Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 25
26. OKTÓBER 2009 MÁNUDAGUR13 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald farið á fjöll ● fréttablaðið ●
Franski tískuhönnuðurinn Rick
Owens hefur sett á markað nýja
húsgagnalínu, Evolution, sem
hefur verið til sýnis í Sebastian +
Barquet’s gallery í London.
Segja má að Owens feti þar
svipaðar slóðir og hann hefur gert
í tískuhönnun sinni, enda segir
hann vilja skapa heildstæðan
heim. Húsgögnin eru velflest hrá,
í grófara lagi og drungaleg, gerð
úr krossviði, marmara og skreytt
hjartarhornum og loðfeldum, en
Owens er mikill aðdáandi loð-
skinna. Sjálfur hefur hann lýst
því yfir að hönnunin sé undir
vissum áhrifum frá Jacques-
Emile Ruhlmann, Le Cor-
busier og Robert Mallet-Ste-
vens.
Evolution fæst í takmörkuðu
upplagi og er eingöngu seld í
galleríium erlendis. - rve
Hönnunardagar voru haldnir með pompi og prakt
í Eindhoven í Hollandi á dögunum. Yfir 700 ein-
staklingar og fyrirtæki tóku þátt og 74 kepptu til úr-
slita um bestu hönnunina.
Hönnunarfyrirtækið Studio Wieki
Somers bar sigur úr býtum fyrir svo-
kallaðan hringekjufatastand. Alþjóð-
leg dómnefnd afhenti forsvarsmönn-
um fyrirtækisins verðlaunagripinn
eftirsótta, Golden Eye, við hátíðlega
athöfn.
Á meðfylgjandi myndum má sjá
fatastandinn, auk nokkurra gripa
sem hollenskur almenningur útnefndi
bestu hönnunina 2009.
Það besta frá
Hollendingum
Firma Rieks Swarte vann til verðlauna
fyrir bestu myndskreyttu bókina, L’en-
fant et les sortilèges.
Owens snýr sér að
húsgagnahönnun
Rick Owens er þekktur og
vinsæll tískuhönnuður.
Hrátt og drungalegt að hætti
meist ar ans.
Real Time eftir Maarten Baas þótti
heppnast vel en þrjár útgáfur af klukk-
unni voru til sýnis.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Postulín-sett frá
Aldo Bakker.
Hringekjufatastandurinn
frá Studio Wieki Somers.