Fréttablaðið - 26.10.2009, Blaðsíða 30
14 26. október 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
HILLARY CLINTON
ER 62 ÁRA Í DAG.
„Þegar Félag byssueiganda
í Bandaríkjunum segir að
nú sé rétt að hoppa þykja
mér of margir þingmenn
spyrja hversu hátt skuli
stökkva.“
Hillary Diane Rodham Clin-
ton er fædd í Chicago í Illin-
ois. Hún er utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og
fyrsta konan sem hefur átt
möguleika á að verða forseti
Bandaríkjanna.
Hallgrímskirkja í Reykjavík var
vígð þennan dag árið 1986
eftir 41 árs byggingarsögu.
Við vígsluna gengu 2.000
kirkjugestir til altaris og var
það mesti fjöldi í kirkjusögu
Íslands.
Hallgrímskirkja er þjóðar-
helgidómur, minningarkirkja
um áhrifamesta sálmaskáld
Íslendinga, Hallgrím Péturs-
son. Hún er stærsta kirkja
Íslands og rís hæst bygginga yfir höfuðborginni
Reykjavík. Kirkjuturninn er 73 metra hár og þar er
hægt að njóta útsýnis yfir borgina, sundin blá og
fjallahringinn umhverfis hana. Hallgrímskirkja er
fjölsóttasti ferðamannastaðurinn í Reykjavík.
Alþingi Íslendinga hlutaðist til um bygg-
ingu kirkjunnar. Í hugmyndasamkeppni sem
haldin var 1929 var áskilið
að kirkjan skyldi rúma
1.200 manns og hafa háan
turn sem gæti nýst fyrir
væntanlegt „víðvarp“ á Ís-
landi. Húsameistari ríkisins,
Guðjón Samúelsson hófst
handa við að teikna kirkj-
una árið 1937. Hann notaði
íslenskar fyrirmyndir og ís-
lenskt efni. Hallgrímskirkja,
sem varð hans síðasta verk,
minnir á stuðlaberg, íslensk fjöll og jökla.
Ríki og borg studdu verkið en 60 prósent
byggingarkostnaðar komu úr sjóðum safnaðar-
ins og frá einkaaðilum. Margir listmunir og kirkju-
gripir eru gjafir frá einstaklingum og samtökum,
gefnar til minningar eða til þess að efla kirkju-
starfið.
ÞETTA GERÐIST: 26. OKTÓBER 1986
Hallgrímskirkja vígð
MERKISATBURÐIR
1406 Eiríkur af Pommern giftist
Filippu af Englandi.
1927 Gagnfræðaskólinn á Akur-
eyri fær heimild til að út-
skrifa stúdenta og er eftir
það nefndur Menntaskól-
inn á Akureyri.
1936 Útvarpsþátturinn Um
daginn og veginn hefur
göngu sína og verður
öðrum þáttum lífseigari.
1965 Reykjanesbraut eða Kefla-
víkurvegurinn, fyrsti þjóð-
vegur á Íslandi utan þétt-
býlis, sem lagður er
bundnu slitlagi, er form-
lega opnuð eftir fimm ára
framkvæmdir. Sett er á
veggjald, sem innheimt
var í tollskýli við Straums-
vík þrátt fyrir mikla
óánægju bílstjóra.
AFMÆLI
EVO
MORALES
forseti
Bolivíu er
fimmtug-
ur.
SASHA
COHEN
listdansari
á skautum
er 26 ára.
GÍSLI H.
GUÐ-
JÓNSSON
réttarsál-
fræðingur
er 62 ára.
EGILL
HEIÐAR
ANTON
PÁLSSON
leikari er
35 ára.
Þórdís Gísladóttir, frjálsíþróttakona
og lektor við HR, tók við verðlaunum
fyrir einstakt framlag sitt til frjáls-
íþrótta á ársþingi Frjálsíþróttasam-
bands Evrópu sem haldið var í Búda-
pest fyrir skömmu. Hansbjörg Wirs,
forseti evrópska sambandsins, afhenti
Þórdísi verðlaunin við hátíðarkvöld-
verð sambandsins. Þetta var í fyrsta
sinn sem þessi verðlaun eru veitt en
alls voru 24 konur frá ólíkum löndum
Evrópu tilnefndar til þeirra eftir að
hafa fengið útnefningu í heimalandi
sínu.
„Þetta er mikill heiður og mikil
hvatning fyrir mig,“ segir Þórdís
hrærð. Hún segir að sér hafi einn-
ig þótt einkar ánægjulegt að sjá hve
mikla athygli verðlaunin fengu því
þar með hafi Ísland fengið mikla já-
kvæða umfjöllun. „Ísland fékk mikla
og góða kynningu og ég fékk tækifæri
til að segja að hér á Íslandi stöndum
við mjög framarlega í heiminum í jafn-
réttismálum innan íþróttahreyfinga,“
segir hún.
Þórdís segist vona að verðlaun-
in verði konum hvatning til að leggja
sitt af mörkum til íþróttarinnar eftir
að keppnisferli þeirra lýkur, en sjálf
hefur Þórdís meðal annars sinnt
kennslu, þjálfun og rannsóknum á sviði
frjálsíþrótta eftir að ferli hennar sem
afrekskonu í frjálsum íþróttum lauk.
Hún segir að við valið á verðlauna-
hafanum hafi nefnd farið yfir feril
þeirra sem tilnefndar voru án þess að
hafa upplýsingar um nafn þeirra eða
þjóðerni. Einungis hafi verið horft til
framlags þeirra til íþróttastarfs og
þótti starf hennar skara fram úr.
„Það er nú þannig að í ýmsum lönd-
um Evrópu sést varla kona í starfi
þjálfara eða í nefndum eða ráðum.
Þeim fækkar svo enn meira eftir því
sem hærra dregur í metorðastigan-
um,“ segir hún og bætir við að á Evr-
ópuþingi frjálsíþróttasambandsins
hafi einmitt karlar verið um það bil
95 prósent þátttakenda. „Staðan hefur
samt batnað mikið,“ segir Þórdís kank-
vís og viðurkennir að vegna þess að
hún hafi nær ávallt verið eina konan
sem sat í nefndum tengdum stefnu-
mörkun í íþróttastarfi hafi hún van-
ist á að ávarpa fólk kumpánlega sem
stráka. „Ég sagði alltaf, jæja strákar,
og geri það víst enn þótt konum hafi
sem betur fer fjölgað,“ segir hún og
hlær.
Þórdís segist vonast til þess að
konur í ríkjum Evrópu geti mynd-
að með sér samstarfsvettvang sem
hefði það að markmiði að hvetja fleiri
konur til að leggja sitt af mörkum til
íþróttarinnar. karen@frettabladid.is
ÞÓRDÍS GÍSLADÓTTIR: HLÝTUR VERÐLAUN FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBANDS EVRÓPU
Framlag á heimsmælikvarða
EINSTAKT FRAMLAG ÞÓRDÍSAR VERÐLAUNAÐ Þórdís Gísladóttir hlaut verðlaun á ársþingi Frjálsíþróttasambands Evrópu sem haldið var í Búda-
pest um síðustu helgi. Hún er sú fyrsta sem hlýtur þessi verðlaun og var valin úr hópi kvenna frá 24 löndum Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Skrifstofa Rolf Johansen & Co
verður lokuð í dag frá kl. 12.30–15.00
vegna útfarar Þorsteins Kristinssonar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað-
ir og afi,
Rúnar Guðmannsson
Grænuhlíð 17, Reykjavík,
sem lést föstudaginn 9. október, verður jarðsunginn
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. október klukkan
11.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar-
stofnanir.
Sjöfn Hafdís Jóhannesdóttir
Jón Árni Rúnarsson
Jóhannes Rúnarsson Lilja Bjarnþórsdóttir
Rannveig Rúnarsdóttir Kári Tryggvason
Sigurður Rúnarsson Elín Hallsteinsdóttir
og barnabörn.
Áhersla verður lögð á sköp-
unargleði og tjáningu á
nýju leiklistarnámskeiði
fyrir fullorðna á vegum
Ólafar Sverrisdóttur leik-
konu og leiklistarkennara
sem hefst miðvikudaginn
næstkomandi.
Námskeiðið nefnist Leik-
ur og sköpun og er ætlað
þeim sem vilja losa um
hömlur, skemmta sér og fá
útrás fyrir sköpunargleðina
í spuna og leik.
Almennar leiklistaræf-
ingar, framsögn, framkoma
og spunaæfingar til að örva
hugmyndaflugið eru á meðal
þess sem verður kennt á
námskeiðinu. Er það tilval-
ið bæði fyrir þá sem eru að
stíga sín fyrstu skref og eins
þá sem hafa eitthvað leikið
og vilja bæta við sig nýjum
aðferðum.
Námskeiðið er haldið í Bol-
holti 4, á fjórðu hæð, á mið-
vikudögum frá klukkan 20 til
22. Þess skal getið að það er
ætlað sextán ára og eldri.
Allar nánari upplýsingar
veittar í síma 845 8858.
Sköpunargleði
og tjáning
Í SVIÐSLJÓSINU Námskeiðið er bæði ætlað byrjendum og þeim sem
eru lengra komnir.