Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 48
32 29. október 2009 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Diddú, Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Óskar Pétursson voru með söngskemmtun í Íslensku óperunni undir yfirskriftinni „Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi!“ í september og var húsfyllir svo margir þurftu frá að hverfa. Efn- isskráin er í léttari kantinum og glens og gaman haft í hávegum, þó dramatíkin komi að sjálfsögðu með eins og tenóra er von og vísa þegar aðeins er um einn sópran er að ræða. Ekki hefur tekist að ná saman mannskapnum í aukatón- leika fyrr en nú en þeir verða á sunnudaginn kemur kl. 20 og eins gott að áhugasamir nái sér í miða í tíma. Á meðal söngatriða á efni- skránni eru bæði íslensk og erlend lög og aríur og leikur Jónas Þórir undir. Dagskrána hyggjast þau svo endurflytja í þriðja sinn norðan heiða: þeir tónleikar verða í Akur- eyrarkirkju 8. desember kl. 17. Miðasala fyrir tónleika á Akureyri er í Bókaversluninni Eymundsson, Hafnarstræti. - pbb Tenórar endurtaka sig ath kl. 20.30 Jón Ólafsson píanisti leikur af fingrum fram með Diddú sér við hlið en hún rifjar upp nokkra ópusa af sínum langa ferli. Þetta verður í kvöld í Salnum. > Ekki missa af Hádegistónleikum í Gerðu- bergi á föstudaginn kl. 12.15. Yfirskriftin að þessu sinni er Úr gullkistu sellósins en Margrét Árnadóttir sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanó- leikari og listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, munu flytja verk eftir Mendelssohn og Beethoven. Ókeypis aðgangur er á tónleikana og þeir verða endurteknir sunnudaginn 1. nóvember kl. 13.15. Það bætist í sarp bænda og búa- liðs á Landnámssetrinu í Borgar- nesi þegar sá mæti fræðaþulur Haukur Sigurðsson stendur þar undir mæliás á laugardagskvöld eftir mjaltir og fer með hryggj- arstykkið úr Eyrbyggju. Eins og kunnugt er hefst hún á deilumáli um hvar menn mega ganga örna sinna á Þórsnesi, en það vanda- mál var víðast tilefni deilna, til dæmis í verum þar sem svokall- aðir sýslumenn deildu niður á menn skákum til að skíta. Gengur Haukur nú slóð þeirra Benedikts Erlingssonar og Brynhildar Guð- jónsdóttur sem sótt hafa í Eglu og Einars Kárasonar sem leitaði í Sturlungu. Haukur Sigurðsson á að baki áratuga feril sem kennari og fræði- maður – búinn að kenna þúsundum Íslendinga sögurnar í gegnum tíðina og hefur sett saman sitt eigið handrit með útdrætti úr sögunni sem hann flytur blaðalaust. Sýninguna kallar Haukur Kynngi og kær- leikur í Eyrbyggju enda er sagan kynngimögnuð, full af forynjum og draugum. Haukur Sigurðsson er sagnfræðingur og var lengst af sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann hefur meðal ann- ars skrifað kennslubækur í samfé- lagsfræði og sögu fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Þá hefur hann þýtt fjölda leikrita fyrir Bandalag íslenskra leikfélaga. Eyrbyggjusögur Hauks verða á dagskrá Landnáms- seturs næstu vikur í bland við Brák Brynhildar, Brúðarrán Víðis Guðmundssonar og Mr. Skallagrímsson Hilmis Snæs Guðnasonar sem er í vændum. Kynngi og kærleikur í Eyrbyggju MENNING Haukur Sig- urðsson skeiðar gegnum Eyrbyggju í löngu uppistandi MYND FRÉTTABLAÐIÐ Leiklist ★★★★ Ástardrykkurinn Höfundar: Gaetano Donizetti og Felice Romani Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Hljómsveitarstjóri: Daníel Bjarnason Önnur sýning á Ástardrykknum er annað kvöld og þá þriðju ber fyrir augu gesta á laugardag. Uppselt er á fyrirhugaðar átta sýningar og einni aukasýningu hefur þegar verið bætt við. Ást- ardrykkurinn deilir nú þröngu sviðinu í Gamla bíó með Hell- isbúanum. Vonandi duga húsa- leigutekjurnar Íslensku óper- unni til að standa fyrir tveimur sviðsetningum á ári nú þegar við blasir niðurskurður á fjárstyrk til rekstursins. Fari fram sem horf- ir (óperuhús í Kópavogi úr sög- unni, óperan flytur í tónlistarhús 2011) er eins gott að fara að huga að framtíð þessa starfs og húss- ins, þegar óperan yfirgefur það. Vilji einhver kaupa. Það var býsna gaman að sjá sviðsetningu Ágústu á þessu ann- ars þunna verki. Þetta er raunar bara eins lags ópera; þótt part- arnir séu fallegir margir, hljóma þeir ári kunnuglega. Ágústa hefur verkið úr sínum suðræna kardimommubæ og gerir það tímalaust í stílfærslu umhverfis og búninga. Allt gott um það að segja þótt þverröndóttir borðar um kvenhluta kórsins og lágbotna skór hafi gert þær allar stuttar og digrar. Lýsing Páls Ragnarsson- ar kallast á við sterkar andstæður lita í leikmynd Guðrúnar Öyahals sem er byggð með flötum flekum og lítið fer fyrir á þessu erfiða sviði. Það er slæmt þegar áhorf- andi hefur mestar áhyggjur af því að kórmeðlimir felli leikmyndina með fyrirferð á sviðinu. Ræðum kórinn aðeins frekar þótt það kunni að kalla fram hatursfullar athugasemdir á bloggsíðum ein- stakra kórfélaga í garð gagnrýn- andans – eins og dæmin sanna. Reynsla Ágústu og menntun beinir henni í þá átt að nota kór- inn í samræmdum taktbundn- um hreyfingum höfuðs, búks og handa. Hún er reyndar einn fárra leikstjóra hér sem leggja í þetta aftur og aftur. Þetta er skemmti- legt bragð en útheimtir meiri þjálfun er kór Íslensku óperunn- ar býr yfir. Er þó ekki til lýta. Hreyfingar almennt í sýning- unni eru vel unnar og hugsaðar, einkum hjá þeim Garðari, Dísellu, Bjarna og Ágústi. Sú vinna er létt, kómísk og sannfærandi sem hluti af persónusköpun sem eðli máls samkvæmt verður grunn. Bjarni og Ágúst skinu skær- ast í sýningunni með fínum leik og styrkum röddum, fullkomnu valdi á sínu. Dísella er kvik á sviði, röddin ekki hljómmikil og nokkuð eins- leit en hún er tvímælalaust mikið efni fái hún tækifæri til að þrosk- ast. Garðar er glæsilegur maður með fallegan tón en ekki sterka rödd. Hann er skýr í hugsun sinni og mótun, ber sig af miklu öryggi og gerir gamanleiknum fín skil. Það er gaman að sjá hann á sviði, fín og smágerð kómísk brögð sem eru fyndin í sjálfu sér. Það var gaman á frumsýning- unni. Þetta er falleg sýning og tekst vel miðað við aðstæður. Þóra Einars og Gissur Gissurar- son taka við hlutverkum elskend- anna og verður gaman að sjá þau í þessari sviðsetningu. Það er víst uppselt á flestar sýningar á Ást- ardrykknum en menn gera margt vitlausara en að komast yfir ósótt- ar pantanir. Páll Baldvin Baldvinsson Niðurstaða: Fjörleg og falleg sýning. Skemmtileg kvöldstund LEIKLIST Garðar Thor og Dísella í hlutverkum sínum í Ástardrykknum: kraftmikið fólk á sviði þótt raddir þeirra séu ekki stórar og sterkar. MYND/ÍSLENSKA ÓPERAN NÝ BÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.