Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 10
10 29. október 2009 FIMMTUDAGUR Barna-/krakkapakki Kr. 43.188 (-20% afsl.) Unglinga-/fullorðinspakki Kr. 59.268 (-22% afsl.) SNJÓBRETTAPAKKAR TAKMARKAÐ MAGN Bretti, skór og bindingar TILBOÐ! Verð: Kr. 12.995 NÝ BÓK jóræningjar stefna í höfn og ögreglan kallar á súperömmu il hjálpar. Fjórða bókin um ÆTTFRÆÐI Oddur Helgason, sem á og rekur ORG ættfræðiþjón- ustuna, segir fyrirtækið standa á fjárhagslegum brauðfótum. Ef ekki komi til aðgerða af hálfu hins opinbera neyðist hann til að flytja starfsemina úr landi. Góð- viljaðir menn í Utah-ríki í Banda- ríkjunum hafi boðist til að styðja við bakið á honum flytjist hann þangað. Oddur segir slíkan flutning neyðarlendingu og vill leita allra leiða til að halda sér og fyrir- tækinu á Íslandi. Í því skyni hefur hann stungið upp á að ríkið kaupi af honum viðamikið bóka- og skjalasafn, sem hafi að geyma ómetanlegar upplýsingar um ætt- og þjóðfræði, og stofni utan um það sjálfseignarstofnun. Þannig kæmist safnið í eigu þjóðarinn- ar sjálfrar. Reiknast honum til að átján milljónir króna væri sann- gjörn fjárhæð en það er sama upphæð og ríkið greiddi fyrir skopmyndasafn Sigmunds frá Vestmannaeyjum árið 2004. Oddur kveðst hafa notið rík- isframlaga frá aldamótum sem samtals nemi á bilinu 8-10 millj- ónum króna og eins og undan- gengin ár hafi hann lagt inn erindi til fjárlaganefndar vegna fjárlagagerðar fyrir næsta ár. - bþs Oddur Helgason vill að ríkið kaupi bóka- og skjalasafn um ættfræði: Flytur til Utah ef ekki fást peningar ODDUR HELGASON Hann vill að ríkið stofni sjálfseignarstofnun utan um bóka- og skjalasafn hans svo upplýsing- arnar haldist í landinu. HÆGT FARA SUMIR Þessi skjaldbaka hefur væntanlega lítið hugsað til þess að geimflaugin Ares-1 X myndi bráð- lega yfirgefa skotallinn. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Fimm Litháar og einn Íslendingur voru í gær úrskurð- aðir í áframhaldandi gæsluvarð- hald til miðvikudagsins 4. nóvem- ber vegna rannsóknar lögreglu á meintu mansalsmáli á Suðurnesj- um og annarri skipulagðri glæpa- starfsemi. Ekki var gerð krafa um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sjöunda manninum, Íslendingi, sem einnig hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknarinnar og hefur hann verið látinn laus. Tengsl eru milli mannanna sex sem sitja áfram inni. Þrír Lithá- anna hafa verið í vinnu hjá verk- takafyrirtæki í eigu Íslendingsins, auk annarra tengsla innan hóps- ins. Þá tengjast allir Litháarnir fimm komu nítján ára litháískrar stúlku hingað til lands fyrr í mán- uðinum. Rannsókn lögreglu bein- ist meðal annars að því hvort hún hafi verið fórnarlamb mansals. Stúlkan dvelur nú á vegum lög- reglunnar á Suðurnesjum. Rannsókn þessa umfangsmikla máls, sem þrjú lögregluembætti standa að, á Suðurnesjum, í höf- uðborginni og á Snæfellsnesi, nær einnig til meintra tryggingasvika. Þau snúast um bruna sem varð í gamla fiskimarkaðnum við Sól- velli á Grundarfirði í lok ágúst í sumar. Fyrirtæki í eigu Íslend- ingsins sem sætir áfram gæslu- varðhaldi nú keypti um það bil þriðjung af húsnæðinu í janúar á þessu ári. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars snúist um ástæður þess að brunabótamat húsnæðisins hefur hækkað um ríflega tíu milljónir króna frá árinu 2006, þegar það var í eigu Byggðastofnunar, og þar til það varð eldinum að bráð í sumar. Eigandinn fékk um fjörutíu millj- ónir króna í tryggingabætur eftir brunann. Grunur um tengsl manna í hópnum, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, við brunamálið á Snæfellsnesi vaknaði skömmu eftir að mansalsmálið kom upp á Suðurnesjum. Ólafur K. Ólafsson lögreglu- stjóri á Snæfellsnesi sagði aðspurður að tæknideild lögreglu hefði rannsakað málið á sínum tíma, en eldsupptök væru enn ókunn. Krakkar hefðu sést snigl- ast fyrir utan byggingarnar áður en eldurinn hefði komið upp en þeir hefðu reynst brunanum með öllu óviðkomandi. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Lögregla vill ekki veita frekari upplýsingar um efnisatriði rann- sóknarinnar, en telur að henni miði vel. Rannsaka svindl með brunabótamat Sex karlmenn voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær vegna umfangsmikillar rann- sóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi. Auk mansals er til rannsóknar svindl með brunabótamat. FYRIR DÓMARA Sex karlmenn, fimm Litháaar og einn Íslendingur, voru leiddir fyrir dómara í gær. Gæsluvarðhald var framlengt yfir þeim til 4. nóvember. SAMGÖNGUR „Ef ferðum verður fækkað tapast störf, ekki einung- is í tengslum við ferjuna heldur einnig hjá þeim sem þjónustað hafa ferjuna og notendur hennar svo sem iðnaðarmönnum, versl- unar- og ferðaþjónustuaðilum og fiskverkendum,“ segir bæjarráð Stykkishólms sem skorar á sam- gönguyfirvöld að hætta við niður- skurð á daglegum ferðum Breiða- fjarðarferjunnar Baldurs. „Bæjarráð vill einnig benda á að Ferjan Baldur getur verið mik- ilvægur hlekkur í neyðaraðstoð við Vestfirði ef vá ber að dyrum,“ segir einnig í bókun bæjarráðs. - gar Fækkun ferða á Breiðafirði: Mikil andstaða í Stykkishólmi FJÖLMIÐLAR Þrjátíu starfsmenn Ríkisútvarpsins eru í forgangi í bólusetningu vegna svínaflensu. Ríkislögreglustjóri hafði beðið RÚV um lista yfir hverjir ættu að fá bólusetningu svo hægt væri að halda úti lágmarksútsendingu. Á listanum eru frétta- og tæknimenn undir fimmtugu. Nú þegar hafa flestir í hópnum verið bólusettir. Öryggismálanefnd Ríkisútvarpsins skilgreindi þá starfsmenn sem eru á forgangs- listanum. Aðgerðir vegna svínaflensu: 30 starfsmenn RÚV bólusettir LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hefur yfirheyrt meðlim Al- Thani-fjölskyldunnar í tengsl- um við rannsókn á meintum 26 milljarða sýndarviðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Samkvæmt heimildum frétta- stofu Stöðvar 2 hefur sérstakur saksóknari nú yfirheyrt sjeik- inn Sultan Bin Jassim Al-Thani, frænda Mohammed Bin-Kha- lifa. Bin-Jassim sat í stjórn félagsins sem keypti hlutabréf- in. Ekki hefur tekist að fá vitnis- burð Khalifa, en hann er yngri bróðir valdamesta manns Katar og nýtur friðhelgi. Sérstakur saksóknari: Yfirheyrði með- lim Al-Thani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.