Ljósberinn - 06.09.1924, Síða 4
296
LJÓSBERINN
Draumur Körlu.
Æ f i n t ý r i.
I. Móðirin og börnin.
J>au voru fjögur systkinin. Karla eða Kalla
var elzt, rúmlega 12 ára; næstur var K a r 1 10 ára,
þá H e 1 g i 7 ára og yngst A n n a 3 ára. —
Faðir þeirra var dáinn, en móðirin vann fyrir
þeim ein að öllu leyti.
Hún var þeim ógn góð og ástrík. En hún var of
góð, ef svo má kalla, því að hún var svo vorkunnlát
við þau, að hún vildi ekkert láta þau vinna og hjálpa
sér, til þess þau mættu lifa sama lífinu og meðan fað-
ir þeirra lifði.
Til þess að þetta gæti orðið, þá vann hún og vann
nætur sem daga, að saumum fyrir aðra. Ekkert fanst
börnunum til um það, þó að þau sæju hana alt af
vera að vinna, en þau tækju aldrei sjálf hendi til
neins henni til hjálpar. það komst í vana fyrir þeim
að sjá það dag eftir dag. þeim fanst það alt vera
eins og það ætti að vera, af því að móðir þeirra fór
aldrei fram á það, að þau léttu undir með henni við.
heimilisstörfin. þau gengu bara í skóla og léku sér
þess á milli.
Börnin voru ekki illa innrætt, síður en svo, en þau
voru hugsunarlaus, eins og börn eru oft vön að vera,
hugsunarlaus um móður sína og alt það, sem gera
þurfti. Kalla var ógn löt í gerðinni. En af því að hún
var elzt, þá hefði hún átt að vera skynsömust og dug-
legust. En henni kom aldrei til hugar að hjálpa
mömmu sinni hið minsta, af því að hún bað hana ald-