Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 3 annan borðsendann og sá eg á því að hún mundi vera mikið fötluð. Elsta barnið þeirra, tólf ára telpa, var í óða önn að koma öllu í lag í berberginu, en yngri systkynin tvö léku sér fyrir utan húsið. Eg tylti mér niður sem snöggvast og fór að vorkenna henni að hún skyldi þurfa að leggja svona hart að sér með að vinna, eins fötluð og veikluleg og hún væri. »Sannarlega ætti eg ekki að mögla yfir hlutskifti mínu, heldur lofa Guð fyrir þá blessun, sem hann veitir mér. Eg vona, að maðurinn minn fái stöðugri atvinnu, svo við þurfum ekki að líða skort, — þvi það er sárt að verða að neita svöngum börnunum sín- um um brauð, — en blessuð börnin min hafa stund- um sofnað svöng á kvöldin, síðan eg varð svona heilsulaus. »En« — hún litaðist um til þess að full- vissa sig urn að Lotta litla væri frammi — »þér getið ekki ímyndað yður, hve Lotta hjálpar mér mikið. Eg fæ aldrei fullþakkað Guði þá góðu gjöf. Með gleði og ánægju gerir hún alt, sem eg bið hana um og hún leysir verk sín eins vel af hendi og fullorðinn kvenmaður. Hún kvartar aldrei og þér ættuð bara að heyra, hvernig hún áminnir yngri systkini sín og prédikar fyrir þeim, þegar þeim finst, að þau fái lítið að borða. Eg hlustaði nýlega á áminningarræðu, sem hún hélt yfir Friðrik bróður sínum; hann er nú sjö ára. »Manstu ekki eftir því«, sagði hún við hann, »að við eigum að vera Ijósgeislarnir hennar mðmmu. Hún er oft lasin og þú mátt ekki gráta. Hugsaðu aðeins um það, hvað hún er góð við okkur og leggur mikið á sig. Þegar við verðum stór, þá skulum við verða

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.