Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 6
LJÓSBERINN josgeislinn hennar m'ómmu. »Ósköp á ríka fólkið gotí, mamma, það getur veitt sér alt, sem því deltur í hug, en við, sem er- um fátæk, verðum að neita okkur um alt«. Þannig mælti Anna litla, sem var þrettán ára gömul, við mömmu sína, og hún var auðsjáanlega mjög döpur. »Anna mínl« mæiti mamma hennar, »Hvenær heldur þú, að þú verðir ánægð og þakklát stúlka?« Hún sat við borðið og saumaði af kappi. »Vertu þess fullviss, elsku barnið mitt, að hamingja og líí's- gleði fellur ekki altaf í skaut þeirra, sem eru ríkir og lifa í alsnægtum, heldur kemur slíkt af lífsskoðun manna og lundarfari. Fátækur maður getur verið mjög hamingjusamur. Berðu ekki kjör þin saman við kjör þeirra, sem ríkari eru en þú, heldur skaltu kynna þér kjör þeirra, sem eru fátækari og búa að ýmsu leyti við enn þrengri kost og sem þó eru ánægðir og þakka Guði fyrir góðar gjafir hans. Taktu nú prjónana þína, settu þig á stólinn hérna við hlið- ina á mér og svo ætla eg að segja þér dálitla sögu af hjónunum, sem nýflutt eru hérna í húsið og lítilli dóttur þeirra. Þegar Anna litla var sezt við hlið mömmu sinnar og búin að hagræða sér ósköp vel á stólnum, hóf mamma hennar sögu sína á þessa leið: »Eg leit inn til þeirra í gærkvöldi. Konan sat við borðið og var að sauma, en eg sá strax að hún átti bágt með það. Tvær hækjur voru reistar upp við

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.