Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1994, Síða 10

Iðnneminn - 01.05.1994, Síða 10
MJUKKJAFTA SKURKAR OG „TERROR" MEISTARAR Um réttindamál iðnnema Því miður er töluvert um að rétt- ur er brotinn á iðnnemum sem eru á vinnumarkaði. Astæður fyrir þessum réttindabrotum eru aðal- lega tvær. Meistarinn eða forsvars- maður iðnfyrirtækis er skúrkur og reynir það sem hann getur til að hafa réttindi af nemanum með það að markmiði að hafa af honum þau laun sem hann á rétt á og til að losna undan lögboðnum skyldum. Hin ástæðan er vanþekking meist- arans eða forsvarsmanns iðnfyrir- tækis á réttindum og skyldum iðn- nema, iðnfyrirtækis og meistara. í þeim tilfellum þar sem um van- þekkingu er að ræða þá er yfirleitt vel brugðist við þegar farið er fram á leiðréttingu á einhverju sem mis- farist hefur. Til að sú leiðrétting fá- ist hins vegar fram, er nauðsynlegt að iðnneminn þekki rétt sinn og skyldur þannig að hann verði var við ef réttur er á honum brotinn. Ef einhver vafi leikupá því í huga nemans hvort verið er að brjóta á honum rétt þá á hann umsvifalaust að setja sig í samband við réttinda- skrifstofu Iðnnemasambands ís- lands. Eftir því sem rangfærslur uppgötvast fyrr og fyrr er farið fram á leiðrétlingu, því líklegra er að leiðréttingin fáist fram á tiltölu- lega auðveldan hátt. í þeim tilvik- um hins vegar, þar sem um skúrka er að ræða, þá er yfirleitt erfiðara að sækja leiðréttingar. Skúrkarnir eru oft á tíðum miklir mjúkkjaftar og spila sig sem besta vin og félaga iðnnemans. Þannig reyna þeir að fá nemann til að fá það á tilfinning- una að þeir séu að ráðast á vin sinn og félaga ef þeir gera kröfu til þess að samningar, Iög og reglugerðir séu virt. Hinir eru líka til sem ekki eru mjúkkjaftar, heldur eru þeir ekkert annað en helvítis ruddar og reyna hræða nemann til að hlýða skilyrðislaust hvaða vitleysu sem er. Það gera þeir jafnvel með þeim formerkjum að þeir séu að ala nemann upp og móta hann, allt nemanum til gagns. Komist þeir upp með þetta þá hlakkar síðan í þeim yfir aumingjaskap og sauðs- hátt nemans. Þeir njóta þess yfir- leitt að vaða yfir nemann á drullug- um skónum. Þeir nemar sem í þessu lenda venjast því síðan að vera gólftuskur og eiga það á hættu að verða það í langan tíma, jafnvel það sem eftir er ævinar. Það er síð- an alkunna að gólftuskur njóta ekki mikillar virðingar og munu seint gera. Það þarf síðan ekki að hafa mörg orð um gildi vinskapar- ins sem meistarinn, sem kemur fram við nemann sinn sem gólftu- sku, þykist vera bjóða nemanum sínum eða gagn þeirra uppeldisað- ferða sem byggjast upp á hreinum „terror". „Terror“ meistarinn þekkist nokkuð auðveldlega og um hann þarf ekki að hafa fleiri orð en þau að eina leiðin fyrir nemann til að sigrast á honum er að standa fast á rétti sínum og bjóða honum birginn. Þeir nemar sem í þessari aðstöðu eru, geta fengið aðstoð Iðnnemasambands íslands lil að standa upp í hárinu á „terror“ meistaranum. En hvernig er hægt að þekkja þessa mjúkkjafta skúrka. Hér koma nokkrar ábendingar. Neminn fær ekki launaseðla og ef hann fær þá þá er lítið á þeim að græða vegna þess að þeir eru ekki eins og launaseðlar eiga vera og innihalda ekki nauðsynlegar upp- lýsingar. Ómögulegt er að átta sig á hvaða laun eru greidd fyrir hvaða vinnu. Meistarinn fer alltaf undan í flæmingi ef minnst er á námssamn- inga. Meistarinn er sífellt að tala um hvað nemar hafi það gott í dag og hvað hann sé nú almennilegur að hafa nema, því hann tapi í raun á þeim. Þegar farið er fram á leið- réttingar þá slær meistarinn í og úr, segist hafa talað við hina og þessa lögfræðinga og það sem neminn og Iðnnemasambandið sé að segja sé bara bull, enda séu þar ekkert nema helvítis kommúnistar hjá Iðnnemasambandinu. Eina leiðin fyrir iðnnema til að verjast því að láta brjóta sér er að nemarnir þekki réttindi sín og skyldur. Slíkar upplýsingar geta þeir fengið á rétt- indaskrifstofu Iðnnemasambands Islands. Það er hins vegar alls ekki svo að allir nreistarar séu skúrkar. Skúrkarnir eru í minnihluta en hinsvegar er alltof mikið af þeim og það þarf að losna við þá. Iðn- nemasamband íslands býður þeim nemum sem eru hjá skúrkum upp á aðstoð við að berja á skúrkunum með það að markmiði að þeim verði bannað að hafa nema. M.a. verði nöfn þeirra sett á svartan lista og birt opinberlega. Kristinn H. Einarsson Framkvœmdastjóri INSÍ

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.