Iðnneminn


Iðnneminn - 01.05.1997, Side 4

Iðnneminn - 01.05.1997, Side 4
Fossberg Á því herranns ári 1927, nánar tiltekið 27. mars, var stofnað fyrirtæki í Reykjavík sem væri kannski ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að fyrirtækiö hefur verið starfrækt síðan, sem ekki mörg fyrirtæki geta státað af. Þetta fyrirtæki fékk nafnið G J Fossberg eftir stofnanda þess Gunnlaugi J. Fossberg, vélstjóra. Er fyrirtækið að mestu í eigu fjölskyldu hans enn i dag. Er Gunnlaugur dó árið 1949 tók Bjarni R. Jónsson við störfum forstjóra, hafði Bjarni unnið hjá fyrirtækinu frá 1930. Er Bjarni R. Jónsson lét af störfum 1989 tók núverandi forstjóri við störfum hans. Er það Einar Orn Thorlacius en hann cr dóttursonur Gunnlaugs J. Fossbergs. Fyrstu sjö ár fyrirtækisins var vélaverslunin til húsa í Hafnarstræti 18 en flutti svo í kjallarann á Vesturgötu 3 árið 1935. Fram til 1965 voru skrifstofurnar til húsa á efri hæðinni en verslunin á þeirri neðri. Eftir að hafa verið á Vesturgötunni í þrjátiu ár flutti fyrirtækið sig um set og fluttist á Skúlagötu 63, en það hús reisti fyrirtækið á árunum 1963-1965. Fyrirtækið er enn þar til húsa, bæði verslunin og skrifstofurnar. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í að þjóna ís- lenskum málmiðnaði með vönduðum rekstrar- vörum, handverkfærum og járnsmíðavélum. G J Fossberg er í sókn á markaðnum um þessar mundir. Þrátt fyrir stóraukna samkeppni hefiir G J Fossberg notið mikillar söluaukning- ar undanfarin ár og fjárhagur fyrirtækisins er mjög sterkur. Ávallt hefúr veriö lögð mikil áhersla á skilvísi við kröfuhafa.

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.