Fréttablaðið - 29.10.2009, Síða 30
29. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR
● KÚLULAMPI GEORGE NELSON Bubble-lampinn var hannaður af
George Nelson árið 1947 og framleiddur af Howard Miller í upphafi sjötta áratug-
arins og fram til 1979. Bubble var gríðarlega vinsæll og er í dag einn af mununum
á nýlistasafninu í New York. Enn er hægt að kaupa slíka lampa sem hafa verið end-
urframleiddir í upphaflegri mynd.
Í ljósadeild Ilvu á Korputorgi
er líflegt um að litast því innan
um hvítt, svart og silfrað sjást
nú orðið skærir litir. Fjólublár
er vinsæll og guli liturinn kem-
ur líka sterkur inn enda minnir
hann á sólina sjálfa.
„Sterkir litir eru áberandi í því sem
er að detta inn,“ segir Tinna Guð-
mundsdóttir, svæðisstjóri ljósa-
deildar ILVA. „Auðvitað fáum við
svart og hvítt eins og áður, þetta
klassíska sem alltaf gengur en
það er greinilegt að meiri litafjöl-
breytni er að ryðja sér til rúms
því við eigum von á að fá skrif-
borðs lampa í sjö mismunandi
litum.“
Tinna kveðst alltaf vera að taka
upp eitthvað nýtt og segir gaman
að stilla upp nýju litaglöðu línunni
en hvernig taka viðskiptavinirnir
henni? „Þeir taka þessu vel enda
er deildin glaðleg á að líta. Auðvit-
að velur fólk ekki marga liti í einu
en nú er búið að vera hvítt og svart
svo lengi að mörgum finnst kom-
inn tími til að blanda einhverjum
einum lit inn í. Það lífgar upp á og
flestum finnst gaman að því.“
Rúmt ár er frá því að ILVA var
opnuð. Hún var ein af fyrstu búð-
unum á Korputorgi og hefur gert
sig gildandi á húsgagna- og heim-
ilisvörumarkaðinum. Spurð hvort
eitthvað í ljósadeildinni hafi verið
tekið fram yfir annað bendir Tinna
á borðlampa úr kristal. „Þessi
hefur selst mjög vel alveg frá
opnun og við vorum að fá aðra týpu
af honum, mjög flotta. Flestir borð-
lampar koma án skerma og það á
líka við þessa. Þá velur fólk hvort
það vill hvíta, svarta, silfraða eða
í lit. Skermur getur breytt útliti á
lampa og lýsingu heilmikið.“
Annar lampi í ILVA hefur líka
átt miklum vinsældum að fagna
að sögn Tinnu, hann er til í þrem-
ur stærðum, er í enn rómantískari
stíl en kristalslampinn og hentar
hvort sem er í nútímalegt húsnæði
eða eldra. „Hingað kemur fólk á
öllum aldri enda reynum að hafa
vöruúrvalið þannig að allir finni
eitthvað við sitt hæfi. Við erum
með mikið af lampaskermum og
stundum kemur fólk með lampa-
fætur að heiman til að máta skerm-
ana við sem er bara skemmtilegt.
Það getur breytt allri stemningu á
heimilinu mikið að skipta einfald-
lega bara um skerma.“
Litirnir aftur inn á heimilið
„Hingað kemur fólk á öllum aldri enda reynum við að hafa vöruúrvalið þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi,“ segir Tinna
Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439
Bandaríkjamaðurinn Thomas
Alva Edison (1847-1931) er
jafnan nefndur þegar
einum er eignuð upp-
finning ljósaperunn-
ar en Bretinn Sir
Humphry Davy var
sá sem prófaði fyrst-
ur ljósboga þar sem
rafstraumur hleyp-
ur milli skauta. Glóðar-
lampar svokallaðir þar
sem þessi frumtækni var
notuð voru nokkrir en í lít-
illi notkun allt þar til Edison
bjó til ljósaperu með lýsandi
kolefnaþræði. Þetta var árið
1879 en 24 árum síðar,
1913, fóru menn að nota
þungstein (wolfram) í
stað kolefnisins.
Edison er talinn
aðalfrumkvöðullinn í
tækniþróun nútímans
enda er honum ekki
aðeins eignuð þróun
ljósaperunnar heldur
líka rafhlöðunnar og kvik-
myndavélarinnar. Hann er
einnig maðurinn sem stóð
fyrir raflýsingu New York-
borgar.
Maðurinn sem fann upp ljósaperuna,
Thomas Alva Edison, lýsti einnig upp
New York-borg.
Ljósaperan fundin upp
Joker. Loftljós. Ýmsir litir. Ummál 15 cm. 8.995,-
Ummál 28 cm. 19.995,-
Emma. Lampi. Antíkhvítur. einnig til hvítur.
H 23 cm. 4.995,- H36 cm. 5.995,-
H53 cm. 6.995,- Skermur seldur sér.
Empire skermur, ummál 24 cm. 2.495,-
Tea House. Lampi. Málmur m/skerm.
H 50 cm. 7.995,-
Crystal. Borðlampi glær. H 44 cm. 24.995,-
Skermur seldur sér. Fussy. Silfurlitaður skermur,
ummál 35 cm. 4.990,-
Crystal. Borðlampi glær. H 44 cm. 29.995,-
Skermur seldur sér. Clear. Svartur skermur.