo að hún hafi ekki
verið auglýst, sem endurspegli
þann mikla áhuga sem fólk hafi á
Djúpu lauginni.
Skjáreinn breytist í áskriftar-
sjónvarp á næstunni og hafa við-
brögðin verið góð að mati Kristj-
önu. „Við vissum að það myndi
koma mótbyr en viðtökurnar
eru bara góðar. Við bjuggumst
eiginlega við meiri mótbyr.“ - fb
Djúpa laugin snýr aftur á næsta ári
KRISTJANA BRYNJÓLFS-
DÓTTIR Stefnumótaþáttur-
inn Djúpa laugin hefur
göngu sína á nýjan leik á
næsta ári. Ekki er útilok-
að að Dóra Takefusa snúi
aftur í Djúpu laugina.
„Hún gerir allt vel sem hún
tekur sér fyrir hendur, líka á
söngsviðinu og hefur verið syngj-
andi síðan hún var pínulítil.
Hún hefur nú þegar sungið og
raddað á fjórum diskum en mér
finnst ekki líklegt að hún geri
sönginn að aðalstarfi.“
Anna Ólafsdóttir er mamma Ragnheiðar
Helgu Pálmadóttur, sem syngur bakraddir
í Mannakornum, sem pabbi hennar,
Pálmi Gunnarsson, er í.
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson
hefur látið lítið fyrir sér fara að
undanförnu en mun nú brjótast
fram á sjónvarsviðið á nýjan leik
þegar hljómsveitin Todmobile held-
ur upp á afmæli sitt 4. nóvember.
Nýtt lag, Ertu ekki að djóka í mér?,
var frumflutt á Bylgjunni á föstu-
daginn en Þorvaldur hefur síður
en svo setið með hendur í skauti og
beðið eftir afmælisdeginum. Hann
flaug út til Parísar á sunnudags-
morgun til að fylgja eftir sinfón-
íutónleikum Lady & Bird í höfuð-
borg Frakklands. „Þetta er mikill
heiður fyrir okkur því hljómsveitin
sem flytur þetta er ein sú virtasta
í Evrópu,“ segir Þorvaldur en upp-
selt er á þessa tónleika sem verða
á miðvikudaginn.
Fleira er í farvatninu hjá Þor-
valdi því hann notaði tímann vel
þegar hann dvaldist í nokkra mán-
uði í ítalska héraðinu Toscana fyrir
um ári. „Ég hef verið að finna verk
upp úr Völuspá sem er fyrir sin-
fóníuhljómsveit, kór og sópran-
söngkonu. Ég er að leggja lokahönd
á það verk og vonandi kemur það
fyrir augu og eyru almennings í
vor eða sumar,“ útskýrir Þorvaldur
og bætir því við að það hafi verið
frábært að semja á Ítalíu. „Þetta
var viðeigandi staður til að skrifa
svona verk og maður getur ekki
beðið eftir því að þetta fari allt
saman upp. Að gera svona krefst
alveg gríðarlegrar frágangsvinnu
og það er mikið ferli sem tekur við
þegar maður er búinn að semja.“
En eins og verk upp úr Völuspá
væri ekki nóg fyrir einn mann
þá hefur Þorvaldur einnig verið
að vinna að óperu/söngleik með
Spaugstofukónginum Karli Ágústi
Úlfssyni. Þorvaldur vildi alls ekki
upplýsa hvaða verk það væri, slíkt
kæmi bara í ljós þegar það færi á
fjalirnar.
Tónskáldið og upptökustjórinn
hefur haft það fyrir venju að raka
sig ekki á meðan mestu tarnirn-
ar standa yfir. Og kannski er það
til marks um hversu mikið hefur
verið að gera að Þorvaldur segist
aldrei hafa haft svona mikið skegg.
„Nei, þetta er kannski fullmikið
af hinu góða, skeggið er alveg að
kæfa mig.“
freyrgigja@frettabladid.is
ÞORVALDUR BJARNI: SEMUR ÓPERU/SÖNGLEIK MEÐ SPAUGSTOFUMANNI
Völuspá Þorvaldar Bjarna
FÚLSKEGGJAÐUR Þorvaldur Bjarni er fúlskeggjaður en hann hefur haft það fyrir reglu að raka sig ekki á meðan mestu tarnirnar
standa yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðberinn
bíður
þín
Þú færð Blaðberann þinn í
Skaftahlíð 24 alla virka daga
frá kl. 8-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfið
Blaðberinn...
Tyrkneski risinn Sultan Kösen vakti
að vonum mikla athygli þegar hann
kom hingað til lands og gnæfði
yfir allt og alla. Sultan hafði lýst því
yfir að hann hefði áhuga á kynnast
íslenskum konum og því auglýstu
Jóhann Páll og félagar í JPV eftir
áhugasömum sem vildu snæða
með risanum á laugardagskvöld-
inu. Reyndar var Sultan kominn
með töluverða heimþrá þegar
hann lenti á Keflavíkurflug-
velli og því var brugðið á
það ráð að bjóða honum
í Alþjóðahúsið þar
sem hinn góðkunni,
tyrkneski kokkur,
Murat, eldaði
dýrindis tyrkneska
máltíð sem kitlaði
víst bragðlaukana.
Veitingastaðurinn Austur virðist
vera á góðri leið með að taka við
af skemmtistaðnum Rex. Sem þótti
ansi heitur meðal fólks yfir þrítugu
á sínum tíma. Troðfullt var út úr
dyrum og kannski ekki skrítið því
meðal gesta voru Egill
„Þykki“ Einarsson og
Auðunn Blöndal. Þá
mátti sjá glitta í Arnar
Gunnlaugsson sem
skrifaði nýverið undir
samning við Hauka
en á staðnum var
einnig fyrrum stjörnu-
framherji FH og
íþróttafréttamaðurinn
Hörður Magnússon.
Frétt Morgunblaðsins um hugsan-
lega stórtónleika á Íslandi í tilefni
af sjötíu ára afmæli Johns Lennon
vakti nokkra athygli. Fulltrúar
Samfylkingarinnar í borgarstjórn
köstuðu víst fram þessari hugmynd
á fundi nýverið og yrðu tónleik-
arnir þá nátengdir Friðarsúlu ekkju
Bítilsins, Yoko Ono. Samfylkingin
ætti einnig að geta lagt fram góðan
tengilið við alþjóðlegar
tónlistarstjörnur því
einn sá duglegasti í
þeim bransa, Kári
Sturluson, er jú bróðir
borgarfulltrúans
Oddnýjar Sturlu-
dóttur. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI