Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 17
fasteignir 26. OKTÓBER 2009 Fasteignasalan Valhöll hefur til sölu vel staðsett einbýlishús á Skjólbraut í Kópavogi. H úsið stendur nærri sundlaug Kópavogs í vest-urbæ Kópavogs. Húsið er alls 250 fermetrar með bílskúrnum, það er á tveimur hæðum og gengið er inn á neðri hæðina. Neðri hæðin skiptist í góða flísalagða forstofu, rúmgott svefnherbergi með fataherbergi og snyrt- ingu innaf. Gott flísalagt hol, vel innréttað þvottahús með góðri flíslagðri sturtu og saunaklefa. Gott vinnu- herbergi er innaf þvottahúsi. Góð gestasnyrting er einnig á hæðinni. Upp á efri hæðina er léttur stigi með tréþrepum. Þar er rúmgóð stofa með útgengi út á góðar suður- svalir og glæsilegu útsýni. Þrjú svefnherbergi eru á efri hæðinni. Rúmgott baðherbergi með máluðum veggjum. Eldhús er rúmgott með upprunalegri inn- réttingu, góðum borðkrók og flísum á gólfi. Að öðru leyti er beykiparket á gólfum. Bílskúr er með hita og rafmagni. Garðurinn hefur verið endurgerður með jarðvegsdúk og snýr mót suðri. Húsið er vel staðsett sunnan við menningarreit Kópavogs með alla hugsanlega þjónustu í göngufæri: Göngustígar meðfram sjávarströnd, íþróttasvæði, leikskólar, sundlaug, grunnskóli, menntaskóli, tón- listarskóli, náttúrugripasafn, listasafn, tónlistarhús, verslanir af öllu tagi og svo mætti lengi telja. Stutt í alla þjónustu Húsið við Skjólbraut í vesturbæ Kópavogs er mjög nálægt sundlauginni, skóla, listasafni og miðbæ Kópavogs. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.