Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 06.08.1921, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN fóður drengur. Það var einu sinni lítill drengur, sem hafði það fyrir vana á hverju kvöldi áður en hann fór að hátta, að biðja mömmu sína fyrirgefningar á öllu því, sem hann á daginn kynni að hafa gert henni á móti. En eitt kvöld var mamma hans svo veik, að börnunum var stranglega bannað að koma inn til hennar. Af tilviljun kom hjúkrunarkonan við hurðina á svefnherberginu svo hún opnaðist; sáhúnþáhvar sorgbitinn og grátandi drengur stóð fyrir utan. Hún spurði hann af hverju hann væri svona sorgbitinn. Drengurinn svaraði: »Eg hefi ekki verið eins góður i dag, eins og eg hefði átt að vera, og nú má eg ekki fara inn og biðja mömmu fyrirgefningar. En eg hefi skrifað það altsaman hérna á spjaldið mitt og langar mig nú að biðja mömmu mína að þurka það alt í burtu, því þá veit eg, að hún hefir fyrirgefið mér, annars get eg ekki sofið í nótt«. Hjúkrunarkonan fór með spjaldið inn í svefnher- bergið og eftir fáein augnablik kom hún með það aftur til litla órólega drengsins, sem beið fyrir utan dyrnar og sem nú sá, sér til mikillar gleði, að alt var þurkað út af spjaldinu, svo nú gat hann gengið glaður í burtu og farið að sofa. Ó, að við öll, kæru börn, hefðum þenna sama, góða sið og þessi litli drengur; að við játuðum yfir- sjónir okkar, hver við annan og fyrir föður vorum á himnum á hverju kvöldi, áður en við færum að

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.