Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 52
36 29. október 2009 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Jeff Bridges mun að öllum líkindum leika fyrir Coen-bræður á nýjan leik í myndinni True Grit. Hún er endurgerð samnefnds vestra frá 1969 og myndi Bridges feta í fótspor Johns Wayne í hlutverki kúrekans Reuben J. „Rooster“ Cogburn. „Ég vona að þetta gangi eftir. Við vitum það ekki alveg. Coen- bræður vilja gera hana og kvikmyndaverið líka. Þetta snýst bara um að allt smelli saman,“ sagði Bridges, sem er 59 ára. Myndin, sem er byggð á sam- nefndri bók eftir Charles Portis, fjallar um drykk- felldan lögreglu- mann og kúreka sem hjálpa ungri konu við að finna morðingja föður hennar. Henry Hathaway leikstýrði upphaflegu myndinni og fékk John Wayne Óskarinn fyrir frammistöðu sína. Jeff Bridges ætti að þekkja vel til Coen-bræðra því hann fór með aðalhlut- verkið í gamanmyndinni The Big Lebowski fyrir rúmum tíu árum. Þar lék hann lata keiluspilarann The Dude sem lenti í því að teppinu hans var stolið. Bridges og Coen saman á ný JEFF BRIDGES Bridges mun líklega feta í fótspor Johns Wayne í True Grit. COEN-BRÆÐUR Coen- bræður ætla að leikstýra Jeff Bridges á nýjan leik. > LEIKUR SYSTKINI Næsta hlutverk Adams Sandler verður í rómantísku gamanmyndinni Jack and Jill. Þar leikur hann Jack en einnig tvíburasystur hans Jill. Tökur á mynd- inni hefjast á næsta ári og er hún væntanleg í bíó árið 2011. Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frum- sýnd hjá Græna ljósinu á morgun. Um áhugaverða mynd er að ræða sem fjallar um hið sögufræga mál þegar leikstjórinn Roman Polanski var árið 1977 kærður fyrir að hafa haft mök við þrettán ára stúlku og gefið henni eiturlyf. Ellefu mánuðum síðar flúði hann til Evrópu áður en dómur var kveð- inn upp, eftir að hafa játað sök sína. Myndin rannsakar hvað gerðist á þessum ellefu mánuðum með áður ósýndu myndefni, brotum úr myndum hans og nýjum viðtölum við flesta lykilaðila málsins, þar á meðal lögmennina og fórnarlambið, auk vini leikstjórans. Polanski sjálfur er sveipaður dulúð en skýr mynd birtist af inn- viðum réttarkerfisins í Bandaríkj- unum og dómara sem hafði meiri áhuga á ímynd sinni í fjölmiðlum en framgangi réttvísinnar. Málið er nú komið aftur í kastljós fjölmiðla þar sem Polanski hefur nú þrjátíu árum síðar verið handtek- inn vegna málsins í Sviss og bíður framsals til Bandaríkjanna. Vandræði Polanski ROMAN POLANSKI Heimildarmyndin Roman Polanski: Wanted and Desired verður frumsýnd á morgun. Nýjasta mynd leikstjórans Stevens Soderbergh nefnist The Informant! Soderbergh hefur átt flottan feril í Hollywood eftir að hann sló í gegn með Sex, Lies and Videotape árið 1989. The Informant! er svört kómedía sem er byggð á sannsögulegum atburðum. Matt Damon leikur lyg- arann Mark Whitacre, sem starfar í matvælafyrirtæki. Hann ákveð- ur að leka út upplýsingum um það hvernig fyrirtækið eigi í ólöglegu verðsamráði við erlenda keppi- nauta. Steven Soderbergh, sem er af sænskum ættum, fæddist árið 1963. Hann fékk áhuga á kvikmynda- gerð þegar hann stundaði nám við Háskólann í Louisiana. Hann reyndi ungur að árum fyrir sér í Hollywood en það var ekki fyrr en hann fluttist aftur til Louisiana að hann fékk hugmyndina að Sex, Lies and Videotape. Myndin, sem var gerð án aðildar stórra kvikmynda- fyrirtækja, hlaut Gullpálmann í Cannes og vakti gríðarlega athygli á Soderbergh, sem þá var aðeins 26 ára og sá yngsti til að hljóta þessu æðstu verðlaun hátíðarinnar. Næstu myndir hans ollu von- brigðum hvað miðasölu snerti og það var ekki fyrr en áratug síðar sem hann lét almennilega að sér kveða með glæpamyndinni Out of Sight með George Clooney og Jenni- fer Lopez í aðalhlutverkum. Mynd- in var byggð á skáldsögu Elmore Leonard og fékk mjög góða dóma. Skömmu síðar sendi Soderbergh frá sér myndirnar Traffic og Erin Brockovich sem áttu eftir að festa hann í sessi sem einn snjallasta leikstjóra Hollywood. Hann fékk Óskarinn fyrir Traffic og tilnefn- ingu fyrir Erin Brockovich á sama árinu, sem hefur aðeins einu sinni gerst áður í sögu Óskarsins. Eftir þetta voru honum allir vegir færir. Fyrir næstu mynd safnaði hann saman hverri stjörn- unni á fætur annarri og úr varð Ocean‘s Eleven, vinsælasta mynd Soderbergh til þessa. Vinur hans George Clooney var þar í einu aðal- hlutverkanna, rétt eins og í næstu mynd hans, Solaris, sem fékk held- ur dræmari viðtökur. Framhalds- myndin Ocean‘s Twelve kom út árið 2004 og síðan Ocean‘s Thirteen þremur árum síðar, enda ekkert að því að hamra járnið á meðan það er heitt. Næsta verkefni leikstjór- ans áður en hann vatt sér í gerð The Informant! var síðan af stærri gerðinni, myndin Che, sem fjall- ar um ævi argentínska uppreisn- arleiðtogans. Lokaútgáfa myndar- innar varð fjögurra klukkustunda löng, sem þýddi það að hún var sýnd í tveimur hlutum í bandarísk- um kvikmyndahúsum. freyr@frettabladid.is Snjall Hollywood-leikstjóri STEVEN SODERBERGH Leikstjórinn Steven Soderbergh hefur gert margar fínar myndir á ferli sínum. HELSTU MYNDIR: The Informant (2009) Che (2008) Ocean‘s Thirteen (2007) The Good German (2006) Ocean‘s Twelve (2004) Solaris (2002) Ocean‘s Eleven (2001) Traffic (2000) Erin Brockovich (2000) Out of Sight (1998) Sex, Lies and Videotape (1989) Milla Jovovich hefur tekið að sér aðalhlutverkið í spennumyndinni Faces in the Crowd og hefjast tökur í mars á næsta ári. Þar leikur hún konu sem er hundelt af brjáluðum fjöldamorðingja. Í byrjun mynd- ar er ráðist á hana en morðingj- anum tekst ekki að klára ætlunar- verk sitt. Eftir árásina getur hún ekki lengur þekkt andlit og getur því ómögulega vitað hver það var sem reyndi að drepa hana. Jovovich virðist vera á flótta í hverri myndinni á fætur annarri. Morðingi gerir henni lífið leitt í nýlegri spennumynd, A Perfect Getaway, sem gerist á Havaí og í Resident Evil: Afterlife á hún í höggi við ófrýni- legar afturgöngur. Sú mynd er í tökum um þessar mundir og er væntanleg á næsta ári. Hún er fjórða myndin í Resident Evil-seríunni sem er byggð á sam- nefndum tölvu- leikjum. Jovovich, sem sló í gegn í The Fifth Element, hefur í nógu að snúast því 6. nóv- ember verður tryllirinn The Fourth Kind frumsýndur í Bandaríkjunum. Myndin byggir á sannsögulegum atburðum og segir frá bæ í Alaska þar sem óvenjumarg- ir hafa horfið sporlaust á síð- ustu fjörutíu árum. Telja margir að geimverur eigi þar hlut að máli. Hundelt af fjöldamorðingja MILLA JOVOVICH Jovovich er hundelt af fjöldamorð- ingja í Faces in the Crowd. Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 6 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.