Ljósberinn - 06.09.1924, Blaðsíða 6
298
LJÓSBERINN
mömmu, og væri þar aS líta yfir alt hitt á sauma-
borðinu, og alt virtist það vera á ferð og flugi.
„þú ættir heldur að segja, að Kalla væri hugsunar-
laus en harðbrjósta“, sögðu gleraugu mömmu. „Hún
er ekki slæm í sér, hún Kalla, en hún hugsar bara
ekkert út í það, sem hendinni er næst. Eg sé miklu
lengra gegnum glerin en þið hin öll til samans. Kalla
er hviklynd, löt og hugsunarlaus, en harðbrjósta —
nei, það er hún ekki. Hún hefir hjarta í brjósti,
hlýtt og gott, þrátt fyrir alt“. Framh.
----o-----
Guð lætur ekki að sér hæða.
„því sem maðurinn sáir, það mun hann upp'
skera“. Gal. 6, 7.
Landskj álftar eru ógurlegir. þeir eru mjög tíðir
hér á landi.
þessir fjörkiþpir hinnar dauðu náttúru eru í hendi
Guðs alveg eins og þrumur og eldingar, regn og
stormar.
Við sundið milli Italíu og Sikileyjar stendur boi’g'
súerMessína heitir. Hún fórst í landskjálfta ár-
ið 1909 með 150 þús. íbúum. —
Skömmu fyrir landskjálftann gerði maður nokkui’
vart við sig í borginni, berfættur, grindhoraður, tryli'
ingslegur í augum, sveipaður kápu, líkri þeim, er ein-
setumenn eða munkar bera. Slíka og þvílíka flakk-
andi trúarvingslmenn kalla ítalir „Naðverja" Dreng'
ur einn 12—14 ára gamall fylgdi þessum flakkara og