Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.10.2009, Blaðsíða 34
 29. OKTÓBER 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● ljós og lampar ● NÝ NÁLGUN AÐ TELJÓSI Togaðu í tepokann og þá verður ljós. Þessi skemmtilega ljósakróna er eftir hönnuðinn Jan Bernstein og fæst hjá fyrirtækinu Das rote Paket í Þýskalandi. Skemmtileg hönnun þar sem hvunndagslegur hlutur veitir innblástur að bráðsniðugri lausn. ● ÝMIS GRÖS Á EBAY Eins og fyrri daginn gætir ýmissa stórskemmtilegra grasa á uppboðsvefnum eBay og þá ekki síst í ljósamálum. Þessa stundina eru til sölu fimm stykki, hvorki meira né minna en eitt þúsund ára gaml- ir lampar, ættaðir frá Indlandi. Verðið á slíku góssi er að sjálf- sögðu ekki fyrir meðaljón- inn, yfir 20.000 dalir. Að- eins ódýrari, en þó ekki svo mjög, eru alvöru Art deco- lampar, meðal annars einn frá árinu 1905. Í lampahrúgunni má finna alls kyns útgáfur, allt frá klass- ískri hönnun upp í flipp- aðar týpur og endalaust gaman að dunda sér við að skoða góssið. Slóðin er ebay.com eða ebay. co.uk fyrir breska svæði vefsins. Erfitt er að ímynda sér að banki hafi eitt sinn verið rekinn í hinum glæsilegu húsakynnum Boscolo Exedra-hótelsins í Mílanó. Húsið, byggt árið 1920, var farið að láta á sjá þegar eigendur Boscolo- hótelkeðjunnar keyptu það fyrir ári. Ekki var annað í stöðunni en að hefja gagngerar endurbætur á húsinu og þykir útkoman einkar vel heppnuð, þar sem ljós og skærir litir fá að njóta sín til fullnustu. Skær ljós og litadýrð Falleg ljós eru áberandi þar sem lýsing leikur stórt hlutverk í stemningunni. Arkitektinn Italo Rota stendur á bak við hönnunina. Gestir geta tyllt sér við barinn, sem er skreyttur skemmtilegum ljósum. Ljós breyta um lit í takt við árstíðar og ólíkan tíma dags. MYND/ JÜRGEN EHEIM ● LJÓSI BEINT AÐ GULLBYSSU Byssu- lampinn sem Philippe Starck hannaði árið 2005 þykir allsérstæður. Lampinn er úr áli en brydd- aður gulli með svörtum skínandi skermi. Flottur lampi fyrir alla aðdáendur James Bond og Die Hard. Lampinn er fram- leiddur af ítalska fyrirtækinu Flos. Philippe Starck hefur skipað sér meðal þekktustu hönnuða heims. Hann hefur hannað allt frá fatnaði og veitingastöðum til húsgagna og tannbursta. Starck er óhræddur við að takast á við ögrandi verkefni eins og sköpunarverk hans eru til vitnis um. Heilsulindin er hvorki meira né minna en 6.000 fermetrar að stærð og búin öllum helstu nútímaþægindum. Glæsilegt er umhorfs á Boscolo Exedra-hótelinu í Mílanó en það var innréttað fyrir ári. Á Ebay.com má finna fjöldann allan af lömpum frá Art deco tímabilinu. M YN D / JÜ RG EN EH EIM Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.