Ljósberinn


Ljósberinn - 09.09.1922, Page 3

Ljósberinn - 09.09.1922, Page 3
LJÓSBERINN 283 Skömmu seinna dó bóndi. Börnin þóttust nú vera viss um, að faðir þeirra hefði falið peningana sína einhversstaðar í garðinum, og rótuðu nú upp mold- inni í mestu ákefð, en aldrei fundu þau peningana; en við því var heldur ekki að búast, því að þar voru engir peningar fólgnir. En alt þetta umrót þeirra í garðinum varð þar á móti til þess, að garð- urinn bar þeim hinn bezta ávöxt, og þá skildist þeim, hvað faðir þeirra hafði átt við, og létu sér það að kenningu verða. Upp frá því lögðu þau hina mestu rækt við garðinn og með því móti höfðu þau alt af nóg fyrir sig að leggja. ----o--- SKiPlÐ Á HAFINU, EÐA MAÐURINN í HEIMINUM. Heimurinn er hafið. Maðurinn er skipið. Viljinn er mastrið. Trúin er stýrið. Siðalærdómurinn er seg- ulnálin. Trúarbrögðin er landabréfið. Samvizkan er skipspresturinn. Vonin er atkerið. Bænin er gleði- og nauðmerkin. Vitið er stýrimaðurinn. Skynsemin er skipherrann. Aðgætnin er hafnsögumaðurinn. Skilningai-vitin eru skipverjar. Girndirnar eru segl- in. Kringumstæðurnar eru vindarnir. Hjartað er káetan. Maginn er skipsholið. Gleðin er góða veðr- ið. þjáningarnar eru stormarnir. Góðverkin eru hinn vétti skipsfarmur. Lestirnir eru skaðvænu vörurn- ar. Hræsni og lýgi eru skerin. Sannleikurinn er skip- leiðin. Eilífðin er höfnin.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.