Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 5
Smárlt barnanna Sö- Jesús sagði: »Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, þvi slíkum heyrir Guðs riki til«. Mark. 10, 14. I. ár. Reykjavík, 6. ágúst 1921 | 1. blað •Jpjopíbsrinn !i<zilgar börnunum. Kœru börnl Hér heilsar ykkur nýr gestur, sem kom- inn er að heimsoekja ykkur. Pið litið auðvitað jyrst á nafnið og ef til uill finst ykkur hann bera einkenni- legt nafn, en þegar þið hugsið um hvaða hlutverk hon- um er œtlað að vinna, þá mun ykkur finnast nafnið gott og vel viðeigandi Lfósberinn vill bera Ijósgeisla Guðs-rikis inn i sak- tausu hjörtun ykkar barnanna, svo þar þrifist ekkert Ijótt né syndsamlegt, og hlúa þar með að hinum góðu frœkornum, sem sáð var i hjörtu ykkar i skirninni, svo þau megi stöðugt vaxa og bera mikinn ávöxt. Ljósberinn vill með smásögum sínum og heilrœðum benda ykkur á Jesúm, bezta vininn, sem þið eigið og segja ykkur, hvernig þið getið orðið Ijósberar fyrir hann, sern elskar ykkur svo óumrœðilega mikið. Með Guðs hjálp vill þá Ljósberinn hefja göngu sina til ykkar barnanna, i því trausti, að þið takið vel á móti honum og greiðið götu hans. Ekkert fé er fyrir hendi til að gefa hann út, en hann leggur af stað i Jesú nafni.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.